Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar: Varahéraðssaksóknari telur dóminn hafa mikla þýðingu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. desember 2016 21:00 Kolbrún Benediktsdóttir er varahéraðssaksóknari. vísir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir að fordæmi felist í dómi Hæstaréttar sem féll í dag en þá var maður sakfelldur fyrir tilraun til nauðgunar er hann hótaði 15 ára pilti að birta opinberlega viðkvæmt kynferðislegt myndefni sem pilturinn hafði sent manninum ef hann hefði ekki kynferðismök við manninn. Tveir dómarar skiluðu sér atkvæði í málinu og töldu ekki rétt að sakfella fyrir manninn fyrir tilraun til nauðgunar en Kolbrún telur fordæmið engu að síður til staðar. „Fordæmið felst í því að það er látið reyna á að sú háttsemi að nýta sér að hafa undir höndum viðkvæmt kynferðislegt myndefni til þess að fremja alvarlegra kynferðisbrot sé tilraun til að fremja nauðgun, eins og í þessu tilfelli. Á það er fallist og það held ég að muni hafa mikla þýðingu,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi.Sjá einnig: Hótaði að dreifa nektarmynd af fimmtán ára dreng Hún segir að allajafna myndi það rýra fordæmisgildi að dómarar skili sératkvæði. „En ef maður horfir á þann hluta fordæmisins sem snýr að því hvort þessi háttsemi sé tilraun til nauðgunar þá fæ ég ekki betur séð en að allir dómararnir séu sammála um það. Þeir eru hins vegar ósammála um hvort ákæruvaldinu hafi tekist að sanna að ásetningur stæði til þess að fullfremja brotið,“ segir Kolbrún og bætir við: „Mér finnst skipta mjög miklu máli upp á fordæmið að gera að dómstólar fallist á að þessi háttsemi, að verða sér út um viðkvæmt myndefni og nota það svo í því skyni að fá fram til að mynda kynferðismök, að það sé nauðgun. Ef það kemur svo síðar upp þar sem einhver sem hefur undir höndum viðkvæmt kynferðislegt efni og fær síðan þann sem er á myndinni til að hafa við sig samfarir þá getum við sagt með vísun í þennan dóm að það sé nauðgun.“ Tengdar fréttir Taldist tilraun til nauðgunar að reyna að þvinga fram kynmök með myndefni af Snapchat Héraðssaksóknari býst við aukningu í þessum málum eftir fangelsisdóm við Héraðsdóm Norðurlands eystra. 15. maí 2016 13:45 Óttaðist svo mjög birtingu nektarmyndar að hann íhugaði að strjúka að heiman Karlmaður var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, meðal annars fyrir tilraun til nauðgunar, en hann fékk 15 ára gamlan dreng til að senda sér nektarmynd á Snapchat og hótaði svo að birta myndina. 24. maí 2016 18:07 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir að fordæmi felist í dómi Hæstaréttar sem féll í dag en þá var maður sakfelldur fyrir tilraun til nauðgunar er hann hótaði 15 ára pilti að birta opinberlega viðkvæmt kynferðislegt myndefni sem pilturinn hafði sent manninum ef hann hefði ekki kynferðismök við manninn. Tveir dómarar skiluðu sér atkvæði í málinu og töldu ekki rétt að sakfella fyrir manninn fyrir tilraun til nauðgunar en Kolbrún telur fordæmið engu að síður til staðar. „Fordæmið felst í því að það er látið reyna á að sú háttsemi að nýta sér að hafa undir höndum viðkvæmt kynferðislegt myndefni til þess að fremja alvarlegra kynferðisbrot sé tilraun til að fremja nauðgun, eins og í þessu tilfelli. Á það er fallist og það held ég að muni hafa mikla þýðingu,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi.Sjá einnig: Hótaði að dreifa nektarmynd af fimmtán ára dreng Hún segir að allajafna myndi það rýra fordæmisgildi að dómarar skili sératkvæði. „En ef maður horfir á þann hluta fordæmisins sem snýr að því hvort þessi háttsemi sé tilraun til nauðgunar þá fæ ég ekki betur séð en að allir dómararnir séu sammála um það. Þeir eru hins vegar ósammála um hvort ákæruvaldinu hafi tekist að sanna að ásetningur stæði til þess að fullfremja brotið,“ segir Kolbrún og bætir við: „Mér finnst skipta mjög miklu máli upp á fordæmið að gera að dómstólar fallist á að þessi háttsemi, að verða sér út um viðkvæmt myndefni og nota það svo í því skyni að fá fram til að mynda kynferðismök, að það sé nauðgun. Ef það kemur svo síðar upp þar sem einhver sem hefur undir höndum viðkvæmt kynferðislegt efni og fær síðan þann sem er á myndinni til að hafa við sig samfarir þá getum við sagt með vísun í þennan dóm að það sé nauðgun.“
Tengdar fréttir Taldist tilraun til nauðgunar að reyna að þvinga fram kynmök með myndefni af Snapchat Héraðssaksóknari býst við aukningu í þessum málum eftir fangelsisdóm við Héraðsdóm Norðurlands eystra. 15. maí 2016 13:45 Óttaðist svo mjög birtingu nektarmyndar að hann íhugaði að strjúka að heiman Karlmaður var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, meðal annars fyrir tilraun til nauðgunar, en hann fékk 15 ára gamlan dreng til að senda sér nektarmynd á Snapchat og hótaði svo að birta myndina. 24. maí 2016 18:07 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Taldist tilraun til nauðgunar að reyna að þvinga fram kynmök með myndefni af Snapchat Héraðssaksóknari býst við aukningu í þessum málum eftir fangelsisdóm við Héraðsdóm Norðurlands eystra. 15. maí 2016 13:45
Óttaðist svo mjög birtingu nektarmyndar að hann íhugaði að strjúka að heiman Karlmaður var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, meðal annars fyrir tilraun til nauðgunar, en hann fékk 15 ára gamlan dreng til að senda sér nektarmynd á Snapchat og hótaði svo að birta myndina. 24. maí 2016 18:07