Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. maí 2016 18:00 Vinnumansalið sem lögreglan rannsakar átti sér stað á Hótel Adam en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Fleiri starfsmenn hótelsins hafa leitað til lögreglu undanfarna daga vegna gruns um að vera sjálfar fórnarlömb mansals. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Konan þurfti að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði henni að annars yrði hún handtekin en hún var vinnu nánast alla daga í mánuði og fékk fyrir þá vinnu greiddar tæpar 60 þúsund krónur í mánaðarlaun. Mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið en konan hefur lokið störfum á hótelinu.Sjá einnig fréttaskýringu:Blaðamaður Vísis gisti eina nótt á Hótel Adam Fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að umrætt sé Hótel Adam hér við Skólavörðustíg. Þegar leitað var eftir viðtali við eiganda þess fengust þær upplýsingar að hann væri staddur erlendis en væri væntanlegur eftir helgi. Félagið sem heldur utan um rekstur Hótels Adam á Skólavörðustíg heitir R. Guðmundsson ehf. en skráður eigandi félagsins er Ragnar Guðmundsson kaupsýslumaður og hótelstjóri. Ekki liggur fyrir hvort Ragnar sjálfur tengist málinu en hann er sem fyrr segir staddur erlendis. Fréttastofan hefur ekki upplýsingar um hvort eigandi hótelsins taki beinar ákvarðanir um rekstur hótelsins en hann einn er titlaður framkvæmdastjóri.Seldi vatn á kranaflöskuHótel Adam komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar greint var frá því að það hefði komið upp myndum og tilkynningum til gesta þar sem varað var við kranavatninu á hótelinu. Þess í stað var gestum bent á að drekka vatn úr sérmerktum flöskum sem seldar voru á hótelinu á 400 krónur. Seinna kom í ljós eftir athugun Matvælastofnunar að vatnið í flöskunum var einmitt kranavatn. Í kjölfarið framkvæmdi heilbrigðiseftirlitið athugun á hótelinu sem kom margvíslegum ábendingum til lögreglu. Meðal annars um að rekstraraðilinn hefði leyfi til að leigja út níu herbergi en nærri 20 hafi verið í útleigu. Innsiglaði lögreglan í kjölfarið níu herbergi á hótelinu. Þá hafa einnig verið fluttar fréttir af því að eigendur bjóði starfsmönnum sínum kjör sem eru langt undir lágmarkslaunum.Fleiri hafa leitað til lögregluSamkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa fleiri starfsmenn hótelsins af báðum kynum leitað til lögreglu. Þá hefur Vinnueftirlitið einnig verið með til skoðunar að grípa til aðgerða vegna fyrrgreindra mála. Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30 Haldið nauðugri í starfi á hóteli Kona var þvinguð til að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði því að hún yrði handtekin. 20. maí 2016 18:45 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Vinnumansalið sem lögreglan rannsakar átti sér stað á Hótel Adam en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Fleiri starfsmenn hótelsins hafa leitað til lögreglu undanfarna daga vegna gruns um að vera sjálfar fórnarlömb mansals. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Konan þurfti að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði henni að annars yrði hún handtekin en hún var vinnu nánast alla daga í mánuði og fékk fyrir þá vinnu greiddar tæpar 60 þúsund krónur í mánaðarlaun. Mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið en konan hefur lokið störfum á hótelinu.Sjá einnig fréttaskýringu:Blaðamaður Vísis gisti eina nótt á Hótel Adam Fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að umrætt sé Hótel Adam hér við Skólavörðustíg. Þegar leitað var eftir viðtali við eiganda þess fengust þær upplýsingar að hann væri staddur erlendis en væri væntanlegur eftir helgi. Félagið sem heldur utan um rekstur Hótels Adam á Skólavörðustíg heitir R. Guðmundsson ehf. en skráður eigandi félagsins er Ragnar Guðmundsson kaupsýslumaður og hótelstjóri. Ekki liggur fyrir hvort Ragnar sjálfur tengist málinu en hann er sem fyrr segir staddur erlendis. Fréttastofan hefur ekki upplýsingar um hvort eigandi hótelsins taki beinar ákvarðanir um rekstur hótelsins en hann einn er titlaður framkvæmdastjóri.Seldi vatn á kranaflöskuHótel Adam komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar greint var frá því að það hefði komið upp myndum og tilkynningum til gesta þar sem varað var við kranavatninu á hótelinu. Þess í stað var gestum bent á að drekka vatn úr sérmerktum flöskum sem seldar voru á hótelinu á 400 krónur. Seinna kom í ljós eftir athugun Matvælastofnunar að vatnið í flöskunum var einmitt kranavatn. Í kjölfarið framkvæmdi heilbrigðiseftirlitið athugun á hótelinu sem kom margvíslegum ábendingum til lögreglu. Meðal annars um að rekstraraðilinn hefði leyfi til að leigja út níu herbergi en nærri 20 hafi verið í útleigu. Innsiglaði lögreglan í kjölfarið níu herbergi á hótelinu. Þá hafa einnig verið fluttar fréttir af því að eigendur bjóði starfsmönnum sínum kjör sem eru langt undir lágmarkslaunum.Fleiri hafa leitað til lögregluSamkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa fleiri starfsmenn hótelsins af báðum kynum leitað til lögreglu. Þá hefur Vinnueftirlitið einnig verið með til skoðunar að grípa til aðgerða vegna fyrrgreindra mála.
Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30 Haldið nauðugri í starfi á hóteli Kona var þvinguð til að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði því að hún yrði handtekin. 20. maí 2016 18:45 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54
Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30
Haldið nauðugri í starfi á hóteli Kona var þvinguð til að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði því að hún yrði handtekin. 20. maí 2016 18:45