Fleiri misnota kennitölur til að svíkja út lyf Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. september 2016 19:00 Ólafur B. Einarsson Færst hefur í aukana að einstaklingar nýti kennitölur annarra í þeim tilgangi að svíkja út lyf. Embætti landlæknis lítur málið alvarlegum augum. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis segir embættið sjá fleiri tilfelli kennitölusvika í dag en áður. Um þrjátíu tilfelli hafa verið til skoðunar hjá embættinu. „Við höfum fengið um það bil þrjátíu tilvik þar sem kennitölur fólks hafa verið notaðar til að ná út lyfjum,“ segir Ólafur. Hann segir embættið fá ábendingar um slík mál bæði frá einstaklingum og frá apótekum. Kennitölusvik virki þannig að einstaklingar fari til læknis, þykist vera aðrir og fái lyfjum ávísað í nafni annarra. Hann segir ýmsar leiðir vera farnir til að svíkja út lyf. „Við höfum upplýsingar um að það hafi gerst inn á Facebook síðum á vefum hjá hópi fólks sem þjáist af sama sjúkdóm sem er að tjá sig um það hjá hvaða læknum það er. Í framhaldinu gerist svo þetta.“ Embættið lítur málið alvarlegum augum og reynir að bregðast við eftir fremsta megni. „Við höfum reynt að bregðast við þessu og líka Lyfjastofnun sem hefur sent tilkynningar á öll apótek um hvað sé í gangi og sagt þeim að vera á varðbergi þegar fólk er að reyna ná í ávanabindandi lyf.“ Þá hefur embættið einnig sent tilkynningar til allra lækna í von um að koma í veg fyrir kennitölusvik. Hann telur að embættið komist á snoðir um kennitölusvik í auknu mæli vegna lyfjagagnagrunns en það var í fyrra sem hann varð aðgengilegur öllum læknum. Einnig sé búið að sameina sjúkraskrár milli starfsstöðva lækna í heilsugæslunni. Ólafur segir að þeir sem sviknir séu verði að bregðast við með því að leita til lögreglu. Hann útskýrir að hann geti ekki séð að það séu sérstakir læknar sem lendi í kennitölusvikum. Hins vegar sé meira um það að ákveðnir læknar lendi í svokölluðu lyfjarápi. „Það er eins og einstaklingar finni það út hvaða læknar það eru sem nota ekki grunninn og leita þá sérstaklega til þeirra,“ segir Ólafur. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Færst hefur í aukana að einstaklingar nýti kennitölur annarra í þeim tilgangi að svíkja út lyf. Embætti landlæknis lítur málið alvarlegum augum. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis segir embættið sjá fleiri tilfelli kennitölusvika í dag en áður. Um þrjátíu tilfelli hafa verið til skoðunar hjá embættinu. „Við höfum fengið um það bil þrjátíu tilvik þar sem kennitölur fólks hafa verið notaðar til að ná út lyfjum,“ segir Ólafur. Hann segir embættið fá ábendingar um slík mál bæði frá einstaklingum og frá apótekum. Kennitölusvik virki þannig að einstaklingar fari til læknis, þykist vera aðrir og fái lyfjum ávísað í nafni annarra. Hann segir ýmsar leiðir vera farnir til að svíkja út lyf. „Við höfum upplýsingar um að það hafi gerst inn á Facebook síðum á vefum hjá hópi fólks sem þjáist af sama sjúkdóm sem er að tjá sig um það hjá hvaða læknum það er. Í framhaldinu gerist svo þetta.“ Embættið lítur málið alvarlegum augum og reynir að bregðast við eftir fremsta megni. „Við höfum reynt að bregðast við þessu og líka Lyfjastofnun sem hefur sent tilkynningar á öll apótek um hvað sé í gangi og sagt þeim að vera á varðbergi þegar fólk er að reyna ná í ávanabindandi lyf.“ Þá hefur embættið einnig sent tilkynningar til allra lækna í von um að koma í veg fyrir kennitölusvik. Hann telur að embættið komist á snoðir um kennitölusvik í auknu mæli vegna lyfjagagnagrunns en það var í fyrra sem hann varð aðgengilegur öllum læknum. Einnig sé búið að sameina sjúkraskrár milli starfsstöðva lækna í heilsugæslunni. Ólafur segir að þeir sem sviknir séu verði að bregðast við með því að leita til lögreglu. Hann útskýrir að hann geti ekki séð að það séu sérstakir læknar sem lendi í kennitölusvikum. Hins vegar sé meira um það að ákveðnir læknar lendi í svokölluðu lyfjarápi. „Það er eins og einstaklingar finni það út hvaða læknar það eru sem nota ekki grunninn og leita þá sérstaklega til þeirra,“ segir Ólafur.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira