Septemberspá Siggu Kling – Ljón: Krafturinn eykst í kringum þig 2. september 2016 09:00 Elsku hjartans fallega Ljónið mitt. Þú ert á sterku og miklu tímabili sem hófst í júlí og endar í október. Núna er tími til að taka ákvörðun og breyta um lífsstíl til að þér líði enn betur. Þú ert bæði áræðið og hugsandi og þarft að vera í góðri tengingu við fólkið í kringum þig og taka eftir ráðleggingum sem þú færð frá því. Stundum sérðu ekki alltaf hver rétta lausnin er og þess vegna þarftu að leita ráða og það er sko alls ekki neitt að því. Þú þarft að vera hugað í sambandi við starfið þitt, skólann eða hvað svo sem þú ert að gera og segðu fólkinu sem ræður skýrt og skorinort hvernig þú vilt hafa þetta. Það mun nefnilega ekkert breytast nema þú hafir frumkvæðið. Það er ekki nóg að hafa lært hitt og þetta og komist sæmilega áfram. Þetta er ekki spurning um hvað þú getur heldur hvað þú gerir. Það munu opnast fyrir þér nýir möguleikar og þú þarft að vera fljótt að hugsa því annars missir þú af því sem þig langar að gera. Ef það er búið að vera eitthvert erfiði og myrkur í kringum þig, þá er það áskorun til þess að fá þig til þess að breyta til. Þú hugsar oft of mikið án þess að framkvæma og það veldur ákveðinni stöðnun. Þótt þú sért svo sannarlega hæfileikaríkt og tilbúið, þá skaltu varast að draga þig niður með orðum og detta í þunglyndi. Krafturinn í kringum þig er að aukast og þú getur náð í stjörnurnar ef þú teygir þig bara nógu langt! Lífspartíið þitt næstu mánuði verður miklu skemmtilegra en þú bjóst við. Þú verður líka að vita það að þó að þú haldir að það hafi verið mikil mistök í gangi hjá þér, þá er það ekki þannig. Því þú munt sjá eftir svolítinn tíma að allt er eins og það á að vera. Sumir hlutir þurfa bara sinn tíma. Mestu mistökin sem maður gerir í lífinu er að vera alltaf stressaður yfir því að það gera mistök eða að eitthvað klúðrist. Ekki pæla í því. Haltu bara áfram og hugrekkið mun hjálpa þér á áfangastaðinn sem þú þarft að komast á. Það fer að ganga betur í fjármálum þegar það haustar og þú sérð að allt reddast. Ef þú skoðar bara síðasta ár þá hefur alltaf allt reddast og þú hefðir getað sleppt því að vera að eyða tíma og orku í einhvern kvíða. Hann gerir ekki neitt fyrir neinn. Þetta er góður tími til þess að spá í ástinni. Þú þarft að hafa frumkvæðið því eins og þú manst, þá ert þú með kraftinn og orkuna með þér í liði næsta mánuð að minnsta kosti! Í kringum ástina þarf þér að líða vel, þú þarft að slaka á því ef þú ert of stressað þá ertu ekki þú sjálft. Ástin er eins og vináttan, þú veist um leið hvaða vinur hentar þér og þú smellur með. Að sama skapi munt þú sjá hvaða ást hentar þér, það er sú ást sem lætur þér líða vel og þér finnst þú öruggt. Það er einhver réttur kraftur sem er yfir þessu tímabili hjá þér, elsku Ljón! Lífið er yndislegt, skoðaðu það bara betur. Knús og klapp á bakið, þín Sigga KlingFræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari Agent Fresco.Sigga Kling verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi klukkan 13:00 í dag og geta lesendur sent inn spurningar í athugasemdarkerfinu hér að neðan. Hægt verður að spyrja Siggu um allt á milli himins og jarðar. Einnig má senda inn spurningar á stefanp@365.is. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Elsku hjartans fallega Ljónið mitt. Þú ert á sterku og miklu tímabili sem hófst í júlí og endar í október. Núna er tími til að taka ákvörðun og breyta um lífsstíl til að þér líði enn betur. Þú ert bæði áræðið og hugsandi og þarft að vera í góðri tengingu við fólkið í kringum þig og taka eftir ráðleggingum sem þú færð frá því. Stundum sérðu ekki alltaf hver rétta lausnin er og þess vegna þarftu að leita ráða og það er sko alls ekki neitt að því. Þú þarft að vera hugað í sambandi við starfið þitt, skólann eða hvað svo sem þú ert að gera og segðu fólkinu sem ræður skýrt og skorinort hvernig þú vilt hafa þetta. Það mun nefnilega ekkert breytast nema þú hafir frumkvæðið. Það er ekki nóg að hafa lært hitt og þetta og komist sæmilega áfram. Þetta er ekki spurning um hvað þú getur heldur hvað þú gerir. Það munu opnast fyrir þér nýir möguleikar og þú þarft að vera fljótt að hugsa því annars missir þú af því sem þig langar að gera. Ef það er búið að vera eitthvert erfiði og myrkur í kringum þig, þá er það áskorun til þess að fá þig til þess að breyta til. Þú hugsar oft of mikið án þess að framkvæma og það veldur ákveðinni stöðnun. Þótt þú sért svo sannarlega hæfileikaríkt og tilbúið, þá skaltu varast að draga þig niður með orðum og detta í þunglyndi. Krafturinn í kringum þig er að aukast og þú getur náð í stjörnurnar ef þú teygir þig bara nógu langt! Lífspartíið þitt næstu mánuði verður miklu skemmtilegra en þú bjóst við. Þú verður líka að vita það að þó að þú haldir að það hafi verið mikil mistök í gangi hjá þér, þá er það ekki þannig. Því þú munt sjá eftir svolítinn tíma að allt er eins og það á að vera. Sumir hlutir þurfa bara sinn tíma. Mestu mistökin sem maður gerir í lífinu er að vera alltaf stressaður yfir því að það gera mistök eða að eitthvað klúðrist. Ekki pæla í því. Haltu bara áfram og hugrekkið mun hjálpa þér á áfangastaðinn sem þú þarft að komast á. Það fer að ganga betur í fjármálum þegar það haustar og þú sérð að allt reddast. Ef þú skoðar bara síðasta ár þá hefur alltaf allt reddast og þú hefðir getað sleppt því að vera að eyða tíma og orku í einhvern kvíða. Hann gerir ekki neitt fyrir neinn. Þetta er góður tími til þess að spá í ástinni. Þú þarft að hafa frumkvæðið því eins og þú manst, þá ert þú með kraftinn og orkuna með þér í liði næsta mánuð að minnsta kosti! Í kringum ástina þarf þér að líða vel, þú þarft að slaka á því ef þú ert of stressað þá ertu ekki þú sjálft. Ástin er eins og vináttan, þú veist um leið hvaða vinur hentar þér og þú smellur með. Að sama skapi munt þú sjá hvaða ást hentar þér, það er sú ást sem lætur þér líða vel og þér finnst þú öruggt. Það er einhver réttur kraftur sem er yfir þessu tímabili hjá þér, elsku Ljón! Lífið er yndislegt, skoðaðu það bara betur. Knús og klapp á bakið, þín Sigga KlingFræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari Agent Fresco.Sigga Kling verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi klukkan 13:00 í dag og geta lesendur sent inn spurningar í athugasemdarkerfinu hér að neðan. Hægt verður að spyrja Siggu um allt á milli himins og jarðar. Einnig má senda inn spurningar á stefanp@365.is.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira