Segir verkefnastjórn vaða í villu Svavar Hávarðsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Ekkert fer á milli mála að ráðherra mislíkar tillaga verkefnisstjórnar rammaáætlunar. vísir/Pjetur Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði á vorfundi Landsnets í gær að tillögur verkefnisstjórnar rammaáætlunar í síðustu viku um flokkun virkjanakosta í þriðja áfanga rammaáætlunar væru „ágætt dæmi um skort á skilningi á samspili orkumála og loftslagsmála“. Þessa fullyrðingu byggði Ragnheiður Elín á því að tillögurnar byggja á niðurstöðum tveggja faghópa af fjórum; þeim sem fjalla um náttúruverðmæti, menningarminjar auk ferðaþjónustu og hlunninda en ekki þeim faghópum sem fjalla um samfélagsleg og efnahagsleg áhrif. Ráðherra vitnaði í lögin um rammaáætlun í þessu samhengi og sagði skýrt að þetta væri óásættanlegt, en í lögunum, sem Ragnheiður Elín vitnaði til, segir: „Í verndar- og orkunýtingaráætlun skal í samræmi við markmið laga þessara lagt mat á verndar- og orkunýtingargildi landsvæða og efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif nýtingar.“ „Þarna virðist því skorta nokkuð upp á „stóru myndina“ í framkomnu mati verkefnisstjórnar á virkjanakostum. Ekki verður séð af tillögum verkefnisstjórnar að til dæmis hafi verið lagt mat á sparnað í losun CO2 [koltvísýrings] af þeim virkjunarkostum sem til skoðunar voru. Út frá þeim þremur víddum sjálfbærrar þróunar sem lögin gera ráð fyrir, það er mati á efnahagslegum, umhverfislegum og samfélagslegum áhrifum nýtingar, ber að taka slíkt mat með í reikninginn, ásamt öðru, til að fá fram heildaráhrifin.“ Að þessu sögðu vísaði ráðherra til tólf vikna umsagnarferlis sem hefst á næstu vikum, þar sem hún gerði ráð fyrir að yfir þetta yrði farið „þannig að unnt verði að bregðast við áður en málið verður lagt fram á Alþingi næsta haust“. Fyrr í ræðu sinni hafði Ragnheiður Elín sagt: „Mér finnst það oft gleymast í umræðunni að endurnýjanleg orka á Íslandi skilar einmitt miklum ávinningi til umhverfis- og loftslagsmála heimsins. Einhverra hluta vegna er sparnaður í losun gróðurhúsalofttegunda oft ekki tekinn með í reikninginn þegar mat er lagt á ávinning virkjanakosta á Íslandi.“ Pílan til verkefnisstjórnar varðar drög að tillögu hennar um flokkun virkjanakosta. Þar eru helstu drættir að vatnasvið Skjálfandafljóts, Skaftár og Héraðsvatna og þar með stóru Jökulsánna í Skagafirði falla að óbreyttu í verndarflokk. Sjö nýir kostir falla í nýtingarflokk til viðbótar við þá níu sem fyrir voru. Þar á meðal tveir mjög svo umdeildir í neðri hluta Þjórsár – Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun.Ráðherra vill að þetta sé haft hugfast Uppsafnaður sparnaður í losun CO2 með endurnýjanlegri orku í stað olíu á Íslandi frá árinu 1944 er um 350 milljón tonn af CO2. Það jafngildir um 175 milljörðum trjáa í bindingu á CO2 og samsvarar skógi á stærð við Frakkland og Bretland samanlagt. Árlegur sparnaður í losun með nýtingu endurnýjanlegrar orku á Íslandi er 18 milljón tonn af CO2. Það jafngildir 9 milljörðum trjáa í bindingu á CO2, eða 43 þúsund ferkílómetrum af skógi – tæplega helmingi alls Íslands. 100 MW virkjun sparar árlega um 400.000 tonn af CO2 sem jafngildir um 200 milljónum trjáa í bindingu á CO2, eða 950 ferkílómetrum af skógi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði á vorfundi Landsnets í gær að tillögur verkefnisstjórnar rammaáætlunar í síðustu viku um flokkun virkjanakosta í þriðja áfanga rammaáætlunar væru „ágætt dæmi um skort á skilningi á samspili orkumála og loftslagsmála“. Þessa fullyrðingu byggði Ragnheiður Elín á því að tillögurnar byggja á niðurstöðum tveggja faghópa af fjórum; þeim sem fjalla um náttúruverðmæti, menningarminjar auk ferðaþjónustu og hlunninda en ekki þeim faghópum sem fjalla um samfélagsleg og efnahagsleg áhrif. Ráðherra vitnaði í lögin um rammaáætlun í þessu samhengi og sagði skýrt að þetta væri óásættanlegt, en í lögunum, sem Ragnheiður Elín vitnaði til, segir: „Í verndar- og orkunýtingaráætlun skal í samræmi við markmið laga þessara lagt mat á verndar- og orkunýtingargildi landsvæða og efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif nýtingar.“ „Þarna virðist því skorta nokkuð upp á „stóru myndina“ í framkomnu mati verkefnisstjórnar á virkjanakostum. Ekki verður séð af tillögum verkefnisstjórnar að til dæmis hafi verið lagt mat á sparnað í losun CO2 [koltvísýrings] af þeim virkjunarkostum sem til skoðunar voru. Út frá þeim þremur víddum sjálfbærrar þróunar sem lögin gera ráð fyrir, það er mati á efnahagslegum, umhverfislegum og samfélagslegum áhrifum nýtingar, ber að taka slíkt mat með í reikninginn, ásamt öðru, til að fá fram heildaráhrifin.“ Að þessu sögðu vísaði ráðherra til tólf vikna umsagnarferlis sem hefst á næstu vikum, þar sem hún gerði ráð fyrir að yfir þetta yrði farið „þannig að unnt verði að bregðast við áður en málið verður lagt fram á Alþingi næsta haust“. Fyrr í ræðu sinni hafði Ragnheiður Elín sagt: „Mér finnst það oft gleymast í umræðunni að endurnýjanleg orka á Íslandi skilar einmitt miklum ávinningi til umhverfis- og loftslagsmála heimsins. Einhverra hluta vegna er sparnaður í losun gróðurhúsalofttegunda oft ekki tekinn með í reikninginn þegar mat er lagt á ávinning virkjanakosta á Íslandi.“ Pílan til verkefnisstjórnar varðar drög að tillögu hennar um flokkun virkjanakosta. Þar eru helstu drættir að vatnasvið Skjálfandafljóts, Skaftár og Héraðsvatna og þar með stóru Jökulsánna í Skagafirði falla að óbreyttu í verndarflokk. Sjö nýir kostir falla í nýtingarflokk til viðbótar við þá níu sem fyrir voru. Þar á meðal tveir mjög svo umdeildir í neðri hluta Þjórsár – Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun.Ráðherra vill að þetta sé haft hugfast Uppsafnaður sparnaður í losun CO2 með endurnýjanlegri orku í stað olíu á Íslandi frá árinu 1944 er um 350 milljón tonn af CO2. Það jafngildir um 175 milljörðum trjáa í bindingu á CO2 og samsvarar skógi á stærð við Frakkland og Bretland samanlagt. Árlegur sparnaður í losun með nýtingu endurnýjanlegrar orku á Íslandi er 18 milljón tonn af CO2. Það jafngildir 9 milljörðum trjáa í bindingu á CO2, eða 43 þúsund ferkílómetrum af skógi – tæplega helmingi alls Íslands. 100 MW virkjun sparar árlega um 400.000 tonn af CO2 sem jafngildir um 200 milljónum trjáa í bindingu á CO2, eða 950 ferkílómetrum af skógi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira