Ólíkar fylkingar mættust á Austurvelli í dag Birta Svavarsdóttir skrifar 15. ágúst 2016 21:05 Ólíkar fylkingar mættust á Austurvelli í dag, en fulltrúar Íslensku þjóðfylkingarinnar voru þar saman komin til að mótmæla nýjum útlendingalögum. Hópur fólks hélt annan mótmælafund til höfuðs Íslensku þjóðfylkingunni til að styðja við málefni hælisleitenda og flóttamanna. Talið er að um 100 manns hafi verið á Austurvelli í dag þegar mest var. Þrátt fyrir að mótmælin hafi farið friðsamlega fram var hiti í fólki og nokkuð um rifrildi milli hópanna tveggja.Stuðningsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar eru ekki sáttir við ný útlendingalög.Vísir/Stefán„Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Gunnlaugur Ingvarsson, sem mættur var á Austurvöll í dag til að mótmæla nýjum útlendingalögum. „Hér eftir áramótin mun hellast yfir okkur fjöldinn allur af flóttafólki sem við verðum skylduð til að veita alþjóðlega vernd ... Þetta þing sem hér situr segist ekki hafa tíma til að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja en þeir höfðu tíma til að lauma þessum útlendingalögum hér í gegn um þingið, algjörlega í óþökk þjóðarinnar, þori ég að fullyrða.“ Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, var einnig á staðnum. „Ég er að sýna stuðning við mannréttindabaráttu fólks, við mannréttindi flóttafólks, við að vilja taka vel á móti fólki og bara við mannréttindi í heild sinni. Ég tel þetta vera mannréttindamál.“ sagði Salmann í samtali við Stöð 2.Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi.Fréttablaðið/Anton BrinkHann segist ekki vera sammála Íslensku þjóðfylkingunni um að nýju útlendingalögin séu ekki að gera góða hluti. Hann telur þau vera sanngjörn, en að það sé sjálfsagt að ræða lögin og hvernig megi betrumbæta þau. „En fyrst og fremst á okkar sjónarmið að vera fyrir mannúðarmálum og hvernig á að taka á móti þessu fólki sem þarf á hjálp okkar að halda.“ „Ég er að gera mitt besta til að nýta mér tjáningarrétt minn og mótmæla mótmælum,“ segir Sindri Viborg. „Við náðum góðu hópknúsi í kring um hópinn, þetta var ánægjulegt.“Frá mótmælunum í dag.Vísir/StefánAðspurður um Íslensku þjóðfylkinguna sem stjórnmálahreyfingu segir Sindri, "Mér finnst sú fylking vera ansi öfgakennt hægra megin, alveg yfir í xenófóbískar aðgerðir. Það er mjög skuggaleg þróun að slíkt afl skuli vera komið í gang" Frétt Stöðvar 2 má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Mótmæli og samstaða á Austurvelli klukkan 15: Ekki boðlegt að mótmæla gegn fólki Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum klukkan 15 í dag. Á sama tíma hyggst Íslenska Þjóðfylkingin mótmæla nýjum útlendingalögum. 15. ágúst 2016 11:14 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Ólíkar fylkingar mættust á Austurvelli í dag, en fulltrúar Íslensku þjóðfylkingarinnar voru þar saman komin til að mótmæla nýjum útlendingalögum. Hópur fólks hélt annan mótmælafund til höfuðs Íslensku þjóðfylkingunni til að styðja við málefni hælisleitenda og flóttamanna. Talið er að um 100 manns hafi verið á Austurvelli í dag þegar mest var. Þrátt fyrir að mótmælin hafi farið friðsamlega fram var hiti í fólki og nokkuð um rifrildi milli hópanna tveggja.Stuðningsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar eru ekki sáttir við ný útlendingalög.Vísir/Stefán„Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Gunnlaugur Ingvarsson, sem mættur var á Austurvöll í dag til að mótmæla nýjum útlendingalögum. „Hér eftir áramótin mun hellast yfir okkur fjöldinn allur af flóttafólki sem við verðum skylduð til að veita alþjóðlega vernd ... Þetta þing sem hér situr segist ekki hafa tíma til að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja en þeir höfðu tíma til að lauma þessum útlendingalögum hér í gegn um þingið, algjörlega í óþökk þjóðarinnar, þori ég að fullyrða.“ Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, var einnig á staðnum. „Ég er að sýna stuðning við mannréttindabaráttu fólks, við mannréttindi flóttafólks, við að vilja taka vel á móti fólki og bara við mannréttindi í heild sinni. Ég tel þetta vera mannréttindamál.“ sagði Salmann í samtali við Stöð 2.Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi.Fréttablaðið/Anton BrinkHann segist ekki vera sammála Íslensku þjóðfylkingunni um að nýju útlendingalögin séu ekki að gera góða hluti. Hann telur þau vera sanngjörn, en að það sé sjálfsagt að ræða lögin og hvernig megi betrumbæta þau. „En fyrst og fremst á okkar sjónarmið að vera fyrir mannúðarmálum og hvernig á að taka á móti þessu fólki sem þarf á hjálp okkar að halda.“ „Ég er að gera mitt besta til að nýta mér tjáningarrétt minn og mótmæla mótmælum,“ segir Sindri Viborg. „Við náðum góðu hópknúsi í kring um hópinn, þetta var ánægjulegt.“Frá mótmælunum í dag.Vísir/StefánAðspurður um Íslensku þjóðfylkinguna sem stjórnmálahreyfingu segir Sindri, "Mér finnst sú fylking vera ansi öfgakennt hægra megin, alveg yfir í xenófóbískar aðgerðir. Það er mjög skuggaleg þróun að slíkt afl skuli vera komið í gang" Frétt Stöðvar 2 má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Mótmæli og samstaða á Austurvelli klukkan 15: Ekki boðlegt að mótmæla gegn fólki Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum klukkan 15 í dag. Á sama tíma hyggst Íslenska Þjóðfylkingin mótmæla nýjum útlendingalögum. 15. ágúst 2016 11:14 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Mótmæli og samstaða á Austurvelli klukkan 15: Ekki boðlegt að mótmæla gegn fólki Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum klukkan 15 í dag. Á sama tíma hyggst Íslenska Þjóðfylkingin mótmæla nýjum útlendingalögum. 15. ágúst 2016 11:14