Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. febrúar 2016 12:37 Foreldrar hafa lýst yfir áhyggjum vegna dekkjakurlsins. Foreldrar í Reykjavík, margir hverjir, eru ósáttir við ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skipta dekkjakurli á gervigrasvöllum ekki alfarið út í ár. Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. Borgin lagði fram áætlun um endurnýjun valla í gær. Níu keppnis- og æfingavellir með gervigrasi eru í eigu Reykjavíkurborgar. Kynnt hefur verið áætlun í borgarráði um endurnýjun vallanna en samkvæmt henni verður hafist handa við Víkingsvöll á þessu ári en þar verður skipt um gras og gúmmí. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á fimmtíu milljónir króna. Þá verður gervigrasvöllur KR endurnýjaður á næsta ári, Leiknis í Breiðholti í árið 2018 og ÍR í Breiðholti 2019. „Það eru ákveðin vonbrigði að það skuli ekki vera farið í að taka á þeim vallarsvæðum þar sem þetta dekkjakurl í notkun. Við að sjálfsögðu fögnum því að það sé komin fram áætlun um endurnýjun gervigrasvalla en þá er ljóst að borgin er ekki að fara í aðgerðir strax á þeim svæðum þar sem þetta svarta kurl er í notkun. Það er ljóst að það er uppi vafi um heilbrigðisáhrif um notkun þessa kurls á svæðum þar sem börn og iðkendur eru,“ segir Kristinn Wiium, sem er á meðal þeirra foreldra sem barist hafa fyrir dekkjakurlslausum gervigrasvöllum. Foreldrar hafa lýst yfir áhyggjum af notkun slíks kurls á íþróttavöllum, og hefur umboðsmaður barna sömuleiðis lýst yfir áhyggjum vegna málsins. „Það er uppi vafi. Það eru upplýsingar sem eru um að hugsanlega sé þetta kurl heilsuspillandi. Það eru líka upplýsingar um annað. Við foreldrar vitum það ekki en það er akkúrat það, það er uppi efi og vafi og þess vegna hefði maður viljað að það hefði verið farið hraðar í þetta, til að eyða þessum vafa,“ segir Kristinn. Önnur sveitarfélög hafa þegar brugðist við málinu. Í Kópavogi var lögð fram áætlun í október í fyrra og hafist hefur verið handa við að endurnýja gervigrasvelli í Fífunni og sparkvelli við Lindaskóla með nýju gúmmíi. Þá verður lagt nýtt gervigras í Risanum í Hafnarfirði og sömuleiðis á Seltjarnarnesi en til stendur að hefja framkvæmdir í apríl. Þá hefur jafnframt verið lögð fram áætlun í Grindavík, Bolungarvík, Fjallabyggð (Siglufirði) og Blönduósi. Tengdar fréttir Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00 60 til 70 milljóna króna kostnaður við að skipta út gúmmíkurli í Árborg Í sveitarfélaginu eru fimm gervigrasvellir, allir með gúmmíkorn úr möluðum bíldekkjum. 8. nóvember 2015 21:45 Borgin getur ekki sagt hvenær dekkjakurlinu verður skipt út Gæti tekið tvo til fimm ár að skipta út óæskilegu dekkjakurli af gervigrasvöllum í Reykjavík að mati formanns ÍTR. Óánægðir foreldrar héldu fund um málið í kvöld. 27. september 2015 23:15 Umboðsmaður barna lýsir yfir áhyggjum af dekkjakurli Mun funda með Umhverfisstofnun ig Reykjavíkurborg til að ræða þessi mál. 7. október 2015 12:09 Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira
Foreldrar í Reykjavík, margir hverjir, eru ósáttir við ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skipta dekkjakurli á gervigrasvöllum ekki alfarið út í ár. Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. Borgin lagði fram áætlun um endurnýjun valla í gær. Níu keppnis- og æfingavellir með gervigrasi eru í eigu Reykjavíkurborgar. Kynnt hefur verið áætlun í borgarráði um endurnýjun vallanna en samkvæmt henni verður hafist handa við Víkingsvöll á þessu ári en þar verður skipt um gras og gúmmí. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á fimmtíu milljónir króna. Þá verður gervigrasvöllur KR endurnýjaður á næsta ári, Leiknis í Breiðholti í árið 2018 og ÍR í Breiðholti 2019. „Það eru ákveðin vonbrigði að það skuli ekki vera farið í að taka á þeim vallarsvæðum þar sem þetta dekkjakurl í notkun. Við að sjálfsögðu fögnum því að það sé komin fram áætlun um endurnýjun gervigrasvalla en þá er ljóst að borgin er ekki að fara í aðgerðir strax á þeim svæðum þar sem þetta svarta kurl er í notkun. Það er ljóst að það er uppi vafi um heilbrigðisáhrif um notkun þessa kurls á svæðum þar sem börn og iðkendur eru,“ segir Kristinn Wiium, sem er á meðal þeirra foreldra sem barist hafa fyrir dekkjakurlslausum gervigrasvöllum. Foreldrar hafa lýst yfir áhyggjum af notkun slíks kurls á íþróttavöllum, og hefur umboðsmaður barna sömuleiðis lýst yfir áhyggjum vegna málsins. „Það er uppi vafi. Það eru upplýsingar sem eru um að hugsanlega sé þetta kurl heilsuspillandi. Það eru líka upplýsingar um annað. Við foreldrar vitum það ekki en það er akkúrat það, það er uppi efi og vafi og þess vegna hefði maður viljað að það hefði verið farið hraðar í þetta, til að eyða þessum vafa,“ segir Kristinn. Önnur sveitarfélög hafa þegar brugðist við málinu. Í Kópavogi var lögð fram áætlun í október í fyrra og hafist hefur verið handa við að endurnýja gervigrasvelli í Fífunni og sparkvelli við Lindaskóla með nýju gúmmíi. Þá verður lagt nýtt gervigras í Risanum í Hafnarfirði og sömuleiðis á Seltjarnarnesi en til stendur að hefja framkvæmdir í apríl. Þá hefur jafnframt verið lögð fram áætlun í Grindavík, Bolungarvík, Fjallabyggð (Siglufirði) og Blönduósi.
Tengdar fréttir Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00 60 til 70 milljóna króna kostnaður við að skipta út gúmmíkurli í Árborg Í sveitarfélaginu eru fimm gervigrasvellir, allir með gúmmíkorn úr möluðum bíldekkjum. 8. nóvember 2015 21:45 Borgin getur ekki sagt hvenær dekkjakurlinu verður skipt út Gæti tekið tvo til fimm ár að skipta út óæskilegu dekkjakurli af gervigrasvöllum í Reykjavík að mati formanns ÍTR. Óánægðir foreldrar héldu fund um málið í kvöld. 27. september 2015 23:15 Umboðsmaður barna lýsir yfir áhyggjum af dekkjakurli Mun funda með Umhverfisstofnun ig Reykjavíkurborg til að ræða þessi mál. 7. október 2015 12:09 Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira
Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00
60 til 70 milljóna króna kostnaður við að skipta út gúmmíkurli í Árborg Í sveitarfélaginu eru fimm gervigrasvellir, allir með gúmmíkorn úr möluðum bíldekkjum. 8. nóvember 2015 21:45
Borgin getur ekki sagt hvenær dekkjakurlinu verður skipt út Gæti tekið tvo til fimm ár að skipta út óæskilegu dekkjakurli af gervigrasvöllum í Reykjavík að mati formanns ÍTR. Óánægðir foreldrar héldu fund um málið í kvöld. 27. september 2015 23:15
Umboðsmaður barna lýsir yfir áhyggjum af dekkjakurli Mun funda með Umhverfisstofnun ig Reykjavíkurborg til að ræða þessi mál. 7. október 2015 12:09
Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06