Ýmsar kenningar um upphaf Black Friday Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 15:45 Mikið öngþveiti skapast oft á svörtum föstudegi. vísir/epa Ýmsar sögur hafa verið á kreiki um upphaf svarta föstudagsins svonefnda, eða Black Friday, líkt og hann kallast á ensku. Engin haldbær skýring er þó á því hvaðan dagurinn er upprunninn, að sögn Kristins Helga Magnússonar Schram, lektors í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Næstkomandi föstudagur, dagurinn sem fjölmargar verslanir halda hátíðlegan, á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna en hefur undanfarin ár náð fótfestu hér á landi, og er líklega kominn til að vera. Verslanir bjóða á þessum degi upp á afslátt af vörum sínum en í Bandaríkjunum markar þessi dagur upphaf jólavertíðarinnar.Þrælahald, bókhald og reiðir lögreglumenn algengar skýringar „Það eru margar þjóðsögur um hvernig dagurinn varð til í Bandaríkjunum. Ein er sú að þetta hafi verið dagur þar sem þrælahaldarar seldu þræla sína með afslætti til plantekrueigenda. Önnur skýring er sú að þetta sé dagur þar sem kaupmenn komast loksins úr tapi í gróða yfir fjárhagsárið, þ.e komist úr rauðu yfir í svart,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. Þessar skýringar telur hann hins vegar rangar. „Líklegasta skýringin er sú að þetta sé heiti yfir það sem lögreglumenn á austurströnd Bandaríkjanna notuðu til að lýsa þessum fyrsta degi eftir þakkargjörðina. Þá var algengt að fólk hringdi sig inn veikt í vinnu og fengi þannig langa helgi. Þá færi það niður í bæ en við það sköpuðust miklar umferðarteppur í miðbænum og lögreglumenn kölluðu þetta svartan föstudag til að lýsa þessum vandræðum sem fólust í því að stjórna umferðaröngþveiti. Þetta hefur líklega verið á sjötta áratugnum eða snemma á sjöunda áratugnum.“Hefðirnar flestar neysludrifnar Kristinn segir mörg dæmi um það að kaupmenn reyni að innleiða sérstaka hátíðardaga inn í samfélag sitt. Dæmi um það sé Valentínusardagurinn sem þó hefur ekki náð að skjóta eins föstum rótum í íslenskt samfélag og til dæmis hrekkjavaka eða svartur föstudagur. Þessir dagar eiga það flestir sameiginlegt að vera drifnir áfram að neyslumiðuðum hefðum. „Það eru margir dagar sem eru svona neysludrifnir og ríma við þessa ímynd þjóðarinnar af neysluglöðu samfélagi. Það er þó að nokkru leyti í andstöðu við þá ímynd sem farið var að bera meira á á eftirhrunsárunum um að við værum í ákveðnu afturhaldi til neyslugrannra tíma og sjálfbærni og sjálfþurftarbúskapar, en mér skilst að einkaneyslan sé að aukast töluvert,“ segir Kristinn. Svartur föstudagur, Valentínusardagur og hrekkjavaka eru þeir dagar sem hafa náð hvað best inn í íslenskt samfélag, en þeir eru allir frá Bandaríkjunum komnir. Kristinn segir erfitt að segja til um hvers vegna Íslendingar leiti frekar til Bandaríkjanna en annarra landa, en Bretar halda upp á svokallaðan Boxing day, sem er sambærilegur svörtum föstudegi, en haldinn annan í jólum. „Það er alltaf ákveðið flæði á milli hefða erlendis og á Íslandi og það er kannski erfitt að afmarka hátíðir mjög sérstaklega við þjóðerni og séríslenska daga. Ég held að við megum alveg búast við hreyfingu á því. Suma hátíðardaga mótum við meira staðbundið.“ Kristinn segir þessar hefðir ekki hafa haft marktæk áhrif á séríslenskar hefðir, líkt og öskudag, en að þær breytist alltaf í tímanna rás. „Það hefur alltaf verið hreyfing á hefðum á milli landa og þær hefðir sem við lítum á sem séríslenskar eiga sér margar hliðstæður erlendis og hátíðardagar koma og fara með aukinni alþjóðavæðingu og auknum samskiptum.“Dagurinn að detta úr tísku Black Friday er stærsti verslunardagur Bandaríkjanna. Oftar en ekki kemur fólk sér fyrir í tjöldum og tjaldstólum allt að tólf tímum fyrir opnun, og dæmi eru um að mikill æsingur myndist þegar verslanirnar loks opna. Nýjustu fregnir frá Bandaríkjunum herma þó að dagurinn sé að missa sess sinn meðal bandarískra neytenda, en á síðasta ári fóru 102 milljónir manna í verslanir þessa stóru verslunarhelgi, og hafði þá fækkað um rúmlega 40 milljónir frá 2012. Þróunin virðist vera að fólk versli jafn mikið fyrir jólin, en sé ekki að draga innkaupin fram á svartan föstudag, og að það versli í auknum mæli á netinu. Talið er að samanlagt 137,4 milljónir manna í Bandaríkjunum muni versla í búðum og á netinu um þakkargjörðarhelgina. Það er tveggja milljóna manna fjölgun milli ára. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Ýmsar sögur hafa verið á kreiki um upphaf svarta föstudagsins svonefnda, eða Black Friday, líkt og hann kallast á ensku. Engin haldbær skýring er þó á því hvaðan dagurinn er upprunninn, að sögn Kristins Helga Magnússonar Schram, lektors í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Næstkomandi föstudagur, dagurinn sem fjölmargar verslanir halda hátíðlegan, á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna en hefur undanfarin ár náð fótfestu hér á landi, og er líklega kominn til að vera. Verslanir bjóða á þessum degi upp á afslátt af vörum sínum en í Bandaríkjunum markar þessi dagur upphaf jólavertíðarinnar.Þrælahald, bókhald og reiðir lögreglumenn algengar skýringar „Það eru margar þjóðsögur um hvernig dagurinn varð til í Bandaríkjunum. Ein er sú að þetta hafi verið dagur þar sem þrælahaldarar seldu þræla sína með afslætti til plantekrueigenda. Önnur skýring er sú að þetta sé dagur þar sem kaupmenn komast loksins úr tapi í gróða yfir fjárhagsárið, þ.e komist úr rauðu yfir í svart,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. Þessar skýringar telur hann hins vegar rangar. „Líklegasta skýringin er sú að þetta sé heiti yfir það sem lögreglumenn á austurströnd Bandaríkjanna notuðu til að lýsa þessum fyrsta degi eftir þakkargjörðina. Þá var algengt að fólk hringdi sig inn veikt í vinnu og fengi þannig langa helgi. Þá færi það niður í bæ en við það sköpuðust miklar umferðarteppur í miðbænum og lögreglumenn kölluðu þetta svartan föstudag til að lýsa þessum vandræðum sem fólust í því að stjórna umferðaröngþveiti. Þetta hefur líklega verið á sjötta áratugnum eða snemma á sjöunda áratugnum.“Hefðirnar flestar neysludrifnar Kristinn segir mörg dæmi um það að kaupmenn reyni að innleiða sérstaka hátíðardaga inn í samfélag sitt. Dæmi um það sé Valentínusardagurinn sem þó hefur ekki náð að skjóta eins föstum rótum í íslenskt samfélag og til dæmis hrekkjavaka eða svartur föstudagur. Þessir dagar eiga það flestir sameiginlegt að vera drifnir áfram að neyslumiðuðum hefðum. „Það eru margir dagar sem eru svona neysludrifnir og ríma við þessa ímynd þjóðarinnar af neysluglöðu samfélagi. Það er þó að nokkru leyti í andstöðu við þá ímynd sem farið var að bera meira á á eftirhrunsárunum um að við værum í ákveðnu afturhaldi til neyslugrannra tíma og sjálfbærni og sjálfþurftarbúskapar, en mér skilst að einkaneyslan sé að aukast töluvert,“ segir Kristinn. Svartur föstudagur, Valentínusardagur og hrekkjavaka eru þeir dagar sem hafa náð hvað best inn í íslenskt samfélag, en þeir eru allir frá Bandaríkjunum komnir. Kristinn segir erfitt að segja til um hvers vegna Íslendingar leiti frekar til Bandaríkjanna en annarra landa, en Bretar halda upp á svokallaðan Boxing day, sem er sambærilegur svörtum föstudegi, en haldinn annan í jólum. „Það er alltaf ákveðið flæði á milli hefða erlendis og á Íslandi og það er kannski erfitt að afmarka hátíðir mjög sérstaklega við þjóðerni og séríslenska daga. Ég held að við megum alveg búast við hreyfingu á því. Suma hátíðardaga mótum við meira staðbundið.“ Kristinn segir þessar hefðir ekki hafa haft marktæk áhrif á séríslenskar hefðir, líkt og öskudag, en að þær breytist alltaf í tímanna rás. „Það hefur alltaf verið hreyfing á hefðum á milli landa og þær hefðir sem við lítum á sem séríslenskar eiga sér margar hliðstæður erlendis og hátíðardagar koma og fara með aukinni alþjóðavæðingu og auknum samskiptum.“Dagurinn að detta úr tísku Black Friday er stærsti verslunardagur Bandaríkjanna. Oftar en ekki kemur fólk sér fyrir í tjöldum og tjaldstólum allt að tólf tímum fyrir opnun, og dæmi eru um að mikill æsingur myndist þegar verslanirnar loks opna. Nýjustu fregnir frá Bandaríkjunum herma þó að dagurinn sé að missa sess sinn meðal bandarískra neytenda, en á síðasta ári fóru 102 milljónir manna í verslanir þessa stóru verslunarhelgi, og hafði þá fækkað um rúmlega 40 milljónir frá 2012. Þróunin virðist vera að fólk versli jafn mikið fyrir jólin, en sé ekki að draga innkaupin fram á svartan föstudag, og að það versli í auknum mæli á netinu. Talið er að samanlagt 137,4 milljónir manna í Bandaríkjunum muni versla í búðum og á netinu um þakkargjörðarhelgina. Það er tveggja milljóna manna fjölgun milli ára.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira