Egill segist hafa orðið fyrir fitufordómum Arnars Páls Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2016 23:41 Egill hefur nú stigið fram, eftir að Arnar Páll sagði Sigurð Inga feitan, og upplýst að sjálfur hafi hann orðið fyrir fitufordómum af hálfu Arnars Páls. Egill Helgason sjónvarpsmaður segist hafa orðið fyrir fitufordómum frá Arnari Páli Haukssyni útvarpsmanni í mötuneyti Ríkissjónvarpsins við Efstaleiti. Mikil umræða geisar nú á Facebook-síðu Vigdísar Hauksdóttur alþingismanns eftir að greint var frá því að Arnar Páll hafi spurt, þannig að náðist á upptöku, hvar þau ættu að koma „þeim feita fyrir", í pallborðsumræðum sem útvarpað var. Vísir hefur greint frá málinu hér. Egill blandar sér í umræðuna og upplýsir að sjálfur hafi hann orðið fórnarlamb meintra fitufordóma Arnars Páls. Egill geldur varhug við alhæfingum um að allir starfsmenn RÚV hatist við Framsóknarflokkinn, líkt og Vigdís heldur fram. Eða með orðum Egils sjálfs, sem hann lætur falla í athugasemdakerfi Vigdísar á Facebokk: „Eigum við kannski að segja aðeins minna um að þetta séu "starfsmenn Rúv". Það eru líka til feitir Rúvarar. Og ég skal segja eins og er, ég varð fyrir fitufordómum frá Arnari Páli í mötuneytinu um daginn."Egill tekur upp hanskann fyrir samstarfsmenn á RÚVÓhætt er að segja að Framsóknarmenn og aðrir vinir Vigdísar séu ósáttir við ummæli Arnars Páls fyrr í dag og gefa lítið fyrir afsökunarbeiðnina. Ummælin lýsi viðhorfi fólks í Efstaleiti til Framsóknarmanna sem hafa undanfarin misseri kvartað undan því sem þau kalla aðför að flokknum. Nærtækasta dæmið mun vera samstarf Kastljóss við Reykjavík Media og sænska ríkissjónvarpið og Wintris-viðtalið fræga sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Agli finnst lítið til þessara skoðana koma og svarar hraustlega.„Þessar alhæfingar um starfsmenn Rúv eru vægast sagt ósmekklegar og makalaust hvað fólk leyfir sér að taka stórt upp í sig - alhæfa,“ segir Egill. „Nú er til dæmis fjöldi starfsmanna Rúv að senda út frábæra tónleika í Hörpu, í gær vorum við að senda út þátt um byggingarsögu, á sunnudaginn er það ný röð af Orðbragði, svo nokkuð sé nefnt, Kastljós var í vikunni með umfjöllun um ofurbónusa og hræðileg læknamistök sem var reynt að dylja. Allt er þetta fólk að sinna starfi sínu að samviskusemi og eftir bestu getu.“ Tengdar fréttir Fréttamaður bað forsætisráðherra afsökunar á að hafa kallað hann feitan: „Þetta voru hrapaleg mistök“ Fréttamaðurinn lét þessi orð falla áður en pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga hófust á Fundi fólksins í dag. 2. september 2016 20:52 Vigdís um fréttamann RÚV: „Hér duga engar afsökunarbeiðnir“ Þingmaðurinn býst við að stjórn Ríkisútvarpsins taki upp ummæli fréttamanns frá pallborðsumræðum í dag. 2. september 2016 22:04 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira
Egill Helgason sjónvarpsmaður segist hafa orðið fyrir fitufordómum frá Arnari Páli Haukssyni útvarpsmanni í mötuneyti Ríkissjónvarpsins við Efstaleiti. Mikil umræða geisar nú á Facebook-síðu Vigdísar Hauksdóttur alþingismanns eftir að greint var frá því að Arnar Páll hafi spurt, þannig að náðist á upptöku, hvar þau ættu að koma „þeim feita fyrir", í pallborðsumræðum sem útvarpað var. Vísir hefur greint frá málinu hér. Egill blandar sér í umræðuna og upplýsir að sjálfur hafi hann orðið fórnarlamb meintra fitufordóma Arnars Páls. Egill geldur varhug við alhæfingum um að allir starfsmenn RÚV hatist við Framsóknarflokkinn, líkt og Vigdís heldur fram. Eða með orðum Egils sjálfs, sem hann lætur falla í athugasemdakerfi Vigdísar á Facebokk: „Eigum við kannski að segja aðeins minna um að þetta séu "starfsmenn Rúv". Það eru líka til feitir Rúvarar. Og ég skal segja eins og er, ég varð fyrir fitufordómum frá Arnari Páli í mötuneytinu um daginn."Egill tekur upp hanskann fyrir samstarfsmenn á RÚVÓhætt er að segja að Framsóknarmenn og aðrir vinir Vigdísar séu ósáttir við ummæli Arnars Páls fyrr í dag og gefa lítið fyrir afsökunarbeiðnina. Ummælin lýsi viðhorfi fólks í Efstaleiti til Framsóknarmanna sem hafa undanfarin misseri kvartað undan því sem þau kalla aðför að flokknum. Nærtækasta dæmið mun vera samstarf Kastljóss við Reykjavík Media og sænska ríkissjónvarpið og Wintris-viðtalið fræga sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Agli finnst lítið til þessara skoðana koma og svarar hraustlega.„Þessar alhæfingar um starfsmenn Rúv eru vægast sagt ósmekklegar og makalaust hvað fólk leyfir sér að taka stórt upp í sig - alhæfa,“ segir Egill. „Nú er til dæmis fjöldi starfsmanna Rúv að senda út frábæra tónleika í Hörpu, í gær vorum við að senda út þátt um byggingarsögu, á sunnudaginn er það ný röð af Orðbragði, svo nokkuð sé nefnt, Kastljós var í vikunni með umfjöllun um ofurbónusa og hræðileg læknamistök sem var reynt að dylja. Allt er þetta fólk að sinna starfi sínu að samviskusemi og eftir bestu getu.“
Tengdar fréttir Fréttamaður bað forsætisráðherra afsökunar á að hafa kallað hann feitan: „Þetta voru hrapaleg mistök“ Fréttamaðurinn lét þessi orð falla áður en pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga hófust á Fundi fólksins í dag. 2. september 2016 20:52 Vigdís um fréttamann RÚV: „Hér duga engar afsökunarbeiðnir“ Þingmaðurinn býst við að stjórn Ríkisútvarpsins taki upp ummæli fréttamanns frá pallborðsumræðum í dag. 2. september 2016 22:04 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira
Fréttamaður bað forsætisráðherra afsökunar á að hafa kallað hann feitan: „Þetta voru hrapaleg mistök“ Fréttamaðurinn lét þessi orð falla áður en pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga hófust á Fundi fólksins í dag. 2. september 2016 20:52
Vigdís um fréttamann RÚV: „Hér duga engar afsökunarbeiðnir“ Þingmaðurinn býst við að stjórn Ríkisútvarpsins taki upp ummæli fréttamanns frá pallborðsumræðum í dag. 2. september 2016 22:04