Lög um opinber innkaup kosta hundruð milljóna við lyfjakaup Sveinn Arnarson skrifar 18. janúar 2016 07:00 Sjúkratryggingar Íslands vörðu rúmum fjórtán milljörðum króna í lyf á árinu 2013. Fréttablaðið/Vilhelm Íslenska ríkið gæti sparað hundruð milljóna króna á ári í lyfjakaupum ef Ísland tæki þátt í útboðum á lyfjum með öðrum þjóðum. Norðmenn náðu í fyrra að lækka verð á gigtarlyfjum um 70 prósent en við ráðstöfum um milljarði króna í sams konar lyf á hverju ári. Landspítalinn segir lög um opinber innkaup hamla því að hægt sé að taka þátt í útboðum með öðrum þjóðum. „Það hefur lengi verið í umræðunni að Íslendingar taki þátt í lyfjaútboðum með öðrum þjóðum en að svo stöddu hamla lög um opinber innkaup og lagaumhverfi í nágrannalöndunum því að svo geti orðið,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans. Lögum um opinber innkaup frá 2007 var breytt árið 2011. Þá var lögð til heimild til að bjóða út innkaup í öðru ríki í samstarfi við önnur ríki. Við þriðju og síðustu umræðu tillögunnar kom fram breytingartillaga frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Sigurði Kára Kristjánssyni sem Landspítalinn telur hamla því að hægt sé að fara í útboð með öðrum þjóðum. Breytingartillagan snýr að því að áður skuli liggja fyrir sérstakt samkeppnismat á útboði erlendis og skuli fjármálaráðuneyti leita eftir staðfestingu Samkeppniseftirlitsins á því samkeppnismati. Þessi breytingartillaga var samþykkt.Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans Fréttablaðið/ValliSjúkratryggingar Íslands vörðu rúmum fjórtán milljörðum króna í lyf samkvæmt ársreikningi stofnunarinnar fyrir árið 2013 og því er um stóran útgjaldalið fyrir hið opinbera að ræða. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir það skipta miklu máli að lækka lyfjakostnað ríkisins og vill beita sér í málinu. „Ég hef áður talað fyrir því, bæði hér á landi og við samstarfsráðherra mína á Norðurlöndum, að það sé mikilvægt að standa saman að útboðum til að lækka kostnað hins opinbera. Það er mikilvægt að breyta lögum um opinber innkaup svo að af þessu megi verða,“ segir Kristján Þór. Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir þessa grein laganna ekki vera eins hamlandi og hún líti út fyrir að vera í fyrstu. „Við höfum aðstoðað aðrar ríkisstofnanir við að fara í sameiginlegt útboð með öðrum þjóðum og það hefur gengið ágætlega. Það er mikilvægt að stofnanir láti reyna á þetta áður en þær ákveða að þetta hamli þeim í að spara fjármagn hins opinbera,“ segir Halldór. Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Íslenska ríkið gæti sparað hundruð milljóna króna á ári í lyfjakaupum ef Ísland tæki þátt í útboðum á lyfjum með öðrum þjóðum. Norðmenn náðu í fyrra að lækka verð á gigtarlyfjum um 70 prósent en við ráðstöfum um milljarði króna í sams konar lyf á hverju ári. Landspítalinn segir lög um opinber innkaup hamla því að hægt sé að taka þátt í útboðum með öðrum þjóðum. „Það hefur lengi verið í umræðunni að Íslendingar taki þátt í lyfjaútboðum með öðrum þjóðum en að svo stöddu hamla lög um opinber innkaup og lagaumhverfi í nágrannalöndunum því að svo geti orðið,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans. Lögum um opinber innkaup frá 2007 var breytt árið 2011. Þá var lögð til heimild til að bjóða út innkaup í öðru ríki í samstarfi við önnur ríki. Við þriðju og síðustu umræðu tillögunnar kom fram breytingartillaga frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Sigurði Kára Kristjánssyni sem Landspítalinn telur hamla því að hægt sé að fara í útboð með öðrum þjóðum. Breytingartillagan snýr að því að áður skuli liggja fyrir sérstakt samkeppnismat á útboði erlendis og skuli fjármálaráðuneyti leita eftir staðfestingu Samkeppniseftirlitsins á því samkeppnismati. Þessi breytingartillaga var samþykkt.Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans Fréttablaðið/ValliSjúkratryggingar Íslands vörðu rúmum fjórtán milljörðum króna í lyf samkvæmt ársreikningi stofnunarinnar fyrir árið 2013 og því er um stóran útgjaldalið fyrir hið opinbera að ræða. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir það skipta miklu máli að lækka lyfjakostnað ríkisins og vill beita sér í málinu. „Ég hef áður talað fyrir því, bæði hér á landi og við samstarfsráðherra mína á Norðurlöndum, að það sé mikilvægt að standa saman að útboðum til að lækka kostnað hins opinbera. Það er mikilvægt að breyta lögum um opinber innkaup svo að af þessu megi verða,“ segir Kristján Þór. Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir þessa grein laganna ekki vera eins hamlandi og hún líti út fyrir að vera í fyrstu. „Við höfum aðstoðað aðrar ríkisstofnanir við að fara í sameiginlegt útboð með öðrum þjóðum og það hefur gengið ágætlega. Það er mikilvægt að stofnanir láti reyna á þetta áður en þær ákveða að þetta hamli þeim í að spara fjármagn hins opinbera,“ segir Halldór.
Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira