Sjómenn og útgerð slái bæði af kröfum sínum Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. desember 2015 07:00 Sjómenn sýndu útgerðarmönnum samstöðu í mótmælum á austurvelli sumarið 2012. Þeir höfðu þá verið án samnings í eitt og hálft ár. vísir/Vilhelm Bæði sjómenn og útgerðarmenn þurfa að slá af kröfum sínum eigi að vera hægt að leiða fram raunhæfa samninga. Þetta segir Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjori Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Þungt hljóð var í sjómönnum á Akranesi í gær. Upp úr viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitnaði í byrjun desember og hafa félög sjómanna á milli jóla og nýárs kannað hug þeirra til mögulegra verkfallsaðgerða. Þar ætti að liggja fyrir niðurstaða um miðjan janúar. Verði sú leið ofan á gætu aðgerðir hafist í mars. Samningar sjómanna hafa verið lausir frá ársbyrjun 2011. Á aðalfundi sjómannadeildar Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) sem fram fór í gær var fundarmönnum heitt í hamsi yfir „óbilgirni“ útgerðarmanna, að því er fram kemur á vef verkalýðsfélagsins. „Brann meðal annars heitt á þeim mál er snýst um fækkun skipverja en það hefur verið stefna útgerðarmanna að undanförnu að fækka verulega til dæmis á uppsjávarskipunum,“ segir þar. Í sumum tilfellum séu bara átta skipverjar um borð í þessum stóru og öflugu skipum. Skýrt hafi komið fram hjá þeim sem sóttu fundinn að með fækkun í áhöfn sé öryggi þeirra ógnað illilega.Haukur Þór Hauksson aðstoðarframkvæmdastjóri SFSÍ frásögn VLFA af fundinum er sagt virðast sem sjómenn séu tilbúnir að „láta kné fylgja kviði til að ná fram sanngjörnum og réttlátum kjarasamningi sem á að gagnast báðum samningsaðilum ágætlega.“ Á Akranesi séu sjómenn tilbúnir í verkfallsátök. Haukur segir að hálfu SFS koma til greina að slá af kröfum, en sjómenn þurfi að gera slíkt hið sama. „Eins og í öllum samningum held ég að hvorugur aðili fái allar sínar kröfur í gegn og við áttum okkur alveg á því.“ Sú verði nálgunin þegar báðir séu tilbúnir að ræða það að mætast einhvers staðar á miðri leið í ákveðnum málum til að ná einhverjum fleti. „Það er erfitt að ná samningum ef hvorugur aðili ætlar að gefa tommu eftir.“ Haukur segir SFS tilbúið að halda viðræðum áfram með það að markmiði að ná samkomulagi og kveðst vonast til þess að málin leysist sem fyrst og án verkfalla. „Við teljum að það sé hægt að leysa málin án þess að fara út í slíkar aðgerðir, en það er auðvitað þeirra að ákveða það.“ Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Bæði sjómenn og útgerðarmenn þurfa að slá af kröfum sínum eigi að vera hægt að leiða fram raunhæfa samninga. Þetta segir Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjori Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Þungt hljóð var í sjómönnum á Akranesi í gær. Upp úr viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitnaði í byrjun desember og hafa félög sjómanna á milli jóla og nýárs kannað hug þeirra til mögulegra verkfallsaðgerða. Þar ætti að liggja fyrir niðurstaða um miðjan janúar. Verði sú leið ofan á gætu aðgerðir hafist í mars. Samningar sjómanna hafa verið lausir frá ársbyrjun 2011. Á aðalfundi sjómannadeildar Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) sem fram fór í gær var fundarmönnum heitt í hamsi yfir „óbilgirni“ útgerðarmanna, að því er fram kemur á vef verkalýðsfélagsins. „Brann meðal annars heitt á þeim mál er snýst um fækkun skipverja en það hefur verið stefna útgerðarmanna að undanförnu að fækka verulega til dæmis á uppsjávarskipunum,“ segir þar. Í sumum tilfellum séu bara átta skipverjar um borð í þessum stóru og öflugu skipum. Skýrt hafi komið fram hjá þeim sem sóttu fundinn að með fækkun í áhöfn sé öryggi þeirra ógnað illilega.Haukur Þór Hauksson aðstoðarframkvæmdastjóri SFSÍ frásögn VLFA af fundinum er sagt virðast sem sjómenn séu tilbúnir að „láta kné fylgja kviði til að ná fram sanngjörnum og réttlátum kjarasamningi sem á að gagnast báðum samningsaðilum ágætlega.“ Á Akranesi séu sjómenn tilbúnir í verkfallsátök. Haukur segir að hálfu SFS koma til greina að slá af kröfum, en sjómenn þurfi að gera slíkt hið sama. „Eins og í öllum samningum held ég að hvorugur aðili fái allar sínar kröfur í gegn og við áttum okkur alveg á því.“ Sú verði nálgunin þegar báðir séu tilbúnir að ræða það að mætast einhvers staðar á miðri leið í ákveðnum málum til að ná einhverjum fleti. „Það er erfitt að ná samningum ef hvorugur aðili ætlar að gefa tommu eftir.“ Haukur segir SFS tilbúið að halda viðræðum áfram með það að markmiði að ná samkomulagi og kveðst vonast til þess að málin leysist sem fyrst og án verkfalla. „Við teljum að það sé hægt að leysa málin án þess að fara út í slíkar aðgerðir, en það er auðvitað þeirra að ákveða það.“
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira