Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. febrúar 2016 12:37 Foreldrar hafa lýst yfir áhyggjum vegna dekkjakurlsins. Foreldrar í Reykjavík, margir hverjir, eru ósáttir við ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skipta dekkjakurli á gervigrasvöllum ekki alfarið út í ár. Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. Borgin lagði fram áætlun um endurnýjun valla í gær. Níu keppnis- og æfingavellir með gervigrasi eru í eigu Reykjavíkurborgar. Kynnt hefur verið áætlun í borgarráði um endurnýjun vallanna en samkvæmt henni verður hafist handa við Víkingsvöll á þessu ári en þar verður skipt um gras og gúmmí. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á fimmtíu milljónir króna. Þá verður gervigrasvöllur KR endurnýjaður á næsta ári, Leiknis í Breiðholti í árið 2018 og ÍR í Breiðholti 2019. „Það eru ákveðin vonbrigði að það skuli ekki vera farið í að taka á þeim vallarsvæðum þar sem þetta dekkjakurl í notkun. Við að sjálfsögðu fögnum því að það sé komin fram áætlun um endurnýjun gervigrasvalla en þá er ljóst að borgin er ekki að fara í aðgerðir strax á þeim svæðum þar sem þetta svarta kurl er í notkun. Það er ljóst að það er uppi vafi um heilbrigðisáhrif um notkun þessa kurls á svæðum þar sem börn og iðkendur eru,“ segir Kristinn Wiium, sem er á meðal þeirra foreldra sem barist hafa fyrir dekkjakurlslausum gervigrasvöllum. Foreldrar hafa lýst yfir áhyggjum af notkun slíks kurls á íþróttavöllum, og hefur umboðsmaður barna sömuleiðis lýst yfir áhyggjum vegna málsins. „Það er uppi vafi. Það eru upplýsingar sem eru um að hugsanlega sé þetta kurl heilsuspillandi. Það eru líka upplýsingar um annað. Við foreldrar vitum það ekki en það er akkúrat það, það er uppi efi og vafi og þess vegna hefði maður viljað að það hefði verið farið hraðar í þetta, til að eyða þessum vafa,“ segir Kristinn. Önnur sveitarfélög hafa þegar brugðist við málinu. Í Kópavogi var lögð fram áætlun í október í fyrra og hafist hefur verið handa við að endurnýja gervigrasvelli í Fífunni og sparkvelli við Lindaskóla með nýju gúmmíi. Þá verður lagt nýtt gervigras í Risanum í Hafnarfirði og sömuleiðis á Seltjarnarnesi en til stendur að hefja framkvæmdir í apríl. Þá hefur jafnframt verið lögð fram áætlun í Grindavík, Bolungarvík, Fjallabyggð (Siglufirði) og Blönduósi. Tengdar fréttir Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00 60 til 70 milljóna króna kostnaður við að skipta út gúmmíkurli í Árborg Í sveitarfélaginu eru fimm gervigrasvellir, allir með gúmmíkorn úr möluðum bíldekkjum. 8. nóvember 2015 21:45 Borgin getur ekki sagt hvenær dekkjakurlinu verður skipt út Gæti tekið tvo til fimm ár að skipta út óæskilegu dekkjakurli af gervigrasvöllum í Reykjavík að mati formanns ÍTR. Óánægðir foreldrar héldu fund um málið í kvöld. 27. september 2015 23:15 Umboðsmaður barna lýsir yfir áhyggjum af dekkjakurli Mun funda með Umhverfisstofnun ig Reykjavíkurborg til að ræða þessi mál. 7. október 2015 12:09 Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Foreldrar í Reykjavík, margir hverjir, eru ósáttir við ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skipta dekkjakurli á gervigrasvöllum ekki alfarið út í ár. Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. Borgin lagði fram áætlun um endurnýjun valla í gær. Níu keppnis- og æfingavellir með gervigrasi eru í eigu Reykjavíkurborgar. Kynnt hefur verið áætlun í borgarráði um endurnýjun vallanna en samkvæmt henni verður hafist handa við Víkingsvöll á þessu ári en þar verður skipt um gras og gúmmí. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á fimmtíu milljónir króna. Þá verður gervigrasvöllur KR endurnýjaður á næsta ári, Leiknis í Breiðholti í árið 2018 og ÍR í Breiðholti 2019. „Það eru ákveðin vonbrigði að það skuli ekki vera farið í að taka á þeim vallarsvæðum þar sem þetta dekkjakurl í notkun. Við að sjálfsögðu fögnum því að það sé komin fram áætlun um endurnýjun gervigrasvalla en þá er ljóst að borgin er ekki að fara í aðgerðir strax á þeim svæðum þar sem þetta svarta kurl er í notkun. Það er ljóst að það er uppi vafi um heilbrigðisáhrif um notkun þessa kurls á svæðum þar sem börn og iðkendur eru,“ segir Kristinn Wiium, sem er á meðal þeirra foreldra sem barist hafa fyrir dekkjakurlslausum gervigrasvöllum. Foreldrar hafa lýst yfir áhyggjum af notkun slíks kurls á íþróttavöllum, og hefur umboðsmaður barna sömuleiðis lýst yfir áhyggjum vegna málsins. „Það er uppi vafi. Það eru upplýsingar sem eru um að hugsanlega sé þetta kurl heilsuspillandi. Það eru líka upplýsingar um annað. Við foreldrar vitum það ekki en það er akkúrat það, það er uppi efi og vafi og þess vegna hefði maður viljað að það hefði verið farið hraðar í þetta, til að eyða þessum vafa,“ segir Kristinn. Önnur sveitarfélög hafa þegar brugðist við málinu. Í Kópavogi var lögð fram áætlun í október í fyrra og hafist hefur verið handa við að endurnýja gervigrasvelli í Fífunni og sparkvelli við Lindaskóla með nýju gúmmíi. Þá verður lagt nýtt gervigras í Risanum í Hafnarfirði og sömuleiðis á Seltjarnarnesi en til stendur að hefja framkvæmdir í apríl. Þá hefur jafnframt verið lögð fram áætlun í Grindavík, Bolungarvík, Fjallabyggð (Siglufirði) og Blönduósi.
Tengdar fréttir Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00 60 til 70 milljóna króna kostnaður við að skipta út gúmmíkurli í Árborg Í sveitarfélaginu eru fimm gervigrasvellir, allir með gúmmíkorn úr möluðum bíldekkjum. 8. nóvember 2015 21:45 Borgin getur ekki sagt hvenær dekkjakurlinu verður skipt út Gæti tekið tvo til fimm ár að skipta út óæskilegu dekkjakurli af gervigrasvöllum í Reykjavík að mati formanns ÍTR. Óánægðir foreldrar héldu fund um málið í kvöld. 27. september 2015 23:15 Umboðsmaður barna lýsir yfir áhyggjum af dekkjakurli Mun funda með Umhverfisstofnun ig Reykjavíkurborg til að ræða þessi mál. 7. október 2015 12:09 Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00
60 til 70 milljóna króna kostnaður við að skipta út gúmmíkurli í Árborg Í sveitarfélaginu eru fimm gervigrasvellir, allir með gúmmíkorn úr möluðum bíldekkjum. 8. nóvember 2015 21:45
Borgin getur ekki sagt hvenær dekkjakurlinu verður skipt út Gæti tekið tvo til fimm ár að skipta út óæskilegu dekkjakurli af gervigrasvöllum í Reykjavík að mati formanns ÍTR. Óánægðir foreldrar héldu fund um málið í kvöld. 27. september 2015 23:15
Umboðsmaður barna lýsir yfir áhyggjum af dekkjakurli Mun funda með Umhverfisstofnun ig Reykjavíkurborg til að ræða þessi mál. 7. október 2015 12:09
Skora á stjórnvöld að endurnýja gervigrasvelli vegna eiturefna Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra hefur farið fram á það við sveitarfélög landsins að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir. 25. september 2015 15:06