Sjúkrabíll fauk út af í Oddskarði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2016 09:50 Það var í nógu í snúast fyrir björgunarsveitir í gærkvöldi og nótt vegna veðurs. Visir/Vilhelm Á fimmta tug björgunarsveitarmanna komu að hinum ýmsu björgunaraðgerðum í gærkvöldi og nótt vegna veðurs. Þannig fór björgunarsveitin Brimrún í Oddskarð í gærkvöldi til að aðstoða sjúkrabíl sem hafði fokið út af veginum og sat fastur. Björgunarsveitin aðstoðaði við að ná bílnum aftur upp á veg svo hann gæti haldið áfram ferð sinni til Egilsstaða. Síðar um kvöldið var svo tilkynnt um bíl sem var fastur við Bláa lónið en þar voru ferðamenn í vandræðum. Þá losnaði bátur frá bryggju á Reyðarfirði, hurð á sundlauginni á Bolungarvík fauk upp sem og gluggi á leikskólanum á Suðureyri. Þar fauk einnig landgangur við flotbryggju í höfninni en ekkert verður gert í því fyrr en veður lægir. Erlendir ferðamenn sátu svo fastir í ófærð utan við Vopnafjörð og rúða brotnaði í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Nú fyrir hádegi spáir Veðurstofan suðvestan og vestan roki eða ofsaveðri með éljum norðn-og vestanlands. Aðstæður til ferðalaga eru því varhugaverðar. Víða er ófært, meðal annars á Fróðárheiðiog Öxnadalsheiði og þá eru flestir fjallvegir á Vestfjörðum ófærir.Nánar um færð og aðstæður á vegum:Það eru hálkublettir og éljagangur á Reykjanesbraut og mjög víða á Reykjanesi. Hálka er á Sandskeiði og Hellisheiði og hálka eða hálkublettir á vegum á Suðurlandi.Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir en snjóþekja Bröttubrekku, Svínadal og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Nú er orðið fært yfir Holtavörðuheiði en þar er mjög hvasst og blint. Ófært er á Fróðárheiði. Slæmt ferðaveður er á Vestfjörðum og eru flestir fjallvegir enn ófærir en þó er orðið fært yfir Gemlufallsheiði en þar er þæfingsfærð og mjög hvasst og blint. Vegurinn yfir Hálfdán er lokaður vegna óveðurs og umferðaróhapps.Í Norðurlandi er hálka á flestum vegum og víðast hvar mjög hvasst. Ófært er á Öxnadalsheiði og á Mývatnsöræfum en unnið að hreinsun. Flughálka er í Þistilfirði og við Bakkaflóa.Þæfingsfærð er á Háreksstaðaleið en annars hálka er á flestum leiðum á Austurlandi en þó er flughálka í Hjaltastaðaþinghá. Enn er ófært á Vopnafjarðarheiði en þar er óveður. Hálka er á nokkrum köflum með suðausturströndinni. Veður Tengdar fréttir Búist við ofsaveðri með morgninum Búist er við stormi eða jafnvel ofsaveðri í Skagafirði og Eyjafirði með morgninum með allt að 40 metra á sekúndu meðalvindi og upp í 50 metra í hviðum. 16. febrúar 2016 06:58 Fylgstu með óveðrinu „í beinni“ Veðurstofan spáir stormi eða roki, meira en 20 metrum á sekúndu, á norðan og norðanverðulandinu nú fyrri hluta dags. 16. febrúar 2016 07:26 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Á fimmta tug björgunarsveitarmanna komu að hinum ýmsu björgunaraðgerðum í gærkvöldi og nótt vegna veðurs. Þannig fór björgunarsveitin Brimrún í Oddskarð í gærkvöldi til að aðstoða sjúkrabíl sem hafði fokið út af veginum og sat fastur. Björgunarsveitin aðstoðaði við að ná bílnum aftur upp á veg svo hann gæti haldið áfram ferð sinni til Egilsstaða. Síðar um kvöldið var svo tilkynnt um bíl sem var fastur við Bláa lónið en þar voru ferðamenn í vandræðum. Þá losnaði bátur frá bryggju á Reyðarfirði, hurð á sundlauginni á Bolungarvík fauk upp sem og gluggi á leikskólanum á Suðureyri. Þar fauk einnig landgangur við flotbryggju í höfninni en ekkert verður gert í því fyrr en veður lægir. Erlendir ferðamenn sátu svo fastir í ófærð utan við Vopnafjörð og rúða brotnaði í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Nú fyrir hádegi spáir Veðurstofan suðvestan og vestan roki eða ofsaveðri með éljum norðn-og vestanlands. Aðstæður til ferðalaga eru því varhugaverðar. Víða er ófært, meðal annars á Fróðárheiðiog Öxnadalsheiði og þá eru flestir fjallvegir á Vestfjörðum ófærir.Nánar um færð og aðstæður á vegum:Það eru hálkublettir og éljagangur á Reykjanesbraut og mjög víða á Reykjanesi. Hálka er á Sandskeiði og Hellisheiði og hálka eða hálkublettir á vegum á Suðurlandi.Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir en snjóþekja Bröttubrekku, Svínadal og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Nú er orðið fært yfir Holtavörðuheiði en þar er mjög hvasst og blint. Ófært er á Fróðárheiði. Slæmt ferðaveður er á Vestfjörðum og eru flestir fjallvegir enn ófærir en þó er orðið fært yfir Gemlufallsheiði en þar er þæfingsfærð og mjög hvasst og blint. Vegurinn yfir Hálfdán er lokaður vegna óveðurs og umferðaróhapps.Í Norðurlandi er hálka á flestum vegum og víðast hvar mjög hvasst. Ófært er á Öxnadalsheiði og á Mývatnsöræfum en unnið að hreinsun. Flughálka er í Þistilfirði og við Bakkaflóa.Þæfingsfærð er á Háreksstaðaleið en annars hálka er á flestum leiðum á Austurlandi en þó er flughálka í Hjaltastaðaþinghá. Enn er ófært á Vopnafjarðarheiði en þar er óveður. Hálka er á nokkrum köflum með suðausturströndinni.
Veður Tengdar fréttir Búist við ofsaveðri með morgninum Búist er við stormi eða jafnvel ofsaveðri í Skagafirði og Eyjafirði með morgninum með allt að 40 metra á sekúndu meðalvindi og upp í 50 metra í hviðum. 16. febrúar 2016 06:58 Fylgstu með óveðrinu „í beinni“ Veðurstofan spáir stormi eða roki, meira en 20 metrum á sekúndu, á norðan og norðanverðulandinu nú fyrri hluta dags. 16. febrúar 2016 07:26 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Búist við ofsaveðri með morgninum Búist er við stormi eða jafnvel ofsaveðri í Skagafirði og Eyjafirði með morgninum með allt að 40 metra á sekúndu meðalvindi og upp í 50 metra í hviðum. 16. febrúar 2016 06:58
Fylgstu með óveðrinu „í beinni“ Veðurstofan spáir stormi eða roki, meira en 20 metrum á sekúndu, á norðan og norðanverðulandinu nú fyrri hluta dags. 16. febrúar 2016 07:26