Lög um opinber innkaup kosta hundruð milljóna við lyfjakaup Sveinn Arnarson skrifar 18. janúar 2016 07:00 Sjúkratryggingar Íslands vörðu rúmum fjórtán milljörðum króna í lyf á árinu 2013. Fréttablaðið/Vilhelm Íslenska ríkið gæti sparað hundruð milljóna króna á ári í lyfjakaupum ef Ísland tæki þátt í útboðum á lyfjum með öðrum þjóðum. Norðmenn náðu í fyrra að lækka verð á gigtarlyfjum um 70 prósent en við ráðstöfum um milljarði króna í sams konar lyf á hverju ári. Landspítalinn segir lög um opinber innkaup hamla því að hægt sé að taka þátt í útboðum með öðrum þjóðum. „Það hefur lengi verið í umræðunni að Íslendingar taki þátt í lyfjaútboðum með öðrum þjóðum en að svo stöddu hamla lög um opinber innkaup og lagaumhverfi í nágrannalöndunum því að svo geti orðið,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans. Lögum um opinber innkaup frá 2007 var breytt árið 2011. Þá var lögð til heimild til að bjóða út innkaup í öðru ríki í samstarfi við önnur ríki. Við þriðju og síðustu umræðu tillögunnar kom fram breytingartillaga frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Sigurði Kára Kristjánssyni sem Landspítalinn telur hamla því að hægt sé að fara í útboð með öðrum þjóðum. Breytingartillagan snýr að því að áður skuli liggja fyrir sérstakt samkeppnismat á útboði erlendis og skuli fjármálaráðuneyti leita eftir staðfestingu Samkeppniseftirlitsins á því samkeppnismati. Þessi breytingartillaga var samþykkt.Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans Fréttablaðið/ValliSjúkratryggingar Íslands vörðu rúmum fjórtán milljörðum króna í lyf samkvæmt ársreikningi stofnunarinnar fyrir árið 2013 og því er um stóran útgjaldalið fyrir hið opinbera að ræða. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir það skipta miklu máli að lækka lyfjakostnað ríkisins og vill beita sér í málinu. „Ég hef áður talað fyrir því, bæði hér á landi og við samstarfsráðherra mína á Norðurlöndum, að það sé mikilvægt að standa saman að útboðum til að lækka kostnað hins opinbera. Það er mikilvægt að breyta lögum um opinber innkaup svo að af þessu megi verða,“ segir Kristján Þór. Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir þessa grein laganna ekki vera eins hamlandi og hún líti út fyrir að vera í fyrstu. „Við höfum aðstoðað aðrar ríkisstofnanir við að fara í sameiginlegt útboð með öðrum þjóðum og það hefur gengið ágætlega. Það er mikilvægt að stofnanir láti reyna á þetta áður en þær ákveða að þetta hamli þeim í að spara fjármagn hins opinbera,“ segir Halldór. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Íslenska ríkið gæti sparað hundruð milljóna króna á ári í lyfjakaupum ef Ísland tæki þátt í útboðum á lyfjum með öðrum þjóðum. Norðmenn náðu í fyrra að lækka verð á gigtarlyfjum um 70 prósent en við ráðstöfum um milljarði króna í sams konar lyf á hverju ári. Landspítalinn segir lög um opinber innkaup hamla því að hægt sé að taka þátt í útboðum með öðrum þjóðum. „Það hefur lengi verið í umræðunni að Íslendingar taki þátt í lyfjaútboðum með öðrum þjóðum en að svo stöddu hamla lög um opinber innkaup og lagaumhverfi í nágrannalöndunum því að svo geti orðið,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans. Lögum um opinber innkaup frá 2007 var breytt árið 2011. Þá var lögð til heimild til að bjóða út innkaup í öðru ríki í samstarfi við önnur ríki. Við þriðju og síðustu umræðu tillögunnar kom fram breytingartillaga frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Sigurði Kára Kristjánssyni sem Landspítalinn telur hamla því að hægt sé að fara í útboð með öðrum þjóðum. Breytingartillagan snýr að því að áður skuli liggja fyrir sérstakt samkeppnismat á útboði erlendis og skuli fjármálaráðuneyti leita eftir staðfestingu Samkeppniseftirlitsins á því samkeppnismati. Þessi breytingartillaga var samþykkt.Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans Fréttablaðið/ValliSjúkratryggingar Íslands vörðu rúmum fjórtán milljörðum króna í lyf samkvæmt ársreikningi stofnunarinnar fyrir árið 2013 og því er um stóran útgjaldalið fyrir hið opinbera að ræða. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir það skipta miklu máli að lækka lyfjakostnað ríkisins og vill beita sér í málinu. „Ég hef áður talað fyrir því, bæði hér á landi og við samstarfsráðherra mína á Norðurlöndum, að það sé mikilvægt að standa saman að útboðum til að lækka kostnað hins opinbera. Það er mikilvægt að breyta lögum um opinber innkaup svo að af þessu megi verða,“ segir Kristján Þór. Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir þessa grein laganna ekki vera eins hamlandi og hún líti út fyrir að vera í fyrstu. „Við höfum aðstoðað aðrar ríkisstofnanir við að fara í sameiginlegt útboð með öðrum þjóðum og það hefur gengið ágætlega. Það er mikilvægt að stofnanir láti reyna á þetta áður en þær ákveða að þetta hamli þeim í að spara fjármagn hins opinbera,“ segir Halldór.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent