Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Bjarki Ármannsson skrifar 3. janúar 2016 11:13 Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. „Ég birti þetta vegna þess að ég sé engan tilgang í því að fela mannhatur, eins og oft er að finna á netinu, og fólk verður einfaldlega að standa með því á stærri vettvangi en þau halda oft að þau séu að birta slík ummæli á.“ Þetta skrifar Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og formaður flokksins í Kópavogi, í athyglisverðri færslu á Facebook-síðu sinni frá því í gærkvöldi. Sema, sem er mikill talsmaður fjölmenningar á Íslandi og sjálf af tyrkneskum ættum, birtir þar nokkur ummæli um sig af samfélagsmiðlum og athugasemdakerfum þar sem hún er meðal annars kölluð tæfa, bullukolla og barnaleg. Sema er sögð vilja „múslima-væða þjóðina“ og einn ýjar að því að hún og fjölskylda hennar eigi að sitja inni fyrir fíkniefnasmygl. „Þegar ég hóf þátttöku í opinberri stjórnmálaumræðu og stuttu síðar afskipti af stjórnmálum fyrir þó nokkru síðan vissi ég að sjálfsögðu út í hvað ég væri að fara og við hverju mátti búast, sérstaklega vegna uppruna míns og nafns,“ skrifar Sema. „Ég lærði fljótt að láta „virka í athugasemdum“ og aðra brjálæðinga í umræðunni ekki hafa of mikil áhrif á mig [...] enda segja persónuárásir ávallt meira um þann sem þær stundar.“ Sema hefur þó nokkuð reglulega birt ummæli sem þessi á Facebook-síðu sinni. Hún segir það ekki gert til að kaupa samúð, enda sé orðið „hálfgert samasemmerki“ milli þátttöku í samfélagsumræðu og netníðs, en henni sé ofboðið og hún ætli ekki að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í slíku. Hún vonast til þess að mögulega einn eða tveir hugsi sig um áður en þeir endurtaki leikinn.Færslu Semu Erlu má sjá hér að neðan.Þegar ég hóf þátttöku í opinberri samfélagsumræðu og stuttu síðar afskipti af stjórnmálum fyrir þó nokkru síðan þá vissi...Posted by Sema Erla Serdar on 2. janúar 2016 Tengdar fréttir Eiginkona múslima grætur stundum vegna fordóma í garð manns hennar „Við eigum að vera betri en þetta,“ skrifar Ásdís Sigtryggsdóttir, ung kona á Akranesi. 24. nóvember 2015 18:13 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
„Ég birti þetta vegna þess að ég sé engan tilgang í því að fela mannhatur, eins og oft er að finna á netinu, og fólk verður einfaldlega að standa með því á stærri vettvangi en þau halda oft að þau séu að birta slík ummæli á.“ Þetta skrifar Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og formaður flokksins í Kópavogi, í athyglisverðri færslu á Facebook-síðu sinni frá því í gærkvöldi. Sema, sem er mikill talsmaður fjölmenningar á Íslandi og sjálf af tyrkneskum ættum, birtir þar nokkur ummæli um sig af samfélagsmiðlum og athugasemdakerfum þar sem hún er meðal annars kölluð tæfa, bullukolla og barnaleg. Sema er sögð vilja „múslima-væða þjóðina“ og einn ýjar að því að hún og fjölskylda hennar eigi að sitja inni fyrir fíkniefnasmygl. „Þegar ég hóf þátttöku í opinberri stjórnmálaumræðu og stuttu síðar afskipti af stjórnmálum fyrir þó nokkru síðan vissi ég að sjálfsögðu út í hvað ég væri að fara og við hverju mátti búast, sérstaklega vegna uppruna míns og nafns,“ skrifar Sema. „Ég lærði fljótt að láta „virka í athugasemdum“ og aðra brjálæðinga í umræðunni ekki hafa of mikil áhrif á mig [...] enda segja persónuárásir ávallt meira um þann sem þær stundar.“ Sema hefur þó nokkuð reglulega birt ummæli sem þessi á Facebook-síðu sinni. Hún segir það ekki gert til að kaupa samúð, enda sé orðið „hálfgert samasemmerki“ milli þátttöku í samfélagsumræðu og netníðs, en henni sé ofboðið og hún ætli ekki að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í slíku. Hún vonast til þess að mögulega einn eða tveir hugsi sig um áður en þeir endurtaki leikinn.Færslu Semu Erlu má sjá hér að neðan.Þegar ég hóf þátttöku í opinberri samfélagsumræðu og stuttu síðar afskipti af stjórnmálum fyrir þó nokkru síðan þá vissi...Posted by Sema Erla Serdar on 2. janúar 2016
Tengdar fréttir Eiginkona múslima grætur stundum vegna fordóma í garð manns hennar „Við eigum að vera betri en þetta,“ skrifar Ásdís Sigtryggsdóttir, ung kona á Akranesi. 24. nóvember 2015 18:13 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Eiginkona múslima grætur stundum vegna fordóma í garð manns hennar „Við eigum að vera betri en þetta,“ skrifar Ásdís Sigtryggsdóttir, ung kona á Akranesi. 24. nóvember 2015 18:13