Stjörnuspá Siggu Kling – Sporðdreki: Það er ekki allt ríkisstjórninni að kenna! 2. september 2016 09:00 Elsku sjóðheiti Sporðdrekinn minn. Það verða aldeilis dásemdar fréttir sem þú færð þegar þú svífur inn í næstu mánuði! Það eina sem þú mátt ekki gera er að vorkenna þér fyrir þetta eða hitt. Í hvert skipti sem þú sendir frá þér þannig orku og ferð að tala um hvað allt er ómögulegt, þá missir þú máttinn þinn. Snarhættu að tala um það sem þú vilt ekki í lífi þínu, hvort sem það er hjá þér eða einhverjum öðrum og farðu að tala um hvernig þú vilt hafa líf þitt og hvaða orka gerir þig hamingjusaman. Um leið og þú gerir þetta þá verður tengingin við alheiminn miklu betri og þú færð þær gjafir sem þú átt skilið frá honum. Þú munt skilja að hamingjan býr í huga þínum. Og það er alveg sama hvort þú átt mikið eða lítið, það kemur hamingjunni ekki við. Þetta er ekkert allt saman ríkisstjórninni að kenna! Það er ekki vandamálið sem drepur þig heldur afstaða þín til þess, mundu það, Sporðdrekinn minn! Þú ert leikstjórinn eigin lífs. Þú ert að fara inn í svo spennandi tíma það mætti halda að Margit Sandemosem skrifaði Ísfólkið væri að skrifa handritið að lífi þínu því hver blaðsíða kemur meira á óvart en þú varst búinn að ímynda þér. Þetta haust færir þér svo sannarlega betri og kraftmeiri orku frá himintunglunum heldur en síðasta haust. Þú þarft að skoða hvernig hlutirnir voru til að sjá svart á hvítu hversu miklu betri þeir eru í dag. Ástin liggur eitthvað svolítið í leynum fyrir þá sem eru á lausu og þú sérð ekki alveg hvað er rétt og hvað er rangt. Leyfðu ástinni bara að gerast, ekki berjast á móti og synda á móti straumnum. Það er kominn tími til þess að einhver heilli þig upp úr skónum og beina leið úr buxunum. Eða að minnsta kosti ef allt gengur vel! Þú þarft að skerpa sjálfstraustið og sjá hvað þú ert með mikið sexappíl. Það skiptir ekki máli hvort þú ert 40 kg eða 140 kg, því mundu að kynþokkafyllsti maður landsins sem var kosinn af Séð og heyrt um daginn var að sjálfsögðu Ólafur Darri. Kynþokki kemur innan frá og ef einhver er kynþokkafullur, þá ert það þú! Þegar þú lætur þig skína, þá sjá þeir sem eru þín verðugir ljósið sem stafar frá þér. Ástin er í loftinu! Knús og klapp, þín Sigga KlingFrægir Sporðdrekar: Birkir Már Sævarsson landsliðsmaður, Dísa í World Class, Helga Braga Jónsdóttir leikkona, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Scarlett Johansson leikkona, Whoopie Goldberg leikkona, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sjónvarpskona, Emmsjé Gauti rappari.Sigga Kling verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi klukkan 13:00 í dag og geta lesendur sent inn spurningar í athugasemdarkerfinu hér að neðan. Hægt verður að spyrja Siggu um allt á milli himins og jarðar. Einnig má senda inn spurningar á stefanp@365.is. Stjörnuspá Siggu Kling Tengdar fréttir Septemberspá Siggu Kling – Meyja: Daðraðu eins og þú eigir lífið að leysa! Elsku hjartans Meyjan mín. Það eru aldeilis margir hlutir að fara að hreyfast í kringum þig. Þú átt eftir að þurfa að vera dálítið á tánum núna á næstunni. 2. september 2016 09:00 Septemberspá Siggu Kling – Vog: Hættu að reyna að láta öllum líða vel Elsku hjartans Vogin mín. Þú ert að fara inn í tímabil upprisu núna. Þú ert hálfkvíðin þegar sumrinu er að ljúka því þú hefur áhyggjur af því að þú sért ekki búin að gera nóg. 2. september 2016 09:00 Septemberspá Siggu Kling – Ljón: Krafturinn eykst í kringum þig Það fer að ganga betur í fjármálum þegar það haustar og þú sérð að allt reddast. 2. september 2016 09:00 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Elsku sjóðheiti Sporðdrekinn minn. Það verða aldeilis dásemdar fréttir sem þú færð þegar þú svífur inn í næstu mánuði! Það eina sem þú mátt ekki gera er að vorkenna þér fyrir þetta eða hitt. Í hvert skipti sem þú sendir frá þér þannig orku og ferð að tala um hvað allt er ómögulegt, þá missir þú máttinn þinn. Snarhættu að tala um það sem þú vilt ekki í lífi þínu, hvort sem það er hjá þér eða einhverjum öðrum og farðu að tala um hvernig þú vilt hafa líf þitt og hvaða orka gerir þig hamingjusaman. Um leið og þú gerir þetta þá verður tengingin við alheiminn miklu betri og þú færð þær gjafir sem þú átt skilið frá honum. Þú munt skilja að hamingjan býr í huga þínum. Og það er alveg sama hvort þú átt mikið eða lítið, það kemur hamingjunni ekki við. Þetta er ekkert allt saman ríkisstjórninni að kenna! Það er ekki vandamálið sem drepur þig heldur afstaða þín til þess, mundu það, Sporðdrekinn minn! Þú ert leikstjórinn eigin lífs. Þú ert að fara inn í svo spennandi tíma það mætti halda að Margit Sandemosem skrifaði Ísfólkið væri að skrifa handritið að lífi þínu því hver blaðsíða kemur meira á óvart en þú varst búinn að ímynda þér. Þetta haust færir þér svo sannarlega betri og kraftmeiri orku frá himintunglunum heldur en síðasta haust. Þú þarft að skoða hvernig hlutirnir voru til að sjá svart á hvítu hversu miklu betri þeir eru í dag. Ástin liggur eitthvað svolítið í leynum fyrir þá sem eru á lausu og þú sérð ekki alveg hvað er rétt og hvað er rangt. Leyfðu ástinni bara að gerast, ekki berjast á móti og synda á móti straumnum. Það er kominn tími til þess að einhver heilli þig upp úr skónum og beina leið úr buxunum. Eða að minnsta kosti ef allt gengur vel! Þú þarft að skerpa sjálfstraustið og sjá hvað þú ert með mikið sexappíl. Það skiptir ekki máli hvort þú ert 40 kg eða 140 kg, því mundu að kynþokkafyllsti maður landsins sem var kosinn af Séð og heyrt um daginn var að sjálfsögðu Ólafur Darri. Kynþokki kemur innan frá og ef einhver er kynþokkafullur, þá ert það þú! Þegar þú lætur þig skína, þá sjá þeir sem eru þín verðugir ljósið sem stafar frá þér. Ástin er í loftinu! Knús og klapp, þín Sigga KlingFrægir Sporðdrekar: Birkir Már Sævarsson landsliðsmaður, Dísa í World Class, Helga Braga Jónsdóttir leikkona, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Scarlett Johansson leikkona, Whoopie Goldberg leikkona, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sjónvarpskona, Emmsjé Gauti rappari.Sigga Kling verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi klukkan 13:00 í dag og geta lesendur sent inn spurningar í athugasemdarkerfinu hér að neðan. Hægt verður að spyrja Siggu um allt á milli himins og jarðar. Einnig má senda inn spurningar á stefanp@365.is.
Stjörnuspá Siggu Kling Tengdar fréttir Septemberspá Siggu Kling – Meyja: Daðraðu eins og þú eigir lífið að leysa! Elsku hjartans Meyjan mín. Það eru aldeilis margir hlutir að fara að hreyfast í kringum þig. Þú átt eftir að þurfa að vera dálítið á tánum núna á næstunni. 2. september 2016 09:00 Septemberspá Siggu Kling – Vog: Hættu að reyna að láta öllum líða vel Elsku hjartans Vogin mín. Þú ert að fara inn í tímabil upprisu núna. Þú ert hálfkvíðin þegar sumrinu er að ljúka því þú hefur áhyggjur af því að þú sért ekki búin að gera nóg. 2. september 2016 09:00 Septemberspá Siggu Kling – Ljón: Krafturinn eykst í kringum þig Það fer að ganga betur í fjármálum þegar það haustar og þú sérð að allt reddast. 2. september 2016 09:00 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Septemberspá Siggu Kling – Meyja: Daðraðu eins og þú eigir lífið að leysa! Elsku hjartans Meyjan mín. Það eru aldeilis margir hlutir að fara að hreyfast í kringum þig. Þú átt eftir að þurfa að vera dálítið á tánum núna á næstunni. 2. september 2016 09:00
Septemberspá Siggu Kling – Vog: Hættu að reyna að láta öllum líða vel Elsku hjartans Vogin mín. Þú ert að fara inn í tímabil upprisu núna. Þú ert hálfkvíðin þegar sumrinu er að ljúka því þú hefur áhyggjur af því að þú sért ekki búin að gera nóg. 2. september 2016 09:00
Septemberspá Siggu Kling – Ljón: Krafturinn eykst í kringum þig Það fer að ganga betur í fjármálum þegar það haustar og þú sérð að allt reddast. 2. september 2016 09:00