Viðbrögð Íslendinga kveikja von í brjósti stuðningsmanns Íslands sem stunginn var í París: „Færið okkur norðurljósin á erfiðum tímum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júlí 2016 11:30 Lögreglumaðurinn sem stunginn var í París eftir leik Íslands og Frakklands er djúpt snortinn yfir viðbrögðum Íslendinga. vísir/epa Enski lögreglumaðurinn sem studdi Ísland á EM á vart til orð yfir stuðningnum sem Íslendingar hafa sýnt honum eftir að hann var stunginn í París eftir að hafa verið viðstaddur leik Íslands og Frakklands á EM. Fljótlega eftir að fréttir brutust út um að maðurinn hafði verið stunginn fór Hannes Freyr Sigurðsson, gallharður stuðningsmaður Íslands inn í hina fjölmennu og virku grúppu stuðningsmanna Íslands á Facebook og kannaði áhuga á því að gera eitthvað fyrir lögreglumanninn, jafnvel bjóða honum og unnustunni til Íslands. Lögreglumaðurinn hefur nú sent Hannesi Frey tölvupóst þar sem hann þakkar kærlega fyrir stuðninginn sem íslenskir stuðningsmenn hafi sýnt honum. Hann hafi skipt sköpum á erfiðum tímum fyrir sig og unnustu sína.Sjá einnig: Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga„Góðmennska ykkar hefur snert okkur bæði og stuðningurinn hefur endurreist trú okkar á mannkynið,“ skrifar lögreglumaðurinn en árásin virðist hafa verið tilefnislaus með öllu. „Frá mínum sjónarhóli eruð þið að færa okkur norðurljósin ykkkar á erfiðum tímum.“ Lögreglumaðurinn segist hafa hrifist með íslenska landsliðinu og stuðningsmönnunum. Hannes Freyr og fleiri hafa nú verið að kanna hvort að mögulegt sé að bjóða lögreglumanninum og unnustu hans til Íslands á landsleik. Í tölvupóstinum kemur fram að lögreglumaðurinn vilji gjarnan fá að ávarpa stuðningsmenn Íslands í hálfleik á leiknum sé það mögulegt. Nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki sett sig í sambandi við Hannes Frey og fleiri með það að markmiði að styrkja lögreglumanninn í för sinni hingað til lands og því afar líklegt að lögreglumaðurinn komist til Íslands. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga "Það kom mér mikið á óvart hvað þetta sprakk út á stuttum tíma,“ segir Hannes Freyr Sigurðsson. 7. júlí 2016 14:45 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Enski lögreglumaðurinn sem studdi Ísland á EM á vart til orð yfir stuðningnum sem Íslendingar hafa sýnt honum eftir að hann var stunginn í París eftir að hafa verið viðstaddur leik Íslands og Frakklands á EM. Fljótlega eftir að fréttir brutust út um að maðurinn hafði verið stunginn fór Hannes Freyr Sigurðsson, gallharður stuðningsmaður Íslands inn í hina fjölmennu og virku grúppu stuðningsmanna Íslands á Facebook og kannaði áhuga á því að gera eitthvað fyrir lögreglumanninn, jafnvel bjóða honum og unnustunni til Íslands. Lögreglumaðurinn hefur nú sent Hannesi Frey tölvupóst þar sem hann þakkar kærlega fyrir stuðninginn sem íslenskir stuðningsmenn hafi sýnt honum. Hann hafi skipt sköpum á erfiðum tímum fyrir sig og unnustu sína.Sjá einnig: Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga„Góðmennska ykkar hefur snert okkur bæði og stuðningurinn hefur endurreist trú okkar á mannkynið,“ skrifar lögreglumaðurinn en árásin virðist hafa verið tilefnislaus með öllu. „Frá mínum sjónarhóli eruð þið að færa okkur norðurljósin ykkkar á erfiðum tímum.“ Lögreglumaðurinn segist hafa hrifist með íslenska landsliðinu og stuðningsmönnunum. Hannes Freyr og fleiri hafa nú verið að kanna hvort að mögulegt sé að bjóða lögreglumanninum og unnustu hans til Íslands á landsleik. Í tölvupóstinum kemur fram að lögreglumaðurinn vilji gjarnan fá að ávarpa stuðningsmenn Íslands í hálfleik á leiknum sé það mögulegt. Nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki sett sig í sambandi við Hannes Frey og fleiri með það að markmiði að styrkja lögreglumanninn í för sinni hingað til lands og því afar líklegt að lögreglumaðurinn komist til Íslands.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga "Það kom mér mikið á óvart hvað þetta sprakk út á stuttum tíma,“ segir Hannes Freyr Sigurðsson. 7. júlí 2016 14:45 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga "Það kom mér mikið á óvart hvað þetta sprakk út á stuttum tíma,“ segir Hannes Freyr Sigurðsson. 7. júlí 2016 14:45