Fréttamaður bað forsætisráðherra afsökunar á að hafa kallað hann feitan: „Þetta voru hrapaleg mistök“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. september 2016 20:52 Frá pallborðsumræðunum á Fundi fólksins fyrr í dag. Vísir/Eyþór Arnar Páll Hauksson, fréttamaður Ríkisútvarpsins, hefur beðið Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra innilegrar afsökunar á því að hafa kallað ráðherrann feitan á Fundi fólksins í dag. Um var að ræða pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga sem var í beinni útsendingu sem Arnar Páll stýrði. Rétt áður en hann átti að hefjast höfðu allir stjórnmálaleiðtogarnir raðað sér við pallborðið nema Sigurður Ingi. Eiginlegur fundur var þá ekki hafinn en Arnar Páll heyrðist þá spyrja Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, og Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar, „hvar ætlið þið að láta þennan feita vera?“ og átti þá við Sigurð Inga. Katrín Jakobsdóttir heyrðist svo spyrja hvort enginn komi frá Framsóknarflokknum en þá endurtók Arnar Páll spurninguna: „Hvar eigum við að koma honum fyrir, þessum feita.“ Þetta náðist allt á upptöku en það var Einar Freyr Elínarson, formaður samtaka ungra bænda, sem vakti máls á þessu í kvöld og hafa bæði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, og Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, gagnrýnt þessa framkomu fréttamannsins. Arnar Páll segir í samtali við Vísi hafa hringt í forsætisráðherrann og beðið hann innilegrar afsökunar á þessu. „Hann tók því bara mjög vel og ég met hann mjög mikils sem stjórnmálamann. Þetta voru hrapaleg mistök,“ segir Arnar Páll. Hægt er að heyra ummælin þegar þrjár klukkustundir og átján mínútur eru liðnar af myndbandinu. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Arnar Páll Hauksson, fréttamaður Ríkisútvarpsins, hefur beðið Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra innilegrar afsökunar á því að hafa kallað ráðherrann feitan á Fundi fólksins í dag. Um var að ræða pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga sem var í beinni útsendingu sem Arnar Páll stýrði. Rétt áður en hann átti að hefjast höfðu allir stjórnmálaleiðtogarnir raðað sér við pallborðið nema Sigurður Ingi. Eiginlegur fundur var þá ekki hafinn en Arnar Páll heyrðist þá spyrja Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, og Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar, „hvar ætlið þið að láta þennan feita vera?“ og átti þá við Sigurð Inga. Katrín Jakobsdóttir heyrðist svo spyrja hvort enginn komi frá Framsóknarflokknum en þá endurtók Arnar Páll spurninguna: „Hvar eigum við að koma honum fyrir, þessum feita.“ Þetta náðist allt á upptöku en það var Einar Freyr Elínarson, formaður samtaka ungra bænda, sem vakti máls á þessu í kvöld og hafa bæði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, og Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, gagnrýnt þessa framkomu fréttamannsins. Arnar Páll segir í samtali við Vísi hafa hringt í forsætisráðherrann og beðið hann innilegrar afsökunar á þessu. „Hann tók því bara mjög vel og ég met hann mjög mikils sem stjórnmálamann. Þetta voru hrapaleg mistök,“ segir Arnar Páll. Hægt er að heyra ummælin þegar þrjár klukkustundir og átján mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira