Sigurður Ingi segist betri kostur en Sigmundur Davíð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. september 2016 18:45 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir að hann sé betri kostur en Sigmundur Davíð í formannskjöri Framsóknarflokksins um næstu helgi og að atburðir síðustu daga hafi hvatt hann til að létta á þeim þrýstingi sem hann hefur fengið vegna formannsframboðs. Tvöfalt kjördæmaþing Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fór fram á Selfossi í dag og fékk Sigurður Ingi 100% kosningu í oddvitasætið. Tvöfalt kjördæmaþing Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fór fram á Hótel Selfossi í dag. Fimm einstaklingar gáfu kost á sér í fimm efstu sætin. Sigurður Ingi Jóhannsson gaf kost á sér í fyrsta sæti og fékk 100% kosningu. Silja Dögg Gunnarsdóttir gaf kost á sér í annað sæti og var sjálfkjörin en þrír Framsóknarmenn gáfu kost á sér í þriðja sæti. Eftir atkvæðagreiðslu var Ásgerður K. Gylfadóttir kosin í þriðja sætið, og Einar Freyr Elínarson í fjórða sæti en þriðji frambjóðandinn um þriðja sætið, Fjóla Hrund Björnsdóttir náði ekki kjöri og ákvað að þiggja ekki önnur sæti á listanum. Ástæða þess að kosið var um oddvitasætið þó aðeins einn hafi verið í framboði er sú að Sigurður Ingi vilda sjá hvaða stuðning hann hafði í kjördæminu en í gær tilkynnti hann að hann hyggst bjóða sig fram í embætti formanns, gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi. „Þetta er erfið ákvörðun að taka ákvörðun um að fara í kosningu um formann svona stuttu fyrir kosningar. Það hefur hins vegar engum leynst að það er ólga innan Framsóknarflokksins. Ég tel að besta leiðin til þess að leysa slík mál sé með lýðræðislegum hætti,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra. Ástæða þess að Sigurður Ingi tilkynnti um formannsframboð sitt í gær er sú að hann vildi ekki hafa óeðlilega spenna á kjördæmaþinginu í dag „Og líka bar einfaldlega að svona atburðir síðustu daga hafa styrkt mig í þeirri trú að það sé rétt að ég gefi kost á mér sem formaður og láti undan þeim þrýstingi sem á mig hefur verið settur,“ segir Sigurður Ingi.Miðað við það sem Sigmundur Davíð hefur sag ertu ekki að ganga á bak orða þinna með því að bjóða þig fram gegn honum?„Nei alls ekki ég lagði mig satt best að segja mjög mikið fram, allt frá því að þetta gerðist með viðtalið og Panamaskjölin í byrjun apríl og ég tek við sem forsætisráðherra bæði að verja hann og skapa honum svigrúm. Og ég er ekki að gefa kost á mér bara til þess að kjósa. Ég er að gefa kost á mér vegna þess að ég tel að ég væri betri kostur,“ segir Sigurður Ingi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06 „Nú er tækifæri til að breyta“ Oddný Harðardóttir flutti ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. 24. september 2016 17:37 Sigurður Ingi mættur á kjördæmisþing Framsóknarflokksins Þingið hefst klukkan ellefu og þar mun framboðslisti flokksins í kjördæminu vera staðfestur. 24. september 2016 11:05 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45 Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir að hann sé betri kostur en Sigmundur Davíð í formannskjöri Framsóknarflokksins um næstu helgi og að atburðir síðustu daga hafi hvatt hann til að létta á þeim þrýstingi sem hann hefur fengið vegna formannsframboðs. Tvöfalt kjördæmaþing Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fór fram á Selfossi í dag og fékk Sigurður Ingi 100% kosningu í oddvitasætið. Tvöfalt kjördæmaþing Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fór fram á Hótel Selfossi í dag. Fimm einstaklingar gáfu kost á sér í fimm efstu sætin. Sigurður Ingi Jóhannsson gaf kost á sér í fyrsta sæti og fékk 100% kosningu. Silja Dögg Gunnarsdóttir gaf kost á sér í annað sæti og var sjálfkjörin en þrír Framsóknarmenn gáfu kost á sér í þriðja sæti. Eftir atkvæðagreiðslu var Ásgerður K. Gylfadóttir kosin í þriðja sætið, og Einar Freyr Elínarson í fjórða sæti en þriðji frambjóðandinn um þriðja sætið, Fjóla Hrund Björnsdóttir náði ekki kjöri og ákvað að þiggja ekki önnur sæti á listanum. Ástæða þess að kosið var um oddvitasætið þó aðeins einn hafi verið í framboði er sú að Sigurður Ingi vilda sjá hvaða stuðning hann hafði í kjördæminu en í gær tilkynnti hann að hann hyggst bjóða sig fram í embætti formanns, gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi. „Þetta er erfið ákvörðun að taka ákvörðun um að fara í kosningu um formann svona stuttu fyrir kosningar. Það hefur hins vegar engum leynst að það er ólga innan Framsóknarflokksins. Ég tel að besta leiðin til þess að leysa slík mál sé með lýðræðislegum hætti,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra. Ástæða þess að Sigurður Ingi tilkynnti um formannsframboð sitt í gær er sú að hann vildi ekki hafa óeðlilega spenna á kjördæmaþinginu í dag „Og líka bar einfaldlega að svona atburðir síðustu daga hafa styrkt mig í þeirri trú að það sé rétt að ég gefi kost á mér sem formaður og láti undan þeim þrýstingi sem á mig hefur verið settur,“ segir Sigurður Ingi.Miðað við það sem Sigmundur Davíð hefur sag ertu ekki að ganga á bak orða þinna með því að bjóða þig fram gegn honum?„Nei alls ekki ég lagði mig satt best að segja mjög mikið fram, allt frá því að þetta gerðist með viðtalið og Panamaskjölin í byrjun apríl og ég tek við sem forsætisráðherra bæði að verja hann og skapa honum svigrúm. Og ég er ekki að gefa kost á mér bara til þess að kjósa. Ég er að gefa kost á mér vegna þess að ég tel að ég væri betri kostur,“ segir Sigurður Ingi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06 „Nú er tækifæri til að breyta“ Oddný Harðardóttir flutti ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. 24. september 2016 17:37 Sigurður Ingi mættur á kjördæmisþing Framsóknarflokksins Þingið hefst klukkan ellefu og þar mun framboðslisti flokksins í kjördæminu vera staðfestur. 24. september 2016 11:05 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45 Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06
„Nú er tækifæri til að breyta“ Oddný Harðardóttir flutti ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. 24. september 2016 17:37
Sigurður Ingi mættur á kjördæmisþing Framsóknarflokksins Þingið hefst klukkan ellefu og þar mun framboðslisti flokksins í kjördæminu vera staðfestur. 24. september 2016 11:05
Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00
Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45
Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22
Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16