Verðtryggingin ekki afnumin á þessu þingi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. apríl 2016 18:30 Þingmálalisti nýrrar ríkisstjórnar liggur enn ekki fyrir tíu dögum eftir að hún tók við og óvíst er hvenær hann verður tilbúinn. Forsætisráðherra segir að verðtryggingin verði ekki afnumin á þessu þingi. Tæpar tvær vikur er síðan að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar tók til starfa. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að þingmálalisti ríkisstjórnarinnar verði lagður fram svo ljóst sé hvaða mál hún ætli að klára á þessu þingi. Sigurður Ingi segir listann enn ekki ekki liggja fyrir. Stefnan sé tekin á að reyna að klára fjölmörg mál á þeim átján þingfundardögum sem eftir eru á þessu þingi. „Húsnæðismálin hafa auðvitað verið í miklum forgangi og málin er snerta afnám hafta og slík tengd mál og svo eru önnur mál sem eru nú komin á ágætan skrið í þinginu. Við munum væntanlega eiga samtal fljótlega eftir helgina við forseta þingsins og vonandi líka stjórnarandstöðuna um framhaldið. Ég held eitt af því sem að sé nokkuð augljóst að þurfi að gera það er að fara yfir starfsáætlun þingsins,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi ræddi málið í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að það stæði ekki til að afnema verðtrygginguna á þessu þingi þar sem of mikil andstæða væri við málið innan annarra flokka. Sigurður Ingi er enn ekki tilbúinn að verða við kröfum stjórnarandstöðunnar um að setja dagsetningu á kosningarnar í haust. „Það er auðvitað eins og við höfum áður sagt í samspili við það hvernig þessi mál ganga fram og ég vænti þess að við getum átt áframhaldandi gott samstarf um það meðal annars við stjórnarandstöðuna,“ segir Sigurður Ingi. Landsstjórn Framsóknarflokksins ákvað í gær að boða til miðstjórnarfundar í vor. Þar skýrist hvort flokksþingi og þar með forystukjöri verði flýtt. Sjálfur segist hann ekki hafa íhugað að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins. Tengdar fréttir Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þingmálalisti nýrrar ríkisstjórnar liggur enn ekki fyrir tíu dögum eftir að hún tók við og óvíst er hvenær hann verður tilbúinn. Forsætisráðherra segir að verðtryggingin verði ekki afnumin á þessu þingi. Tæpar tvær vikur er síðan að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar tók til starfa. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að þingmálalisti ríkisstjórnarinnar verði lagður fram svo ljóst sé hvaða mál hún ætli að klára á þessu þingi. Sigurður Ingi segir listann enn ekki ekki liggja fyrir. Stefnan sé tekin á að reyna að klára fjölmörg mál á þeim átján þingfundardögum sem eftir eru á þessu þingi. „Húsnæðismálin hafa auðvitað verið í miklum forgangi og málin er snerta afnám hafta og slík tengd mál og svo eru önnur mál sem eru nú komin á ágætan skrið í þinginu. Við munum væntanlega eiga samtal fljótlega eftir helgina við forseta þingsins og vonandi líka stjórnarandstöðuna um framhaldið. Ég held eitt af því sem að sé nokkuð augljóst að þurfi að gera það er að fara yfir starfsáætlun þingsins,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi ræddi málið í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að það stæði ekki til að afnema verðtrygginguna á þessu þingi þar sem of mikil andstæða væri við málið innan annarra flokka. Sigurður Ingi er enn ekki tilbúinn að verða við kröfum stjórnarandstöðunnar um að setja dagsetningu á kosningarnar í haust. „Það er auðvitað eins og við höfum áður sagt í samspili við það hvernig þessi mál ganga fram og ég vænti þess að við getum átt áframhaldandi gott samstarf um það meðal annars við stjórnarandstöðuna,“ segir Sigurður Ingi. Landsstjórn Framsóknarflokksins ákvað í gær að boða til miðstjórnarfundar í vor. Þar skýrist hvort flokksþingi og þar með forystukjöri verði flýtt. Sjálfur segist hann ekki hafa íhugað að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins.
Tengdar fréttir Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59