Kjarasamningurinn kemur í veg fyrir hópuppsögn kennara Þorgeir Helgason skrifar 30. nóvember 2016 07:00 Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, fagnaði samningnum í húsnæði ríkissáttasemjara með því að fá sér gulrót. Vísir/Stefán „Það gefur augaleið að verði þessi samningur felldur þá verður það mjög erfið og flókin staða,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Samninganefndir Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga komust að samkomulagi um kjaramál grunnskólakennara í gærkvöldi. Grunnskólakennarar hafa verið samningslausir frá 1. júní. Í tvígang hafa samningar náðst en í bæði skiptin hafa grunnskólakennarar fellt samningana í atkvæðagreiðslu. Samningurinn verður kynntur á trúnaðarmannafundi klukkan tíu í dag. „Það var alveg ljóst að það urðu að nást samningar núna. Það var ekkert annað í boði,“ segir Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla. Ragnar er einn af yfir hundrað grunnskólakennurum á landinu sem hafa sagt starfi sínu lausu vegna kjaradeilnanna. Í fyrradag bættust níu kennarar Árbæjarskóla í hóp þeirra sem hafa sagt upp starfi sínu. Nýi kjarasamningurinn á að gilda frá 1. desember í ár til 30. nóvember á næsta ári. „Ég held að tímalengd samningsins bendi til að hann sé gerður í trausti þess að það muni fara fram frekari vinna í kjaramálum kennara. Það mun valda einhverjum vonbrigðum vegna þess að margir hafa fengið nóg af þessari deilu,“ segir Ragnar. Hann telur samninginn vera skref í rétta átt og fagnar áfanganum. Hins vegar telur hann tímalengd samningsins benda til þess að prósentuhækkanir séu ekki miklar. „Þetta hefði getað farið miklu verr en nú er bara að sjá hvernig þetta fer,“ segir Ragnar. „Við auðvitað skrifum undir því við teljum samninginn vera ásættanlegan. Við vildum komast lengra í viðræðunum en þetta er niðurstaðan og við teljum að samningurinn verði samþykktur. Vonandi verður þetta til þess að þeir sem hafa sagt upp starfi geti hugsað sér að draga þær uppsagnir til baka,“ segir Ólafur. Ragnar segir að stór hópur grunnskólakennara hafi ætlað að segja upp í hádeginu í dag. „Þetta verður til þess að það verður engin útganga í dag eins og búið var að skipuleggja. Því ber að fagna,“ segir Ragnar. Kennarar felldu í haust samning sem fól í sér að laun þeirra áttu að hækka um 9,5 prósent á næstu þremur árum. Ásamt því hefðu kennarar fengið rúmlega áttatíu þúsund króna uppbót tvisvar á ári. Ekki liggur fyrir hvað felst í nýja samningnum á þessari stundu. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn mun liggja fyrir mánudaginn 12. desember.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Sjá meira
„Það gefur augaleið að verði þessi samningur felldur þá verður það mjög erfið og flókin staða,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Samninganefndir Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga komust að samkomulagi um kjaramál grunnskólakennara í gærkvöldi. Grunnskólakennarar hafa verið samningslausir frá 1. júní. Í tvígang hafa samningar náðst en í bæði skiptin hafa grunnskólakennarar fellt samningana í atkvæðagreiðslu. Samningurinn verður kynntur á trúnaðarmannafundi klukkan tíu í dag. „Það var alveg ljóst að það urðu að nást samningar núna. Það var ekkert annað í boði,“ segir Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla. Ragnar er einn af yfir hundrað grunnskólakennurum á landinu sem hafa sagt starfi sínu lausu vegna kjaradeilnanna. Í fyrradag bættust níu kennarar Árbæjarskóla í hóp þeirra sem hafa sagt upp starfi sínu. Nýi kjarasamningurinn á að gilda frá 1. desember í ár til 30. nóvember á næsta ári. „Ég held að tímalengd samningsins bendi til að hann sé gerður í trausti þess að það muni fara fram frekari vinna í kjaramálum kennara. Það mun valda einhverjum vonbrigðum vegna þess að margir hafa fengið nóg af þessari deilu,“ segir Ragnar. Hann telur samninginn vera skref í rétta átt og fagnar áfanganum. Hins vegar telur hann tímalengd samningsins benda til þess að prósentuhækkanir séu ekki miklar. „Þetta hefði getað farið miklu verr en nú er bara að sjá hvernig þetta fer,“ segir Ragnar. „Við auðvitað skrifum undir því við teljum samninginn vera ásættanlegan. Við vildum komast lengra í viðræðunum en þetta er niðurstaðan og við teljum að samningurinn verði samþykktur. Vonandi verður þetta til þess að þeir sem hafa sagt upp starfi geti hugsað sér að draga þær uppsagnir til baka,“ segir Ólafur. Ragnar segir að stór hópur grunnskólakennara hafi ætlað að segja upp í hádeginu í dag. „Þetta verður til þess að það verður engin útganga í dag eins og búið var að skipuleggja. Því ber að fagna,“ segir Ragnar. Kennarar felldu í haust samning sem fól í sér að laun þeirra áttu að hækka um 9,5 prósent á næstu þremur árum. Ásamt því hefðu kennarar fengið rúmlega áttatíu þúsund króna uppbót tvisvar á ári. Ekki liggur fyrir hvað felst í nýja samningnum á þessari stundu. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn mun liggja fyrir mánudaginn 12. desember.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Sjá meira