Kjarasamningurinn kemur í veg fyrir hópuppsögn kennara Þorgeir Helgason skrifar 30. nóvember 2016 07:00 Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, fagnaði samningnum í húsnæði ríkissáttasemjara með því að fá sér gulrót. Vísir/Stefán „Það gefur augaleið að verði þessi samningur felldur þá verður það mjög erfið og flókin staða,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Samninganefndir Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga komust að samkomulagi um kjaramál grunnskólakennara í gærkvöldi. Grunnskólakennarar hafa verið samningslausir frá 1. júní. Í tvígang hafa samningar náðst en í bæði skiptin hafa grunnskólakennarar fellt samningana í atkvæðagreiðslu. Samningurinn verður kynntur á trúnaðarmannafundi klukkan tíu í dag. „Það var alveg ljóst að það urðu að nást samningar núna. Það var ekkert annað í boði,“ segir Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla. Ragnar er einn af yfir hundrað grunnskólakennurum á landinu sem hafa sagt starfi sínu lausu vegna kjaradeilnanna. Í fyrradag bættust níu kennarar Árbæjarskóla í hóp þeirra sem hafa sagt upp starfi sínu. Nýi kjarasamningurinn á að gilda frá 1. desember í ár til 30. nóvember á næsta ári. „Ég held að tímalengd samningsins bendi til að hann sé gerður í trausti þess að það muni fara fram frekari vinna í kjaramálum kennara. Það mun valda einhverjum vonbrigðum vegna þess að margir hafa fengið nóg af þessari deilu,“ segir Ragnar. Hann telur samninginn vera skref í rétta átt og fagnar áfanganum. Hins vegar telur hann tímalengd samningsins benda til þess að prósentuhækkanir séu ekki miklar. „Þetta hefði getað farið miklu verr en nú er bara að sjá hvernig þetta fer,“ segir Ragnar. „Við auðvitað skrifum undir því við teljum samninginn vera ásættanlegan. Við vildum komast lengra í viðræðunum en þetta er niðurstaðan og við teljum að samningurinn verði samþykktur. Vonandi verður þetta til þess að þeir sem hafa sagt upp starfi geti hugsað sér að draga þær uppsagnir til baka,“ segir Ólafur. Ragnar segir að stór hópur grunnskólakennara hafi ætlað að segja upp í hádeginu í dag. „Þetta verður til þess að það verður engin útganga í dag eins og búið var að skipuleggja. Því ber að fagna,“ segir Ragnar. Kennarar felldu í haust samning sem fól í sér að laun þeirra áttu að hækka um 9,5 prósent á næstu þremur árum. Ásamt því hefðu kennarar fengið rúmlega áttatíu þúsund króna uppbót tvisvar á ári. Ekki liggur fyrir hvað felst í nýja samningnum á þessari stundu. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn mun liggja fyrir mánudaginn 12. desember.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
„Það gefur augaleið að verði þessi samningur felldur þá verður það mjög erfið og flókin staða,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Samninganefndir Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga komust að samkomulagi um kjaramál grunnskólakennara í gærkvöldi. Grunnskólakennarar hafa verið samningslausir frá 1. júní. Í tvígang hafa samningar náðst en í bæði skiptin hafa grunnskólakennarar fellt samningana í atkvæðagreiðslu. Samningurinn verður kynntur á trúnaðarmannafundi klukkan tíu í dag. „Það var alveg ljóst að það urðu að nást samningar núna. Það var ekkert annað í boði,“ segir Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla. Ragnar er einn af yfir hundrað grunnskólakennurum á landinu sem hafa sagt starfi sínu lausu vegna kjaradeilnanna. Í fyrradag bættust níu kennarar Árbæjarskóla í hóp þeirra sem hafa sagt upp starfi sínu. Nýi kjarasamningurinn á að gilda frá 1. desember í ár til 30. nóvember á næsta ári. „Ég held að tímalengd samningsins bendi til að hann sé gerður í trausti þess að það muni fara fram frekari vinna í kjaramálum kennara. Það mun valda einhverjum vonbrigðum vegna þess að margir hafa fengið nóg af þessari deilu,“ segir Ragnar. Hann telur samninginn vera skref í rétta átt og fagnar áfanganum. Hins vegar telur hann tímalengd samningsins benda til þess að prósentuhækkanir séu ekki miklar. „Þetta hefði getað farið miklu verr en nú er bara að sjá hvernig þetta fer,“ segir Ragnar. „Við auðvitað skrifum undir því við teljum samninginn vera ásættanlegan. Við vildum komast lengra í viðræðunum en þetta er niðurstaðan og við teljum að samningurinn verði samþykktur. Vonandi verður þetta til þess að þeir sem hafa sagt upp starfi geti hugsað sér að draga þær uppsagnir til baka,“ segir Ólafur. Ragnar segir að stór hópur grunnskólakennara hafi ætlað að segja upp í hádeginu í dag. „Þetta verður til þess að það verður engin útganga í dag eins og búið var að skipuleggja. Því ber að fagna,“ segir Ragnar. Kennarar felldu í haust samning sem fól í sér að laun þeirra áttu að hækka um 9,5 prósent á næstu þremur árum. Ásamt því hefðu kennarar fengið rúmlega áttatíu þúsund króna uppbót tvisvar á ári. Ekki liggur fyrir hvað felst í nýja samningnum á þessari stundu. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn mun liggja fyrir mánudaginn 12. desember.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira