Sjúkraliðar bíða fram yfir páska Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. mars 2016 07:00 Hefð er fyrir því að slá upp vöfflukaffi þegar skrifað er undir kjarasamninga í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Tilefni gafst til slíkra veitinga á aðfararnótt mánudags þegar félög BHM sömdu við sveitarfélög landsins. vísir/Anton „Það hefur enginn fundur verið haldinn síðan við tilkynntum um verkfall,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ), um stöðuna í kjaraviðræðum félagsins við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjúkraliðar samþykktu boðun verkfalls um miðjan mánuðinn. „Ríkissáttasemjari ákvað að ekki væri ástæða til að vera með fund fyrr en hálfum mánuði síðar, sem er 30. mars, rétt eftir páskana,“ segir Kristín. Nýundirritaður samningur sveitarfélaganna við BHM hafi engu breytt um það. „Það hefur ekkert heyrst í þeim.“ Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir stöðuna óbreytta í viðræðum félagsins við sveitarfélögin, viðræður standi yfir. Þá séu hjúkrunarfræðingar að svo stöddu ekkert farnir að velta fyrir sér hugsanlegum aðgerðum til að þrýsta á um samning.Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands„Ætli það fari ekki að ganga hraðar núna en verið hefur hingað til,“ segir Ólafur, línur séu að skýrast í viðræðunum. „Hægt og rólega er þetta að koma.“ Samningar sem náðust á milli samninganefnda sveitarfélaganna og níu félaga Bandalags háskólamanna (BHM)og skrifað var undir á mánudagsmorgun sýna þó að skjótt getur skipast veður í lofti í viðræðunum. Fram undir síðustu viku var fremur þungt hljóð í fólki hjá BHM og rætt um að skoða aðgerðir vegna þess að kjaraviðræðurnar hefðu dregist úr hömlu. Þá sagðist Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, „hæfilega bjartsýn“ á framhaldið um miðja síðustu viku, en sagði viðræður þó þokast áfram.Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðingaPáll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segir hlutina svo hafa smollið aðfaranótt mánudags. Félög BHM sem semja við sveitarfélögin eru Dýralæknafélag Íslands, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Fræðagarður, Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Þroskaþjálfafélag Íslands. Nýr samningur verður nú kynntur félagsmönnum og kosið um hann, en fram kemur á vef BHM að tilkynna þurfi niðurstöðu kosninga um samninginn ekki síðar en fimmta apríl næstkomandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars. Kjaramál Tengdar fréttir Sjúkraliðar boða allsherjarverkfall Öldrunar- og hjúkrunarþjónusta á vegum sveitarfélaga landsins raskast í byrjun apríl komi til verkfalls sjúkraliða. Verkfall samþykkt með 97 prósentum atkvæða. 15. mars 2016 07:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
„Það hefur enginn fundur verið haldinn síðan við tilkynntum um verkfall,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ), um stöðuna í kjaraviðræðum félagsins við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjúkraliðar samþykktu boðun verkfalls um miðjan mánuðinn. „Ríkissáttasemjari ákvað að ekki væri ástæða til að vera með fund fyrr en hálfum mánuði síðar, sem er 30. mars, rétt eftir páskana,“ segir Kristín. Nýundirritaður samningur sveitarfélaganna við BHM hafi engu breytt um það. „Það hefur ekkert heyrst í þeim.“ Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir stöðuna óbreytta í viðræðum félagsins við sveitarfélögin, viðræður standi yfir. Þá séu hjúkrunarfræðingar að svo stöddu ekkert farnir að velta fyrir sér hugsanlegum aðgerðum til að þrýsta á um samning.Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands„Ætli það fari ekki að ganga hraðar núna en verið hefur hingað til,“ segir Ólafur, línur séu að skýrast í viðræðunum. „Hægt og rólega er þetta að koma.“ Samningar sem náðust á milli samninganefnda sveitarfélaganna og níu félaga Bandalags háskólamanna (BHM)og skrifað var undir á mánudagsmorgun sýna þó að skjótt getur skipast veður í lofti í viðræðunum. Fram undir síðustu viku var fremur þungt hljóð í fólki hjá BHM og rætt um að skoða aðgerðir vegna þess að kjaraviðræðurnar hefðu dregist úr hömlu. Þá sagðist Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, „hæfilega bjartsýn“ á framhaldið um miðja síðustu viku, en sagði viðræður þó þokast áfram.Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðingaPáll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segir hlutina svo hafa smollið aðfaranótt mánudags. Félög BHM sem semja við sveitarfélögin eru Dýralæknafélag Íslands, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Fræðagarður, Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Þroskaþjálfafélag Íslands. Nýr samningur verður nú kynntur félagsmönnum og kosið um hann, en fram kemur á vef BHM að tilkynna þurfi niðurstöðu kosninga um samninginn ekki síðar en fimmta apríl næstkomandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars.
Kjaramál Tengdar fréttir Sjúkraliðar boða allsherjarverkfall Öldrunar- og hjúkrunarþjónusta á vegum sveitarfélaga landsins raskast í byrjun apríl komi til verkfalls sjúkraliða. Verkfall samþykkt með 97 prósentum atkvæða. 15. mars 2016 07:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Sjúkraliðar boða allsherjarverkfall Öldrunar- og hjúkrunarþjónusta á vegum sveitarfélaga landsins raskast í byrjun apríl komi til verkfalls sjúkraliða. Verkfall samþykkt með 97 prósentum atkvæða. 15. mars 2016 07:00