Vilja að yfirvöld banni einnota plastpoka strax á næsta ári Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 20:00 Aðgerðaáætlun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins gerir ráð fyrir að minnka notkun einnota plastpoka verulega hér á landi fyrir árið 2025. Yfir sex þúsund manns hafa aftur á móti ritað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem nýr umhverfisráðherra er hvattur til að beita sér fyrir því að banna notkun plastpoka strax á næsta ári. Fjölmörg lönd, borgir og ríki hafa undanfarið innleitt bann við notkun einnota plastpokaað einhverju eða öllu leyti. Til dæmis með því að banna ókeypis dreifingu þeirra, innleiða sérstakan plastpokaskatt og skipta þeim út fyrir pappírspoka. Í sumar var lögð fram sérstök aðgerðaáætlun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um að að draga úr notkun plastpoka á Íslandi í samræmi við tilskipun EES. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að í lok ársins 2018 verði óhemilt að afhenda plastpoka án endurgjalds, árið 2019 noti hver Íslendingur ekki fleiri en 90 einnota plastpoka á ári og árið 2025 ekki fleiri en 40.Plastpokar eru víða.Vísir/GettyFyrr í mánuðinum fór af stað undirskriftasöfnun, sem rúmlega rúmlega sex þúsund manns hafa nú undirritað, þar sem nýr umhverfisráðherra er hvattur til að flýta þessum áformum. Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir orku - og umhverfisfræðingur er ein þeirra sem standa að undirskriftasöfnuninni. „Við viljum hvetja hann til að setja bann sem fyrst árið 2017 og nýta næstu mánuði til að leggja grundvöllin að því að það verði hægt. Það er verið að gera eitthvað og það er fagnaðarefni en við viljum náttúrlega sjá að það sé gert meira, og það er alveg hægt að gera meira. Við getum alveg gert meira en er verið að leggja til þarna,“ segir hún. Þórhildur segir að Íslendingar séu opnir fyrir umhverfisvænum breytingum og að það sé auðvelt að venja sig á að nota fjölnota innkaupapoka. „Við sjáum enga ástæðu til þess að vera að bíða eitthvað með þessar aðgerðir. Við viljum sýna það með undirskriftasöfnuninni að neytendur eru tilbúnir. Við þurfum bara aðeins meiri hjálp til að taka umhverfisvænar ákvarðanir. Ég held að Ísland sé alveg kjörið land til að taka þetta skref og sýna samstöðu í því,“ segir Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Aðgerðaáætlun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins gerir ráð fyrir að minnka notkun einnota plastpoka verulega hér á landi fyrir árið 2025. Yfir sex þúsund manns hafa aftur á móti ritað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem nýr umhverfisráðherra er hvattur til að beita sér fyrir því að banna notkun plastpoka strax á næsta ári. Fjölmörg lönd, borgir og ríki hafa undanfarið innleitt bann við notkun einnota plastpokaað einhverju eða öllu leyti. Til dæmis með því að banna ókeypis dreifingu þeirra, innleiða sérstakan plastpokaskatt og skipta þeim út fyrir pappírspoka. Í sumar var lögð fram sérstök aðgerðaáætlun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um að að draga úr notkun plastpoka á Íslandi í samræmi við tilskipun EES. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að í lok ársins 2018 verði óhemilt að afhenda plastpoka án endurgjalds, árið 2019 noti hver Íslendingur ekki fleiri en 90 einnota plastpoka á ári og árið 2025 ekki fleiri en 40.Plastpokar eru víða.Vísir/GettyFyrr í mánuðinum fór af stað undirskriftasöfnun, sem rúmlega rúmlega sex þúsund manns hafa nú undirritað, þar sem nýr umhverfisráðherra er hvattur til að flýta þessum áformum. Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir orku - og umhverfisfræðingur er ein þeirra sem standa að undirskriftasöfnuninni. „Við viljum hvetja hann til að setja bann sem fyrst árið 2017 og nýta næstu mánuði til að leggja grundvöllin að því að það verði hægt. Það er verið að gera eitthvað og það er fagnaðarefni en við viljum náttúrlega sjá að það sé gert meira, og það er alveg hægt að gera meira. Við getum alveg gert meira en er verið að leggja til þarna,“ segir hún. Þórhildur segir að Íslendingar séu opnir fyrir umhverfisvænum breytingum og að það sé auðvelt að venja sig á að nota fjölnota innkaupapoka. „Við sjáum enga ástæðu til þess að vera að bíða eitthvað með þessar aðgerðir. Við viljum sýna það með undirskriftasöfnuninni að neytendur eru tilbúnir. Við þurfum bara aðeins meiri hjálp til að taka umhverfisvænar ákvarðanir. Ég held að Ísland sé alveg kjörið land til að taka þetta skref og sýna samstöðu í því,“ segir Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira