Hafa verið öflug og dugleg í 40 ár Stefán Þór Hjartarson skrifar 21. maí 2016 12:00 Þórunn Björnsdóttir hefur stjórnað kórnum í 40 ár og sést hér með hópi af hressum kórkrökkum. Vísir/Aðsend „Við erum sem sagt að halda upp á 40 ára starfsafmæli kórsins. Við erum búin að vera mjög öflug og dugleg í 40 ár. Það koma þarna fram 300 krakkar. Það sem mun einkenna þessa tónleika er að við munum byggja þetta á mikilli sönggleði. Við erum með valinkunna hljóðfæraleikara og frábæra gesti með okkur – Emilíönu Torrini, Gissur Pál og Siggu Eyrúnu. Krakkarnir hafa verið að æfa mjög stíft,“ segir Þórunn Björnsdóttir kórstjóri sem mun stjórna kórnum á morgun ásamt Álfheiði Björgvinsdóttur. Skólakór Kársness hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi þessi 40 ár sem hann hefur verið starfandi og margir þekktir tónlistarmenn sem hafa stigið sín fyrstu spor innan kórsins. „Á efnisskránni verða lög sem hafa notið mikilla vinsælda í kórnum. Þetta eru lög sem hafa verið óskalög. Ég gerði óformlega könnun meðal fyrrverandi nemenda minna og efnisskráin byggist svolítið á því sem þau langar til að heyra, lög sem þau sungu inn í hjörtu landsmanna á sínum tíma. Drengjakórinn mun ráðast á karlakóraperlurnar eins og Hraustir menn og Brennið þið vitar. Stelpurnar með verða með mjög hressileg gospellög. Þetta verða allt hressileg sumarlög og bara skemmtilegt, bæði íslensk og erlend lög. Við ætlum að enda þetta með samsöng þar sem við munum meðal annars syngja Kópavogslagið og enda þetta með Maístjörnunni, sem hefur fylgt okkur lengi. Við hlökkum mikið til, það verður mikil upphefð fyrir þessa krakka að fá að koma fram í Hörpu. Það er einstakt fyrir svona grunnskólakór að leigja svona stórt og glæsilegt hús. Við erum svo mörg og eigum svo marga góða að, við getum gefið börnunum tækifæri til að koma fram í svona stóru og flottu húsi.“ Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 22. maí klukkan 1400. Miðaverð er frá 1.500 til 3.000 króna. Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Sjá meira
„Við erum sem sagt að halda upp á 40 ára starfsafmæli kórsins. Við erum búin að vera mjög öflug og dugleg í 40 ár. Það koma þarna fram 300 krakkar. Það sem mun einkenna þessa tónleika er að við munum byggja þetta á mikilli sönggleði. Við erum með valinkunna hljóðfæraleikara og frábæra gesti með okkur – Emilíönu Torrini, Gissur Pál og Siggu Eyrúnu. Krakkarnir hafa verið að æfa mjög stíft,“ segir Þórunn Björnsdóttir kórstjóri sem mun stjórna kórnum á morgun ásamt Álfheiði Björgvinsdóttur. Skólakór Kársness hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi þessi 40 ár sem hann hefur verið starfandi og margir þekktir tónlistarmenn sem hafa stigið sín fyrstu spor innan kórsins. „Á efnisskránni verða lög sem hafa notið mikilla vinsælda í kórnum. Þetta eru lög sem hafa verið óskalög. Ég gerði óformlega könnun meðal fyrrverandi nemenda minna og efnisskráin byggist svolítið á því sem þau langar til að heyra, lög sem þau sungu inn í hjörtu landsmanna á sínum tíma. Drengjakórinn mun ráðast á karlakóraperlurnar eins og Hraustir menn og Brennið þið vitar. Stelpurnar með verða með mjög hressileg gospellög. Þetta verða allt hressileg sumarlög og bara skemmtilegt, bæði íslensk og erlend lög. Við ætlum að enda þetta með samsöng þar sem við munum meðal annars syngja Kópavogslagið og enda þetta með Maístjörnunni, sem hefur fylgt okkur lengi. Við hlökkum mikið til, það verður mikil upphefð fyrir þessa krakka að fá að koma fram í Hörpu. Það er einstakt fyrir svona grunnskólakór að leigja svona stórt og glæsilegt hús. Við erum svo mörg og eigum svo marga góða að, við getum gefið börnunum tækifæri til að koma fram í svona stóru og flottu húsi.“ Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 22. maí klukkan 1400. Miðaverð er frá 1.500 til 3.000 króna.
Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Sjá meira