Sjómenn og útgerð slái bæði af kröfum sínum Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. desember 2015 07:00 Sjómenn sýndu útgerðarmönnum samstöðu í mótmælum á austurvelli sumarið 2012. Þeir höfðu þá verið án samnings í eitt og hálft ár. vísir/Vilhelm Bæði sjómenn og útgerðarmenn þurfa að slá af kröfum sínum eigi að vera hægt að leiða fram raunhæfa samninga. Þetta segir Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjori Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Þungt hljóð var í sjómönnum á Akranesi í gær. Upp úr viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitnaði í byrjun desember og hafa félög sjómanna á milli jóla og nýárs kannað hug þeirra til mögulegra verkfallsaðgerða. Þar ætti að liggja fyrir niðurstaða um miðjan janúar. Verði sú leið ofan á gætu aðgerðir hafist í mars. Samningar sjómanna hafa verið lausir frá ársbyrjun 2011. Á aðalfundi sjómannadeildar Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) sem fram fór í gær var fundarmönnum heitt í hamsi yfir „óbilgirni“ útgerðarmanna, að því er fram kemur á vef verkalýðsfélagsins. „Brann meðal annars heitt á þeim mál er snýst um fækkun skipverja en það hefur verið stefna útgerðarmanna að undanförnu að fækka verulega til dæmis á uppsjávarskipunum,“ segir þar. Í sumum tilfellum séu bara átta skipverjar um borð í þessum stóru og öflugu skipum. Skýrt hafi komið fram hjá þeim sem sóttu fundinn að með fækkun í áhöfn sé öryggi þeirra ógnað illilega.Haukur Þór Hauksson aðstoðarframkvæmdastjóri SFSÍ frásögn VLFA af fundinum er sagt virðast sem sjómenn séu tilbúnir að „láta kné fylgja kviði til að ná fram sanngjörnum og réttlátum kjarasamningi sem á að gagnast báðum samningsaðilum ágætlega.“ Á Akranesi séu sjómenn tilbúnir í verkfallsátök. Haukur segir að hálfu SFS koma til greina að slá af kröfum, en sjómenn þurfi að gera slíkt hið sama. „Eins og í öllum samningum held ég að hvorugur aðili fái allar sínar kröfur í gegn og við áttum okkur alveg á því.“ Sú verði nálgunin þegar báðir séu tilbúnir að ræða það að mætast einhvers staðar á miðri leið í ákveðnum málum til að ná einhverjum fleti. „Það er erfitt að ná samningum ef hvorugur aðili ætlar að gefa tommu eftir.“ Haukur segir SFS tilbúið að halda viðræðum áfram með það að markmiði að ná samkomulagi og kveðst vonast til þess að málin leysist sem fyrst og án verkfalla. „Við teljum að það sé hægt að leysa málin án þess að fara út í slíkar aðgerðir, en það er auðvitað þeirra að ákveða það.“ Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Bæði sjómenn og útgerðarmenn þurfa að slá af kröfum sínum eigi að vera hægt að leiða fram raunhæfa samninga. Þetta segir Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjori Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Þungt hljóð var í sjómönnum á Akranesi í gær. Upp úr viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitnaði í byrjun desember og hafa félög sjómanna á milli jóla og nýárs kannað hug þeirra til mögulegra verkfallsaðgerða. Þar ætti að liggja fyrir niðurstaða um miðjan janúar. Verði sú leið ofan á gætu aðgerðir hafist í mars. Samningar sjómanna hafa verið lausir frá ársbyrjun 2011. Á aðalfundi sjómannadeildar Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) sem fram fór í gær var fundarmönnum heitt í hamsi yfir „óbilgirni“ útgerðarmanna, að því er fram kemur á vef verkalýðsfélagsins. „Brann meðal annars heitt á þeim mál er snýst um fækkun skipverja en það hefur verið stefna útgerðarmanna að undanförnu að fækka verulega til dæmis á uppsjávarskipunum,“ segir þar. Í sumum tilfellum séu bara átta skipverjar um borð í þessum stóru og öflugu skipum. Skýrt hafi komið fram hjá þeim sem sóttu fundinn að með fækkun í áhöfn sé öryggi þeirra ógnað illilega.Haukur Þór Hauksson aðstoðarframkvæmdastjóri SFSÍ frásögn VLFA af fundinum er sagt virðast sem sjómenn séu tilbúnir að „láta kné fylgja kviði til að ná fram sanngjörnum og réttlátum kjarasamningi sem á að gagnast báðum samningsaðilum ágætlega.“ Á Akranesi séu sjómenn tilbúnir í verkfallsátök. Haukur segir að hálfu SFS koma til greina að slá af kröfum, en sjómenn þurfi að gera slíkt hið sama. „Eins og í öllum samningum held ég að hvorugur aðili fái allar sínar kröfur í gegn og við áttum okkur alveg á því.“ Sú verði nálgunin þegar báðir séu tilbúnir að ræða það að mætast einhvers staðar á miðri leið í ákveðnum málum til að ná einhverjum fleti. „Það er erfitt að ná samningum ef hvorugur aðili ætlar að gefa tommu eftir.“ Haukur segir SFS tilbúið að halda viðræðum áfram með það að markmiði að ná samkomulagi og kveðst vonast til þess að málin leysist sem fyrst og án verkfalla. „Við teljum að það sé hægt að leysa málin án þess að fara út í slíkar aðgerðir, en það er auðvitað þeirra að ákveða það.“
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira