Kjararáð bætir 250 milljónum við eftirlaun þingmanna og ráðherra Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Ráðherrar og þingmenn fyrir apríl 2009 fá stærri bita af þjóðarkökunni í eftirlaun með ákvörðun kjararáðs. vísir/stefán Ákvörðun kjararáðs um hækkun ráðherralauna og þingfararkaups leiðir sjálfkrafa til þess að kostnaður ríkisins vegna eftirlauna fyrrverandi ráðherra og þingmanna hækkar um samtals 250 milljónir króna á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins fengu 223 einstaklingar á síðustu tveimur mánuðum greidd eftirlaun vegna setu á Alþingi og 57 einstaklingar fyrir að gegna ráðherraembætti fyrir apríl 2009. Þá voru eldri lög um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara afnumin. Í þeim fólst að eftirlaunarétturinn miðast við þingfararkaup hverju sinni. Eftir apríl 2009 greiða alþingismenn í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Þeir ávinna sér þar réttindi eins og aðrir greiðendur og njóta engra sérréttinda. Miðað við síðustu tvo mánuði fengu áðurnefndir 223 fyrrverandi þingmenn samtals greiddar 35,3 milljónir króna í eftirlaun á mánuði. LSR segir að með 44,3 prósenta hækkun kjararáðs á þingfararkaupi hækki mánaðarlegar greiðslur til þessa hóps um 15,6 milljónir og verði samtals 50,9 milljónir. Mánaðarleg útgjöld LSR vegna ráðherranna 57 voru 16,6 milljónir króna en verða 22,5 milljónir með hækkuninni sem nemur 5,9 milljónum. Samtals hækka eftirlaun þessa hóps um 21,5 milljónir króna mánaðarlega. Það samsvarar 258 milljónum á ári. Tekið skal fram að réttindi þeirra einstaklinga sem tilheyra nefndum hópum fyrrverandi þingmanna og ráðherra eru mismikil eftir því hversu lengi þeir gegndu þingmennsku eða sátu í stóli ráðherra. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Kjararáð Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarastarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Ákvörðun kjararáðs um hækkun ráðherralauna og þingfararkaups leiðir sjálfkrafa til þess að kostnaður ríkisins vegna eftirlauna fyrrverandi ráðherra og þingmanna hækkar um samtals 250 milljónir króna á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins fengu 223 einstaklingar á síðustu tveimur mánuðum greidd eftirlaun vegna setu á Alþingi og 57 einstaklingar fyrir að gegna ráðherraembætti fyrir apríl 2009. Þá voru eldri lög um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara afnumin. Í þeim fólst að eftirlaunarétturinn miðast við þingfararkaup hverju sinni. Eftir apríl 2009 greiða alþingismenn í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Þeir ávinna sér þar réttindi eins og aðrir greiðendur og njóta engra sérréttinda. Miðað við síðustu tvo mánuði fengu áðurnefndir 223 fyrrverandi þingmenn samtals greiddar 35,3 milljónir króna í eftirlaun á mánuði. LSR segir að með 44,3 prósenta hækkun kjararáðs á þingfararkaupi hækki mánaðarlegar greiðslur til þessa hóps um 15,6 milljónir og verði samtals 50,9 milljónir. Mánaðarleg útgjöld LSR vegna ráðherranna 57 voru 16,6 milljónir króna en verða 22,5 milljónir með hækkuninni sem nemur 5,9 milljónum. Samtals hækka eftirlaun þessa hóps um 21,5 milljónir króna mánaðarlega. Það samsvarar 258 milljónum á ári. Tekið skal fram að réttindi þeirra einstaklinga sem tilheyra nefndum hópum fyrrverandi þingmanna og ráðherra eru mismikil eftir því hversu lengi þeir gegndu þingmennsku eða sátu í stóli ráðherra. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Kjararáð Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarastarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira