Vinnubrögð forystumanna BSRB sögð vera gerræðisleg Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. september 2016 06:30 Bjarni Benediktsson segir að samkomulagið sé stærsta framlag vinnumarkaðarins til stöðugleika inn í framtíðina. Hér heilsar hann Elínu Björgu Jónsdóttur, formanni BSRB, og Þórunni Sveinbjarnardóttur, formanni BHM. vísir/gva Forsvarsmenn fjögurra stéttarfélaga innan BSRB bókuðu mótmæli gegn fyrirhuguðum breytingum á lífeyrissjóðakerfinu á formannafundi sem fór fram í Reykjanesbæ í byrjun september. Þetta voru forsvarsmenn Landssambands lögreglumanna, Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sjúkraliðafélagsins og Tollvarðafélagsins. Samkomulag um breytingar á lífeyrissjóðakerfinu voru kynntar á blaðamannafund í gær. Það felur í sér að allt launafólk mun njóta sambærilegra lífeyrisréttinda hvort sem það starfar á opinberum eða almennum vinnumarkaði. Launafólki verður gert betur kleift að færa sig milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Lífeyrisaldur opinberra starfsmanna verður hækkaður úr 65 árum í 67 ár, en þó verður tryggt að núverandi sjóðsfélagar haldi óbreyttum réttindum og geti farið á eftirlaun 65 ára ef þeir kjósa.Snorri Magnússon„Samhliða þessu er skiljanlegt að menn leggi áherslu á það að önnur launakjör verði jöfnuð en það hefur ætíð reynst mjög erfitt að taka samtal um jöfnun launakjara á meðan lífeyrisréttindin eru ekki sambærileg. Í framhaldi af þessum breytingum er hægt að ræða um jöfnun launakjara á allt öðrum grunni heldur en gert hefur verið til þessa,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti breytingarnar. „Grunnprinsippið, samræmt lífeyriskerfi og samræmd launakerfi, er góðra gjalda vert og eitthvað sem við erum fyllilega sammála,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Hins vegar sé með samkomulaginu verið að ganga frá til framtíðar réttindaafsali starfsmanna hins opinbera á meðan ekki liggur fyrir á sama tíma hvernig farið verður í að leiðrétta launamuninn milli starfsmanna opinbera og almenna markaðarins. Hann telur að þetta hefði þurft að taka til skoðunar samtímis. Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að stefna sambandsins sé, og hafi verið í mörg ár, að flýta starfslokum sinna félagsmanna. „Okkar óskastaða væri að hefja lífeyristöku um 55 ára aldurinn. En þarna í þessu samkomulagi er talað um að hækka lífeyrissjóðsaldurinn úr 65 í 67 ár og við getum ekki samþykkt það. Það er alveg útilokað,“ segir Stefán. Í ályktun félagsstjórnarfundar Sjúkraliðafélags Íslands, sem haldinn var 13. september síðastliðinn, segir að stjórnin lýsi yfir verulegum vonbrigðum með þá aðila í forystu BSRB sem hafi samið um og samþykkt gríðarlegar skerðingar á framtíðarlífeyrisréttindum A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar (lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga). Vinnubrögðin voru sögð gerræðisleg og hvatt til þess að samkomulagið yrði ekki undirritað fyrr en búið væri að kjósa um það í almennri kosningu opinberra starfsmanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
Forsvarsmenn fjögurra stéttarfélaga innan BSRB bókuðu mótmæli gegn fyrirhuguðum breytingum á lífeyrissjóðakerfinu á formannafundi sem fór fram í Reykjanesbæ í byrjun september. Þetta voru forsvarsmenn Landssambands lögreglumanna, Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sjúkraliðafélagsins og Tollvarðafélagsins. Samkomulag um breytingar á lífeyrissjóðakerfinu voru kynntar á blaðamannafund í gær. Það felur í sér að allt launafólk mun njóta sambærilegra lífeyrisréttinda hvort sem það starfar á opinberum eða almennum vinnumarkaði. Launafólki verður gert betur kleift að færa sig milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Lífeyrisaldur opinberra starfsmanna verður hækkaður úr 65 árum í 67 ár, en þó verður tryggt að núverandi sjóðsfélagar haldi óbreyttum réttindum og geti farið á eftirlaun 65 ára ef þeir kjósa.Snorri Magnússon„Samhliða þessu er skiljanlegt að menn leggi áherslu á það að önnur launakjör verði jöfnuð en það hefur ætíð reynst mjög erfitt að taka samtal um jöfnun launakjara á meðan lífeyrisréttindin eru ekki sambærileg. Í framhaldi af þessum breytingum er hægt að ræða um jöfnun launakjara á allt öðrum grunni heldur en gert hefur verið til þessa,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti breytingarnar. „Grunnprinsippið, samræmt lífeyriskerfi og samræmd launakerfi, er góðra gjalda vert og eitthvað sem við erum fyllilega sammála,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Hins vegar sé með samkomulaginu verið að ganga frá til framtíðar réttindaafsali starfsmanna hins opinbera á meðan ekki liggur fyrir á sama tíma hvernig farið verður í að leiðrétta launamuninn milli starfsmanna opinbera og almenna markaðarins. Hann telur að þetta hefði þurft að taka til skoðunar samtímis. Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að stefna sambandsins sé, og hafi verið í mörg ár, að flýta starfslokum sinna félagsmanna. „Okkar óskastaða væri að hefja lífeyristöku um 55 ára aldurinn. En þarna í þessu samkomulagi er talað um að hækka lífeyrissjóðsaldurinn úr 65 í 67 ár og við getum ekki samþykkt það. Það er alveg útilokað,“ segir Stefán. Í ályktun félagsstjórnarfundar Sjúkraliðafélags Íslands, sem haldinn var 13. september síðastliðinn, segir að stjórnin lýsi yfir verulegum vonbrigðum með þá aðila í forystu BSRB sem hafi samið um og samþykkt gríðarlegar skerðingar á framtíðarlífeyrisréttindum A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar (lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga). Vinnubrögðin voru sögð gerræðisleg og hvatt til þess að samkomulagið yrði ekki undirritað fyrr en búið væri að kjósa um það í almennri kosningu opinberra starfsmanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira