Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Una Sighvatsdóttir skrifar 13. mars 2016 18:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir það ábyrgðarleysi að velta Vífilsstaðaleiðinni ekki fyrir sér fyrst yfirvöld í Garðabæ bjóði staðinn fram. Ef marka má yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á föstudag munu stjórnvöldá á næstunni eiga viðræður við bæjarstjórn Garðabæjar um þann möguleika að reisa nýjan Landspítala á Vífilsstöðum, í stað Hringbrautar, þar sem framkvæmri eru þegar hafnar. Ljóst er að Íslendingum er annt um Landspítalann, því um fjórðungur þjóðarinnar, 84.277 manns þegar þetta er ritað, hafa skrifað undir ákall Kára Stefánssonar um endurreisn heilbrigðiskerfisins og er undirskriftarsöfnunin þar með orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. Kári segist hinsvegar ekki geta litið á útspil forsætisráðherra sem svar við því ákalli.Býr til deilur og tafir „Mér finnst það dálítið skringilegt hjá forsætisráðherra þegar hann loksins tjáir sig um heilbrigðismál að hann skuli ruglast í ríminu á þennan hátt og fara að tjá sig um skipulagsmál," segir Kári. „Með þessu útspili er hann að búa til deilur, með þessu útspili er hann að tefja, raunverulega að stangast á við þessar 84 þúsund manns sem eru búin að skrifa undir þennan undirskriftarlista. Ef við værum að byrja upp á nýtt og ekkert hefði verið í það lagt þá væri ekkert óskynsamlegt að velta fyrir sér ólíkum staðsetingum, en núna á þessu augnabliki er þetta skemmdarverk."Páll Matthíasson forstjóri Landspítala sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að spítalinn væri svo yfirfullur að það væri orðin öryggisógn. Þá hafði sjúkrarúmum verið komið upp í bílageymslu bráðamóttökunnar sem varrúðarráðstöfun fyrir helgina.Vegið að stjórnarsamstarfinu? Forstjóri Landspítalans hefur gagnrýnt það að forsætisráðherra setji málið í uppnám án nokkurs samráðs við heilbrigðisstarfsfólk. Kári tekur undir þetta. „Það sem gerir þetta ennþá skrýtnara er að hann gerir þetta án þess að ræða við heilbrigðismálaráðherra. Og það sem meira er, hann vegur að vissu leyti að þeim forsendum fyrrir ríkisfjármálum sem fjármálaráðherra hefur sett. Þannig að ef það er einhver skynsemi á bak við þetta útspil forsætisráðherra þá er það tjáning á vilja hans til að sprengja þessa ríkisstjórn í loft upp, vegna þess að þetta er svo kolvitlaust.Ætlaði ekki að beina spjótum gegn ríkisstjórninni Kári stefnir að því að ljúka undirskriftarsöfnunninni innan þriggja vikna og efna þá til pallborðsumræða um endurreisnina. „Hugmyndin var sú að reyna að gera það á þann máta að það yrði ekki litið á þetta sérstaklega sem gagnrýni á núverandi ríkisstjórn en það má vel vera að það breytist með þessu útspili forsætisráðherra." Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir það ábyrgðarleysi að velta Vífilsstaðaleiðinni ekki fyrir sér fyrst yfirvöld í Garðabæ bjóði staðinn fram. Ef marka má yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á föstudag munu stjórnvöldá á næstunni eiga viðræður við bæjarstjórn Garðabæjar um þann möguleika að reisa nýjan Landspítala á Vífilsstöðum, í stað Hringbrautar, þar sem framkvæmri eru þegar hafnar. Ljóst er að Íslendingum er annt um Landspítalann, því um fjórðungur þjóðarinnar, 84.277 manns þegar þetta er ritað, hafa skrifað undir ákall Kára Stefánssonar um endurreisn heilbrigðiskerfisins og er undirskriftarsöfnunin þar með orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. Kári segist hinsvegar ekki geta litið á útspil forsætisráðherra sem svar við því ákalli.Býr til deilur og tafir „Mér finnst það dálítið skringilegt hjá forsætisráðherra þegar hann loksins tjáir sig um heilbrigðismál að hann skuli ruglast í ríminu á þennan hátt og fara að tjá sig um skipulagsmál," segir Kári. „Með þessu útspili er hann að búa til deilur, með þessu útspili er hann að tefja, raunverulega að stangast á við þessar 84 þúsund manns sem eru búin að skrifa undir þennan undirskriftarlista. Ef við værum að byrja upp á nýtt og ekkert hefði verið í það lagt þá væri ekkert óskynsamlegt að velta fyrir sér ólíkum staðsetingum, en núna á þessu augnabliki er þetta skemmdarverk."Páll Matthíasson forstjóri Landspítala sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að spítalinn væri svo yfirfullur að það væri orðin öryggisógn. Þá hafði sjúkrarúmum verið komið upp í bílageymslu bráðamóttökunnar sem varrúðarráðstöfun fyrir helgina.Vegið að stjórnarsamstarfinu? Forstjóri Landspítalans hefur gagnrýnt það að forsætisráðherra setji málið í uppnám án nokkurs samráðs við heilbrigðisstarfsfólk. Kári tekur undir þetta. „Það sem gerir þetta ennþá skrýtnara er að hann gerir þetta án þess að ræða við heilbrigðismálaráðherra. Og það sem meira er, hann vegur að vissu leyti að þeim forsendum fyrrir ríkisfjármálum sem fjármálaráðherra hefur sett. Þannig að ef það er einhver skynsemi á bak við þetta útspil forsætisráðherra þá er það tjáning á vilja hans til að sprengja þessa ríkisstjórn í loft upp, vegna þess að þetta er svo kolvitlaust.Ætlaði ekki að beina spjótum gegn ríkisstjórninni Kári stefnir að því að ljúka undirskriftarsöfnunninni innan þriggja vikna og efna þá til pallborðsumræða um endurreisnina. „Hugmyndin var sú að reyna að gera það á þann máta að það yrði ekki litið á þetta sérstaklega sem gagnrýni á núverandi ríkisstjórn en það má vel vera að það breytist með þessu útspili forsætisráðherra."
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira