Hver eru viðbrögð utanríkisráðuneytisins þegar hryðjuverk eru framin? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. mars 2016 11:00 Vísir/Getty „Það fer heilmikið ferli í gang. Við erum alltaf alla daga, allan sólarhringinn með neyðarvakt. Sá hópur sem stendur að þessari neyðarvakt er alltaf kallaður til þegar eitthvað svona gerist,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sem ræddi við Ísland í bítið um viðbrögð utanríkisráðuneytisins við hryðjuverkum líkt og þeim sem framin voru í Belgíu í gær. Snemma í gærmorgun sprengdu þrír árásarmenn þrjár sjálfsmorðsprengjur í Brussel, tvær á Zaventem-flugvellinum og eina í Maalbek-lestarstöðinni. Við fyrstu fregnir kom sá hópur sem sér um þessi mál í utanríkisráðuneytinu saman en í honum eru um tíu starfsmenn ráðuneytisins. „Við settumst niður strax í gærmorgun klukkan átta. Þá var hópurinn kallaður til og við fórum að reyna að kortleggja stöðuna og afla upplýsinga,“ segir Urður.Sjá einnig: Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakkStrax var farið í að það að hvetja Íslendinga í Brussel til að láta vita af sér. Tvö sendiráð Íslands eru staðsett í Brussel auk þess sem að fjölmargir starfa hjá alþjóðastofnunum í Brussel. Einnig var farið í það að afla upplýsinga frá yfirvöldum í Belgíu. „Við erum með tvö sendiráð í Brussel og það vinna talsvert margir Íslendingar hjá EFTA, ESA og öðrum stofnunum. Við könnuðum það strax og báðum þá um að líta í kringum sig hvort að allir væru óhultir,“ segir Urður.Samfélagsmiðlar mjög gagnlegirErfitt reyndist að ná símasambandi við Brussel í gær, mikið álag var á símkerfinu enda margir að leita að ættingjum sínum. Hafa samfélagsmiðlar því reynst öflugt tól til þess að ná til fólks á slíkum álagstímum og nýtir ráðuneytið sér það óspart með því að koma upplýsingum á framfæri í gegnum Facebook og Twitter. Þá virkjaði Facebook það sem kallast Safety Check og segir Urður að það hafi verið mjög hjálplegt. „Facebook virkjar þetta stundum í svona stórum atburðum. Það er mjög hjálplegt vegna þess að það sjá þetta allir. Það er líka hægt að merkja að aðrir séu óhultir, ef þú hefur uppplýsingar um það. Við getum þó ekki treyst því að Facebook setji þetta af stað. Þess vegna biðum við ekki boðanna og báðum fólk um að láta vita af sér“ segir Urður. Sjá einnig: Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“Urður segir það mikilvægt að fólk láti aðstandendur sína vita af sér þegar svona atburðir eigi sér stað, hvort sem það sé gert með Facebook Safety Check, sms-i eða tölvupósti þegar símkerfi liggja niðri líkt og gerðist í gær. „Við hvetjum fólk til þess að láta aðstandendur sína vita, það þarf ekki endilega að hafa samband við utanríkisráðuneytið. Mjög oft er það fyrsta sem við heyrum af svona ef aðstandendurnir eru farnir að hafa áhyggjur af sínu fólki. Þá vitum við að eitthvað er í gangi og þá setjum við allt á fullt.“Hlusta má á samtalið við Urði Gunnarsdóttur í spilaranum hér fyrir ofan. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16 Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“ Freyja Steingrímsdóttir segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við árásunum með mikilli samheldni. 22. mars 2016 16:22 Íslendingur í Brussel: „Mikið af blóði og sært fólk“ Sigrún Kristjánsdóttir var stödd í flugstöðinni þegar tvær sprengingar urðu. 22. mars 2016 08:14 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Það fer heilmikið ferli í gang. Við erum alltaf alla daga, allan sólarhringinn með neyðarvakt. Sá hópur sem stendur að þessari neyðarvakt er alltaf kallaður til þegar eitthvað svona gerist,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sem ræddi við Ísland í bítið um viðbrögð utanríkisráðuneytisins við hryðjuverkum líkt og þeim sem framin voru í Belgíu í gær. Snemma í gærmorgun sprengdu þrír árásarmenn þrjár sjálfsmorðsprengjur í Brussel, tvær á Zaventem-flugvellinum og eina í Maalbek-lestarstöðinni. Við fyrstu fregnir kom sá hópur sem sér um þessi mál í utanríkisráðuneytinu saman en í honum eru um tíu starfsmenn ráðuneytisins. „Við settumst niður strax í gærmorgun klukkan átta. Þá var hópurinn kallaður til og við fórum að reyna að kortleggja stöðuna og afla upplýsinga,“ segir Urður.Sjá einnig: Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakkStrax var farið í að það að hvetja Íslendinga í Brussel til að láta vita af sér. Tvö sendiráð Íslands eru staðsett í Brussel auk þess sem að fjölmargir starfa hjá alþjóðastofnunum í Brussel. Einnig var farið í það að afla upplýsinga frá yfirvöldum í Belgíu. „Við erum með tvö sendiráð í Brussel og það vinna talsvert margir Íslendingar hjá EFTA, ESA og öðrum stofnunum. Við könnuðum það strax og báðum þá um að líta í kringum sig hvort að allir væru óhultir,“ segir Urður.Samfélagsmiðlar mjög gagnlegirErfitt reyndist að ná símasambandi við Brussel í gær, mikið álag var á símkerfinu enda margir að leita að ættingjum sínum. Hafa samfélagsmiðlar því reynst öflugt tól til þess að ná til fólks á slíkum álagstímum og nýtir ráðuneytið sér það óspart með því að koma upplýsingum á framfæri í gegnum Facebook og Twitter. Þá virkjaði Facebook það sem kallast Safety Check og segir Urður að það hafi verið mjög hjálplegt. „Facebook virkjar þetta stundum í svona stórum atburðum. Það er mjög hjálplegt vegna þess að það sjá þetta allir. Það er líka hægt að merkja að aðrir séu óhultir, ef þú hefur uppplýsingar um það. Við getum þó ekki treyst því að Facebook setji þetta af stað. Þess vegna biðum við ekki boðanna og báðum fólk um að láta vita af sér“ segir Urður. Sjá einnig: Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“Urður segir það mikilvægt að fólk láti aðstandendur sína vita af sér þegar svona atburðir eigi sér stað, hvort sem það sé gert með Facebook Safety Check, sms-i eða tölvupósti þegar símkerfi liggja niðri líkt og gerðist í gær. „Við hvetjum fólk til þess að láta aðstandendur sína vita, það þarf ekki endilega að hafa samband við utanríkisráðuneytið. Mjög oft er það fyrsta sem við heyrum af svona ef aðstandendurnir eru farnir að hafa áhyggjur af sínu fólki. Þá vitum við að eitthvað er í gangi og þá setjum við allt á fullt.“Hlusta má á samtalið við Urði Gunnarsdóttur í spilaranum hér fyrir ofan.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16 Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“ Freyja Steingrímsdóttir segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við árásunum með mikilli samheldni. 22. mars 2016 16:22 Íslendingur í Brussel: „Mikið af blóði og sært fólk“ Sigrún Kristjánsdóttir var stödd í flugstöðinni þegar tvær sprengingar urðu. 22. mars 2016 08:14 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31
Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38
Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16
Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“ Freyja Steingrímsdóttir segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við árásunum með mikilli samheldni. 22. mars 2016 16:22
Íslendingur í Brussel: „Mikið af blóði og sært fólk“ Sigrún Kristjánsdóttir var stödd í flugstöðinni þegar tvær sprengingar urðu. 22. mars 2016 08:14