60 til 70 milljóna króna kostnaður við að skipta út gúmmíkurli í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. nóvember 2015 21:45 Ákveði Sveitarfélagið Árborg að skipta út svörtu gúmmíkurli á gervigrasvöllum sveitarfélagsins gæti það kostað á milli sextíu og sjötíu milljónir króna. Óttast er að gúmmíið geti verið krabbameinsvaldur þó þó það sé ekki sannað.Í sveitarfélaginu eru fimm gervigrasvellir, allir með gúmmíkorn úr möluðum bíldekkjum. Skiptar skoðanir eru um gúmmíið, sumir segja að það sé heilsuspillandi og geti jafnvel valdið krabbameini þó það sé alls ekki sannað en aðrir telja gúmmíið gott fyrir vellina og hafi engin heilsuspillandi áhrif. Menningar- og frístundafulltrúi Árborgar hefur kynnt sér málið og lesið nokkrar skýrslur um gúmmíið. „Þeir vilja meina að þetta svarta gúmmí sé ekki eins hættulegt og talað er um um og verða að treysta sínum framleiðanda. Það eru líka önnur efni komin, t.d. þetta grá afgangsgúmmí sem er ekki unnið úr dekkjakurli og svo þetta græna fína. Það sem hefur verið að stoppa sveitarfélögin sem eru með þessa velli er verðið því að græna er miklu, miklu dýrara og grá er svona þarna helmingi dýrara heldur en það svarta. Það hefur örugglega haft mikil áhrif á síðustu árum hvað menn hafa verið að kaupa í þetta,“ segir Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi í Árborg. Kostnaður við að skipta út svarta gúmmíinu stendur í bæjarfulltrúum og formanni íþrótta- og menningarnefndar. „Það gæti kostað sextíu, sjötíu milljónir króna að skipta á þeim öllum í einu en það kemur að þessum skiptum og þá munum við að sjálfsögðu gæta 150% öryggis gagnvart öryggi barna,“ segir Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi og formaður íþrótta- og menningarnefndar. Kjartan segir að efninu verði skipt út á völlunum í skrefum á næstu árum. „Við viljum bara vera 150% örugg um það að það séu engin krabbameinsvaldandi efni í þessu kurli,“ bætir Kjartan við.En hafa foreldrar þeirra sem æfa á völlunum verið að kvarta undan dekkjakurlinu?„Fólk er eðlilega mis frótt um þetta og hefur á áhyggjur þegar barnið kemur svart heim með svartan bolta og svart andlit, því eðlilega litar svarta gúmmíið þegar það hitnar. Það lítur ekkert vel út, þannig að fólk hefur auðvitað áhyggjur af þessu,“ segir Bragi. Tengdar fréttir Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00 Borgin getur ekki sagt hvenær dekkjakurlinu verður skipt út Gæti tekið tvo til fimm ár að skipta út óæskilegu dekkjakurli af gervigrasvöllum í Reykjavík að mati formanns ÍTR. Óánægðir foreldrar héldu fund um málið í kvöld. 27. september 2015 23:15 Umboðsmaður barna lýsir yfir áhyggjum af dekkjakurli Mun funda með Umhverfisstofnun ig Reykjavíkurborg til að ræða þessi mál. 7. október 2015 12:09 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Ákveði Sveitarfélagið Árborg að skipta út svörtu gúmmíkurli á gervigrasvöllum sveitarfélagsins gæti það kostað á milli sextíu og sjötíu milljónir króna. Óttast er að gúmmíið geti verið krabbameinsvaldur þó þó það sé ekki sannað.Í sveitarfélaginu eru fimm gervigrasvellir, allir með gúmmíkorn úr möluðum bíldekkjum. Skiptar skoðanir eru um gúmmíið, sumir segja að það sé heilsuspillandi og geti jafnvel valdið krabbameini þó það sé alls ekki sannað en aðrir telja gúmmíið gott fyrir vellina og hafi engin heilsuspillandi áhrif. Menningar- og frístundafulltrúi Árborgar hefur kynnt sér málið og lesið nokkrar skýrslur um gúmmíið. „Þeir vilja meina að þetta svarta gúmmí sé ekki eins hættulegt og talað er um um og verða að treysta sínum framleiðanda. Það eru líka önnur efni komin, t.d. þetta grá afgangsgúmmí sem er ekki unnið úr dekkjakurli og svo þetta græna fína. Það sem hefur verið að stoppa sveitarfélögin sem eru með þessa velli er verðið því að græna er miklu, miklu dýrara og grá er svona þarna helmingi dýrara heldur en það svarta. Það hefur örugglega haft mikil áhrif á síðustu árum hvað menn hafa verið að kaupa í þetta,“ segir Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi í Árborg. Kostnaður við að skipta út svarta gúmmíinu stendur í bæjarfulltrúum og formanni íþrótta- og menningarnefndar. „Það gæti kostað sextíu, sjötíu milljónir króna að skipta á þeim öllum í einu en það kemur að þessum skiptum og þá munum við að sjálfsögðu gæta 150% öryggis gagnvart öryggi barna,“ segir Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi og formaður íþrótta- og menningarnefndar. Kjartan segir að efninu verði skipt út á völlunum í skrefum á næstu árum. „Við viljum bara vera 150% örugg um það að það séu engin krabbameinsvaldandi efni í þessu kurli,“ bætir Kjartan við.En hafa foreldrar þeirra sem æfa á völlunum verið að kvarta undan dekkjakurlinu?„Fólk er eðlilega mis frótt um þetta og hefur á áhyggjur þegar barnið kemur svart heim með svartan bolta og svart andlit, því eðlilega litar svarta gúmmíið þegar það hitnar. Það lítur ekkert vel út, þannig að fólk hefur auðvitað áhyggjur af þessu,“ segir Bragi.
Tengdar fréttir Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00 Borgin getur ekki sagt hvenær dekkjakurlinu verður skipt út Gæti tekið tvo til fimm ár að skipta út óæskilegu dekkjakurli af gervigrasvöllum í Reykjavík að mati formanns ÍTR. Óánægðir foreldrar héldu fund um málið í kvöld. 27. september 2015 23:15 Umboðsmaður barna lýsir yfir áhyggjum af dekkjakurli Mun funda með Umhverfisstofnun ig Reykjavíkurborg til að ræða þessi mál. 7. október 2015 12:09 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00
Borgin getur ekki sagt hvenær dekkjakurlinu verður skipt út Gæti tekið tvo til fimm ár að skipta út óæskilegu dekkjakurli af gervigrasvöllum í Reykjavík að mati formanns ÍTR. Óánægðir foreldrar héldu fund um málið í kvöld. 27. september 2015 23:15
Umboðsmaður barna lýsir yfir áhyggjum af dekkjakurli Mun funda með Umhverfisstofnun ig Reykjavíkurborg til að ræða þessi mál. 7. október 2015 12:09