Leika sér að eldinum í Reynisfjöru nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 17. október 2016 22:27 Ferðafólk hleypur undan öldum í Reynisfjöru. Þórdís Pétursdóttir deildi myndbandi á Facebook sem sýnir nokkur atvik frá því í síðustu viku þar sem ferðafólk er hársbreidd frá því að fara sér að voða. Í myndbandinu má sjá fólk reyna að flýja stórar öldur sem komu aðvífandi meðan það lék sér í fjöruborðinu. Þórdís er nemandi í ferðamálafræði við Háskóla Íslands og dvaldi á Suðurlandi í síðustu viku við vinnu á lokaverkefni sínu. Verkefnið snýr að öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. „Við Sigurlaug vinkona mín erum að vinna að verkefninu saman og erum að rannsaka skynjun ferðamanna á áhættu í Reynisfjöru. Við vorum á svæðinu í fimm daga en eyddum fjórum dögum á ströndinni sjálfri að framkvæma rannsóknina. Við fylgdumst bæði með ferðamönnum og hvernig þeir ferðuðumst um ströndina og spurðum þá einnig spurninga um hvernig þeir skynjuðu ströndina og fyrri þekkingu þeirra um hana,“ sagði Þórdís í samtali við fréttastofu Vísis.Leggja sig í hættu til þess að ná hinni fullkomnu mynd Myndbandið sem Þórdís náði af ferðamönnunum sýnir þrjú mismunandi atvik. Aðspurð hvort hátternið hafi komið henni á óvart svarar Þórdís að það hafi í raun gert það. „Við áttuðum okkur ekki á því hversu mikilvægur þáttur myndatakan er í upplifun ferðamanna.“ Að hennar sögn eyddu margir drjúgum tíma í að taka myndir og voru tilbúnir að taka mikla áhættu til þess að ná hinni fullkomnu mynd. „Margir klifruðu hátt í stuðlaberginu eða sneru baki í öldurnar til þess að ná flottri mynd af sjónum og Reynisdröngum saman. Einnig var áhugavert að sjá hvernig fólk upplifði spennuna. Það vildi snerta sjóinn og hlaupa að öldunum þegar þær voru sem hæstar,“ segir Þórdís. Í skilaboðum sem fylgja myndbandinu segir Þórdís jafnframt að þær stöllur hafi viljað deila myndbandinu, einmitt vegna þess að þeim blöskraði hátterni ferðamanna sem lögðu líf sitt í hættu til þess eins að ná góðri mynd. „Á þeim fjórum dögum sem við eyddum í Reynisfjöru urðum við vitni að alls konar hegðun ferðamanna. Þeir settu sjálfa sig, ástvini og stundum börn í hættu til að ná hinni fullkomnu mynd. Þrátt fyrir nýju skiltin er eitthvað greinilega ekki að skila sér eins og sjá má í myndbandinu. Vildum bara deila þessu með ykkur,“ segir á Facebook-síðu Þórdísar.Tveir látist í ReynisfjöruÖldurótið í Reynisfjöru hefur nú þegar orðið tveimur ferðamönnum að bana, annars vegar lést bandarísk kona í maí 2007 þegar brimskafl hreif hana með sér og hins vegar lést kínverskur ferðamaður nú í febrúar af sömu ástæðu. Ótal atvik hafa jafnframt átt sér stað þar sem fólk hefur komist í krappan dans á þessum slóðum, til að mynda árið 2007 þegar hópur fólks reyndi að koma hval til bjargar. Nýtt öryggisskilti var sett upp í Reynisfjöru í síðustu viku þar sem útskýrt er hvers vegna hættan er svona mikil á svæðinu. Á skiltinu stendur skýrum stöfum að um hættu sé að ræða; bæði á íslensku, ensku og kínversku. Þar kemur jafnframt fram að ferðamaður hafi nýlega látist vegna öldurótsins. Skiltið var hannað af verkfræðistofunni EFLU að undangengnu áhættumati á svæðinu. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52 Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30 Kona í sjálfheldu í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn eru mættir á staðinn. 25. maí 2016 15:28 Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Sjá meira
Þórdís Pétursdóttir deildi myndbandi á Facebook sem sýnir nokkur atvik frá því í síðustu viku þar sem ferðafólk er hársbreidd frá því að fara sér að voða. Í myndbandinu má sjá fólk reyna að flýja stórar öldur sem komu aðvífandi meðan það lék sér í fjöruborðinu. Þórdís er nemandi í ferðamálafræði við Háskóla Íslands og dvaldi á Suðurlandi í síðustu viku við vinnu á lokaverkefni sínu. Verkefnið snýr að öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. „Við Sigurlaug vinkona mín erum að vinna að verkefninu saman og erum að rannsaka skynjun ferðamanna á áhættu í Reynisfjöru. Við vorum á svæðinu í fimm daga en eyddum fjórum dögum á ströndinni sjálfri að framkvæma rannsóknina. Við fylgdumst bæði með ferðamönnum og hvernig þeir ferðuðumst um ströndina og spurðum þá einnig spurninga um hvernig þeir skynjuðu ströndina og fyrri þekkingu þeirra um hana,“ sagði Þórdís í samtali við fréttastofu Vísis.Leggja sig í hættu til þess að ná hinni fullkomnu mynd Myndbandið sem Þórdís náði af ferðamönnunum sýnir þrjú mismunandi atvik. Aðspurð hvort hátternið hafi komið henni á óvart svarar Þórdís að það hafi í raun gert það. „Við áttuðum okkur ekki á því hversu mikilvægur þáttur myndatakan er í upplifun ferðamanna.“ Að hennar sögn eyddu margir drjúgum tíma í að taka myndir og voru tilbúnir að taka mikla áhættu til þess að ná hinni fullkomnu mynd. „Margir klifruðu hátt í stuðlaberginu eða sneru baki í öldurnar til þess að ná flottri mynd af sjónum og Reynisdröngum saman. Einnig var áhugavert að sjá hvernig fólk upplifði spennuna. Það vildi snerta sjóinn og hlaupa að öldunum þegar þær voru sem hæstar,“ segir Þórdís. Í skilaboðum sem fylgja myndbandinu segir Þórdís jafnframt að þær stöllur hafi viljað deila myndbandinu, einmitt vegna þess að þeim blöskraði hátterni ferðamanna sem lögðu líf sitt í hættu til þess eins að ná góðri mynd. „Á þeim fjórum dögum sem við eyddum í Reynisfjöru urðum við vitni að alls konar hegðun ferðamanna. Þeir settu sjálfa sig, ástvini og stundum börn í hættu til að ná hinni fullkomnu mynd. Þrátt fyrir nýju skiltin er eitthvað greinilega ekki að skila sér eins og sjá má í myndbandinu. Vildum bara deila þessu með ykkur,“ segir á Facebook-síðu Þórdísar.Tveir látist í ReynisfjöruÖldurótið í Reynisfjöru hefur nú þegar orðið tveimur ferðamönnum að bana, annars vegar lést bandarísk kona í maí 2007 þegar brimskafl hreif hana með sér og hins vegar lést kínverskur ferðamaður nú í febrúar af sömu ástæðu. Ótal atvik hafa jafnframt átt sér stað þar sem fólk hefur komist í krappan dans á þessum slóðum, til að mynda árið 2007 þegar hópur fólks reyndi að koma hval til bjargar. Nýtt öryggisskilti var sett upp í Reynisfjöru í síðustu viku þar sem útskýrt er hvers vegna hættan er svona mikil á svæðinu. Á skiltinu stendur skýrum stöfum að um hættu sé að ræða; bæði á íslensku, ensku og kínversku. Þar kemur jafnframt fram að ferðamaður hafi nýlega látist vegna öldurótsins. Skiltið var hannað af verkfræðistofunni EFLU að undangengnu áhættumati á svæðinu.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52 Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30 Kona í sjálfheldu í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn eru mættir á staðinn. 25. maí 2016 15:28 Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Sjá meira
Ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru Erlendur ferðamaður féll í sjóinn við Reynisfjöru í Vík í Mýrdal. 20. júní 2013 18:52
Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30
Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið. 11. febrúar 2016 07:00