Egill segist hafa orðið fyrir fitufordómum Arnars Páls Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2016 23:41 Egill hefur nú stigið fram, eftir að Arnar Páll sagði Sigurð Inga feitan, og upplýst að sjálfur hafi hann orðið fyrir fitufordómum af hálfu Arnars Páls. Egill Helgason sjónvarpsmaður segist hafa orðið fyrir fitufordómum frá Arnari Páli Haukssyni útvarpsmanni í mötuneyti Ríkissjónvarpsins við Efstaleiti. Mikil umræða geisar nú á Facebook-síðu Vigdísar Hauksdóttur alþingismanns eftir að greint var frá því að Arnar Páll hafi spurt, þannig að náðist á upptöku, hvar þau ættu að koma „þeim feita fyrir", í pallborðsumræðum sem útvarpað var. Vísir hefur greint frá málinu hér. Egill blandar sér í umræðuna og upplýsir að sjálfur hafi hann orðið fórnarlamb meintra fitufordóma Arnars Páls. Egill geldur varhug við alhæfingum um að allir starfsmenn RÚV hatist við Framsóknarflokkinn, líkt og Vigdís heldur fram. Eða með orðum Egils sjálfs, sem hann lætur falla í athugasemdakerfi Vigdísar á Facebokk: „Eigum við kannski að segja aðeins minna um að þetta séu "starfsmenn Rúv". Það eru líka til feitir Rúvarar. Og ég skal segja eins og er, ég varð fyrir fitufordómum frá Arnari Páli í mötuneytinu um daginn."Egill tekur upp hanskann fyrir samstarfsmenn á RÚVÓhætt er að segja að Framsóknarmenn og aðrir vinir Vigdísar séu ósáttir við ummæli Arnars Páls fyrr í dag og gefa lítið fyrir afsökunarbeiðnina. Ummælin lýsi viðhorfi fólks í Efstaleiti til Framsóknarmanna sem hafa undanfarin misseri kvartað undan því sem þau kalla aðför að flokknum. Nærtækasta dæmið mun vera samstarf Kastljóss við Reykjavík Media og sænska ríkissjónvarpið og Wintris-viðtalið fræga sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Agli finnst lítið til þessara skoðana koma og svarar hraustlega.„Þessar alhæfingar um starfsmenn Rúv eru vægast sagt ósmekklegar og makalaust hvað fólk leyfir sér að taka stórt upp í sig - alhæfa,“ segir Egill. „Nú er til dæmis fjöldi starfsmanna Rúv að senda út frábæra tónleika í Hörpu, í gær vorum við að senda út þátt um byggingarsögu, á sunnudaginn er það ný röð af Orðbragði, svo nokkuð sé nefnt, Kastljós var í vikunni með umfjöllun um ofurbónusa og hræðileg læknamistök sem var reynt að dylja. Allt er þetta fólk að sinna starfi sínu að samviskusemi og eftir bestu getu.“ Tengdar fréttir Fréttamaður bað forsætisráðherra afsökunar á að hafa kallað hann feitan: „Þetta voru hrapaleg mistök“ Fréttamaðurinn lét þessi orð falla áður en pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga hófust á Fundi fólksins í dag. 2. september 2016 20:52 Vigdís um fréttamann RÚV: „Hér duga engar afsökunarbeiðnir“ Þingmaðurinn býst við að stjórn Ríkisútvarpsins taki upp ummæli fréttamanns frá pallborðsumræðum í dag. 2. september 2016 22:04 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Egill Helgason sjónvarpsmaður segist hafa orðið fyrir fitufordómum frá Arnari Páli Haukssyni útvarpsmanni í mötuneyti Ríkissjónvarpsins við Efstaleiti. Mikil umræða geisar nú á Facebook-síðu Vigdísar Hauksdóttur alþingismanns eftir að greint var frá því að Arnar Páll hafi spurt, þannig að náðist á upptöku, hvar þau ættu að koma „þeim feita fyrir", í pallborðsumræðum sem útvarpað var. Vísir hefur greint frá málinu hér. Egill blandar sér í umræðuna og upplýsir að sjálfur hafi hann orðið fórnarlamb meintra fitufordóma Arnars Páls. Egill geldur varhug við alhæfingum um að allir starfsmenn RÚV hatist við Framsóknarflokkinn, líkt og Vigdís heldur fram. Eða með orðum Egils sjálfs, sem hann lætur falla í athugasemdakerfi Vigdísar á Facebokk: „Eigum við kannski að segja aðeins minna um að þetta séu "starfsmenn Rúv". Það eru líka til feitir Rúvarar. Og ég skal segja eins og er, ég varð fyrir fitufordómum frá Arnari Páli í mötuneytinu um daginn."Egill tekur upp hanskann fyrir samstarfsmenn á RÚVÓhætt er að segja að Framsóknarmenn og aðrir vinir Vigdísar séu ósáttir við ummæli Arnars Páls fyrr í dag og gefa lítið fyrir afsökunarbeiðnina. Ummælin lýsi viðhorfi fólks í Efstaleiti til Framsóknarmanna sem hafa undanfarin misseri kvartað undan því sem þau kalla aðför að flokknum. Nærtækasta dæmið mun vera samstarf Kastljóss við Reykjavík Media og sænska ríkissjónvarpið og Wintris-viðtalið fræga sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Agli finnst lítið til þessara skoðana koma og svarar hraustlega.„Þessar alhæfingar um starfsmenn Rúv eru vægast sagt ósmekklegar og makalaust hvað fólk leyfir sér að taka stórt upp í sig - alhæfa,“ segir Egill. „Nú er til dæmis fjöldi starfsmanna Rúv að senda út frábæra tónleika í Hörpu, í gær vorum við að senda út þátt um byggingarsögu, á sunnudaginn er það ný röð af Orðbragði, svo nokkuð sé nefnt, Kastljós var í vikunni með umfjöllun um ofurbónusa og hræðileg læknamistök sem var reynt að dylja. Allt er þetta fólk að sinna starfi sínu að samviskusemi og eftir bestu getu.“
Tengdar fréttir Fréttamaður bað forsætisráðherra afsökunar á að hafa kallað hann feitan: „Þetta voru hrapaleg mistök“ Fréttamaðurinn lét þessi orð falla áður en pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga hófust á Fundi fólksins í dag. 2. september 2016 20:52 Vigdís um fréttamann RÚV: „Hér duga engar afsökunarbeiðnir“ Þingmaðurinn býst við að stjórn Ríkisútvarpsins taki upp ummæli fréttamanns frá pallborðsumræðum í dag. 2. september 2016 22:04 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Fréttamaður bað forsætisráðherra afsökunar á að hafa kallað hann feitan: „Þetta voru hrapaleg mistök“ Fréttamaðurinn lét þessi orð falla áður en pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga hófust á Fundi fólksins í dag. 2. september 2016 20:52
Vigdís um fréttamann RÚV: „Hér duga engar afsökunarbeiðnir“ Þingmaðurinn býst við að stjórn Ríkisútvarpsins taki upp ummæli fréttamanns frá pallborðsumræðum í dag. 2. september 2016 22:04
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum