Vinnubrögð forystumanna BSRB sögð vera gerræðisleg Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. september 2016 06:30 Bjarni Benediktsson segir að samkomulagið sé stærsta framlag vinnumarkaðarins til stöðugleika inn í framtíðina. Hér heilsar hann Elínu Björgu Jónsdóttur, formanni BSRB, og Þórunni Sveinbjarnardóttur, formanni BHM. vísir/gva Forsvarsmenn fjögurra stéttarfélaga innan BSRB bókuðu mótmæli gegn fyrirhuguðum breytingum á lífeyrissjóðakerfinu á formannafundi sem fór fram í Reykjanesbæ í byrjun september. Þetta voru forsvarsmenn Landssambands lögreglumanna, Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sjúkraliðafélagsins og Tollvarðafélagsins. Samkomulag um breytingar á lífeyrissjóðakerfinu voru kynntar á blaðamannafund í gær. Það felur í sér að allt launafólk mun njóta sambærilegra lífeyrisréttinda hvort sem það starfar á opinberum eða almennum vinnumarkaði. Launafólki verður gert betur kleift að færa sig milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Lífeyrisaldur opinberra starfsmanna verður hækkaður úr 65 árum í 67 ár, en þó verður tryggt að núverandi sjóðsfélagar haldi óbreyttum réttindum og geti farið á eftirlaun 65 ára ef þeir kjósa.Snorri Magnússon„Samhliða þessu er skiljanlegt að menn leggi áherslu á það að önnur launakjör verði jöfnuð en það hefur ætíð reynst mjög erfitt að taka samtal um jöfnun launakjara á meðan lífeyrisréttindin eru ekki sambærileg. Í framhaldi af þessum breytingum er hægt að ræða um jöfnun launakjara á allt öðrum grunni heldur en gert hefur verið til þessa,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti breytingarnar. „Grunnprinsippið, samræmt lífeyriskerfi og samræmd launakerfi, er góðra gjalda vert og eitthvað sem við erum fyllilega sammála,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Hins vegar sé með samkomulaginu verið að ganga frá til framtíðar réttindaafsali starfsmanna hins opinbera á meðan ekki liggur fyrir á sama tíma hvernig farið verður í að leiðrétta launamuninn milli starfsmanna opinbera og almenna markaðarins. Hann telur að þetta hefði þurft að taka til skoðunar samtímis. Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að stefna sambandsins sé, og hafi verið í mörg ár, að flýta starfslokum sinna félagsmanna. „Okkar óskastaða væri að hefja lífeyristöku um 55 ára aldurinn. En þarna í þessu samkomulagi er talað um að hækka lífeyrissjóðsaldurinn úr 65 í 67 ár og við getum ekki samþykkt það. Það er alveg útilokað,“ segir Stefán. Í ályktun félagsstjórnarfundar Sjúkraliðafélags Íslands, sem haldinn var 13. september síðastliðinn, segir að stjórnin lýsi yfir verulegum vonbrigðum með þá aðila í forystu BSRB sem hafi samið um og samþykkt gríðarlegar skerðingar á framtíðarlífeyrisréttindum A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar (lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga). Vinnubrögðin voru sögð gerræðisleg og hvatt til þess að samkomulagið yrði ekki undirritað fyrr en búið væri að kjósa um það í almennri kosningu opinberra starfsmanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Forsvarsmenn fjögurra stéttarfélaga innan BSRB bókuðu mótmæli gegn fyrirhuguðum breytingum á lífeyrissjóðakerfinu á formannafundi sem fór fram í Reykjanesbæ í byrjun september. Þetta voru forsvarsmenn Landssambands lögreglumanna, Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sjúkraliðafélagsins og Tollvarðafélagsins. Samkomulag um breytingar á lífeyrissjóðakerfinu voru kynntar á blaðamannafund í gær. Það felur í sér að allt launafólk mun njóta sambærilegra lífeyrisréttinda hvort sem það starfar á opinberum eða almennum vinnumarkaði. Launafólki verður gert betur kleift að færa sig milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Lífeyrisaldur opinberra starfsmanna verður hækkaður úr 65 árum í 67 ár, en þó verður tryggt að núverandi sjóðsfélagar haldi óbreyttum réttindum og geti farið á eftirlaun 65 ára ef þeir kjósa.Snorri Magnússon„Samhliða þessu er skiljanlegt að menn leggi áherslu á það að önnur launakjör verði jöfnuð en það hefur ætíð reynst mjög erfitt að taka samtal um jöfnun launakjara á meðan lífeyrisréttindin eru ekki sambærileg. Í framhaldi af þessum breytingum er hægt að ræða um jöfnun launakjara á allt öðrum grunni heldur en gert hefur verið til þessa,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti breytingarnar. „Grunnprinsippið, samræmt lífeyriskerfi og samræmd launakerfi, er góðra gjalda vert og eitthvað sem við erum fyllilega sammála,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Hins vegar sé með samkomulaginu verið að ganga frá til framtíðar réttindaafsali starfsmanna hins opinbera á meðan ekki liggur fyrir á sama tíma hvernig farið verður í að leiðrétta launamuninn milli starfsmanna opinbera og almenna markaðarins. Hann telur að þetta hefði þurft að taka til skoðunar samtímis. Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að stefna sambandsins sé, og hafi verið í mörg ár, að flýta starfslokum sinna félagsmanna. „Okkar óskastaða væri að hefja lífeyristöku um 55 ára aldurinn. En þarna í þessu samkomulagi er talað um að hækka lífeyrissjóðsaldurinn úr 65 í 67 ár og við getum ekki samþykkt það. Það er alveg útilokað,“ segir Stefán. Í ályktun félagsstjórnarfundar Sjúkraliðafélags Íslands, sem haldinn var 13. september síðastliðinn, segir að stjórnin lýsi yfir verulegum vonbrigðum með þá aðila í forystu BSRB sem hafi samið um og samþykkt gríðarlegar skerðingar á framtíðarlífeyrisréttindum A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar (lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga). Vinnubrögðin voru sögð gerræðisleg og hvatt til þess að samkomulagið yrði ekki undirritað fyrr en búið væri að kjósa um það í almennri kosningu opinberra starfsmanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira