Segja útgerðarmenn sýna sjómönnum lítilsvirðingu Óli Kristján Ármannsson skrifar 8. desember 2015 06:00 Upp úr kjaraviðræðum slitnaði fyrir helgi. Fréttablaðið/Vilhelm „Útgerðarmenn sem aðild eiga að SFS ættu að skammast sín fyrir þá lítilsvirðingu sem þeir sýna sjómönnum með framferði sínu.“ Þetta segir í yfirlýsingu Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Sjómannasambands Íslands, Verkalýðsfélags Vestfirðinga og VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, eftir að upp úr viðræðum slitnaði í kjaradeilunni milli samtaka sjómanna og SFS á föstudag. Fram kemur í yfirlýsingunni að samningar sjómanna og SFS hafi verið lausir frá 1. janúar 2011 eða í tæp 5 ár. „Þann 22. maí 2012 vísaði LÍÚ, sem nú ber nafnið Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi [SFS], deilunni til ríkissáttasemjara og hótaði í leiðinni að boða verkbann á sjómenn til að knýja fram kröfur sínar um verulega skerðingu á kjörum sjómanna. Af verkbanninu varð þó ekki en enginn vilji er hjá SFS til að ljúka gerð kjarasamnings við sjómenn,“ segir þar. Samtökin segja SFS nú á haustdögum hafa sýnt í verki áhugaleysi sitt á að ljúka kjarasamningum, ýmist með því að svara ekki málum sem fulltrúar sjómanna hafi lagt fram til lausnar deilunni, eða með útúrsnúningum og rangtúlkunum. Fulltrúar útgerðarinnar hafi jafnvel gengið svo langt að bæta í kröfur sínar um skerðingu á kjörum sjómanna. „Með framkomu sinni sýna samtök útgerðarmanna starfsfólki sínu sem starfar á skipum þeirra mikla lítilsvirðingu. Þetta gerist á sama tíma og hagnaður, á öllu tímabilinu sem samningar hafa verið lausir, hefur aldrei í sögu atvinnugreinarinnar verið jafn mikill,“ segir í yfirlýsingunni. Arðgreiðslur undanfarin ár sýni mikla velgengni. Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
„Útgerðarmenn sem aðild eiga að SFS ættu að skammast sín fyrir þá lítilsvirðingu sem þeir sýna sjómönnum með framferði sínu.“ Þetta segir í yfirlýsingu Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Sjómannasambands Íslands, Verkalýðsfélags Vestfirðinga og VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, eftir að upp úr viðræðum slitnaði í kjaradeilunni milli samtaka sjómanna og SFS á föstudag. Fram kemur í yfirlýsingunni að samningar sjómanna og SFS hafi verið lausir frá 1. janúar 2011 eða í tæp 5 ár. „Þann 22. maí 2012 vísaði LÍÚ, sem nú ber nafnið Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi [SFS], deilunni til ríkissáttasemjara og hótaði í leiðinni að boða verkbann á sjómenn til að knýja fram kröfur sínar um verulega skerðingu á kjörum sjómanna. Af verkbanninu varð þó ekki en enginn vilji er hjá SFS til að ljúka gerð kjarasamnings við sjómenn,“ segir þar. Samtökin segja SFS nú á haustdögum hafa sýnt í verki áhugaleysi sitt á að ljúka kjarasamningum, ýmist með því að svara ekki málum sem fulltrúar sjómanna hafi lagt fram til lausnar deilunni, eða með útúrsnúningum og rangtúlkunum. Fulltrúar útgerðarinnar hafi jafnvel gengið svo langt að bæta í kröfur sínar um skerðingu á kjörum sjómanna. „Með framkomu sinni sýna samtök útgerðarmanna starfsfólki sínu sem starfar á skipum þeirra mikla lítilsvirðingu. Þetta gerist á sama tíma og hagnaður, á öllu tímabilinu sem samningar hafa verið lausir, hefur aldrei í sögu atvinnugreinarinnar verið jafn mikill,“ segir í yfirlýsingunni. Arðgreiðslur undanfarin ár sýni mikla velgengni.
Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira