Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi verða að fram á kvöld Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. desember 2016 18:45 Leiðinda færð hefur verið víða um land í dag og hafa björgunarsveitir á Suðurlandi aðstoðað tugi ökumanna á Suðurlandsvegi. Óvissa er með færð víða um land en áfram er búist við strekkings vindi og jafnvel stormi á landinu í kvöld og nótt með ofankomu. Nokkuð annríki hefur verið hjá björgunarsveitum frá því í gærkvöldi en í morgun fyrir klukkan níu voru björgunarsveitir í Vík í Mýrdal kallaður út til þess að aðstoða ökumenn en um fjörutíu bílar voru fastir við Reynisfjall. Þá hafði veður stofan varað fólk við að vera á ferðinni. Þjónusta Vegagerðarinnar er skert um hátíðirnar en í dag var Suðurlandsvegur frá Selfossi og að Vík í Mýrdal þjónustaður milli klukkan tíu og tvö. Fjölmargir erlendir ferðamenn eru á ferðinni þar nú um jólahátíðina og virðast ekki hafa vitað af vetrarfærðinni sem nú er og þeirri skerðingu sem er í þjónustu Vegagerðarinnar. „Það er mikið öngþveiti. Þetta er alveg gríðarlegt magn af bílum sem við höfum verið að kljást við. Þetta eru yfir fimmtíu bílar sem við erum búnir að þurfa aðstoða í dag. Sveitirnar eru enn að hjá okkur. Það stoppar ekki síminn núna. Það er lang mest við Reynisfjallið og svo hefur verið svolítið við Hjörleifshöfða og Dyrhólaey en svona lang mest á þjóðveginum við Reynisfjallið. Þetta eru lang mest bara ferðamenn og 90% af þeim frá Asíu. Fólk er ekki búið fyrir neinn vetur. Það er bara í sínu ferðalagi og mikið af þessu fólki hefur aldrei séð snjó,“ sagði Orri Örvarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík. Orri segir að þessir ferðamenn hafi haft litla vitneskju um veðurspár eða færð á vegum. „Klárlega ekki. Mikið af þessu fólki er að sækja til Víkur til þess að fá sér að borða og ætlar svo á sína gististaði aftur þannig að það greinilega fær litlar upplýsingar,“ segir Orri. Orri á von á því að björgunarsveitin verði að fram á kvöld. „Aðstæður fara að verða erfiðari núna. Það er búið að leggja niður snjómokstur þannig að það verður erfiðara með hverri mínútunni. Þetta verður erfitt fram á kvöldið,“ segir Orri. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttastofu í dag að áfram mætti búast við leiðindaveðri víða um land í kvöld og fólk sem er á ferðinni ætti að huga að færð og veðri áður en lagt sé af stað. Samkvæmt nýjustu spám er gert ráð fyrir vestan stormi á höfuðborgarsvæðinu upp úr miðnætti og þá gæti færð farið að spillast þar líka. „Umferðin er búin að vera ágætt en hún er að þyngjast og veðrið að versna líka og skilaboðin til okkar eru þau að veðrið á bara eftir að versna meira þannig að fólk ætti ekki að vera á ferðinni frekar en það þarf,“ sagði Hjörtur Jónsson, snjómokstursmaður. Snjómokstri verður þó viðhaldið á Suðurlandsvegi frá Reykjavík að Selfossi í kvöld og nótt eins og þurfa þykir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Leiðinda færð hefur verið víða um land í dag og hafa björgunarsveitir á Suðurlandi aðstoðað tugi ökumanna á Suðurlandsvegi. Óvissa er með færð víða um land en áfram er búist við strekkings vindi og jafnvel stormi á landinu í kvöld og nótt með ofankomu. Nokkuð annríki hefur verið hjá björgunarsveitum frá því í gærkvöldi en í morgun fyrir klukkan níu voru björgunarsveitir í Vík í Mýrdal kallaður út til þess að aðstoða ökumenn en um fjörutíu bílar voru fastir við Reynisfjall. Þá hafði veður stofan varað fólk við að vera á ferðinni. Þjónusta Vegagerðarinnar er skert um hátíðirnar en í dag var Suðurlandsvegur frá Selfossi og að Vík í Mýrdal þjónustaður milli klukkan tíu og tvö. Fjölmargir erlendir ferðamenn eru á ferðinni þar nú um jólahátíðina og virðast ekki hafa vitað af vetrarfærðinni sem nú er og þeirri skerðingu sem er í þjónustu Vegagerðarinnar. „Það er mikið öngþveiti. Þetta er alveg gríðarlegt magn af bílum sem við höfum verið að kljást við. Þetta eru yfir fimmtíu bílar sem við erum búnir að þurfa aðstoða í dag. Sveitirnar eru enn að hjá okkur. Það stoppar ekki síminn núna. Það er lang mest við Reynisfjallið og svo hefur verið svolítið við Hjörleifshöfða og Dyrhólaey en svona lang mest á þjóðveginum við Reynisfjallið. Þetta eru lang mest bara ferðamenn og 90% af þeim frá Asíu. Fólk er ekki búið fyrir neinn vetur. Það er bara í sínu ferðalagi og mikið af þessu fólki hefur aldrei séð snjó,“ sagði Orri Örvarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík. Orri segir að þessir ferðamenn hafi haft litla vitneskju um veðurspár eða færð á vegum. „Klárlega ekki. Mikið af þessu fólki er að sækja til Víkur til þess að fá sér að borða og ætlar svo á sína gististaði aftur þannig að það greinilega fær litlar upplýsingar,“ segir Orri. Orri á von á því að björgunarsveitin verði að fram á kvöld. „Aðstæður fara að verða erfiðari núna. Það er búið að leggja niður snjómokstur þannig að það verður erfiðara með hverri mínútunni. Þetta verður erfitt fram á kvöldið,“ segir Orri. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttastofu í dag að áfram mætti búast við leiðindaveðri víða um land í kvöld og fólk sem er á ferðinni ætti að huga að færð og veðri áður en lagt sé af stað. Samkvæmt nýjustu spám er gert ráð fyrir vestan stormi á höfuðborgarsvæðinu upp úr miðnætti og þá gæti færð farið að spillast þar líka. „Umferðin er búin að vera ágætt en hún er að þyngjast og veðrið að versna líka og skilaboðin til okkar eru þau að veðrið á bara eftir að versna meira þannig að fólk ætti ekki að vera á ferðinni frekar en það þarf,“ sagði Hjörtur Jónsson, snjómokstursmaður. Snjómokstri verður þó viðhaldið á Suðurlandsvegi frá Reykjavík að Selfossi í kvöld og nótt eins og þurfa þykir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda