Enski boltinn

Mourinho: Rooney ekki á förum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wayne Rooney og Jose Mourinho.
Wayne Rooney og Jose Mourinho. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að Wayne Rooney, framherji liðsins, sé ekki að fara neitt þrátt fyrir þráláta orðrómana að fyrirliðinn sé á förum frá félaginu.

Rooney hefur verið á bekknum í síðustu leikjum liðsins og sögusagnir sögðu í vikunni að Mourinho hafi sagt við Rooney að hann þyrfti að fara annað ef hann vildi spila í hverri viku.

„Á þessum aldri 31, veit ég að hann getur spilað. Ég veit hann getur það og hann er topp leikmaður og ég veit að hann getur spilað á hæsta stigi,” sagði Mourinho.

„Ég veit ekki hvað gerist á næstu árum, en það sem ég get sagt er að hann er mjög góður leikmaður, mjög mikilvægur fyrir okkur og hann er ekki að fara neitt. Okkur líkar við hann og hann líkar við okkur.”

„Hann er ekki ánægður því hann hefur verið á bekknum í síðustu leikjum, en hann er enn óánægðari þegar hann er ekki á bekknum því hann hefur verið meiddur. Það eru engin vandræði.”

„Hann er fyrirliðinn minn. Hann er fyrirliði liðsins og hagar sér eftir því,” sagði Mourinho að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×