Bjarni mættur á Bessastaði: Á von á því að fá stjórnarmyndunarumboðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2016 10:04 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kom til Bessastaða rétt fyrir klukkan 10 í morgun en forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson boðaði í gær alla formenn þeirra flokka sem náðu kjöri á Alþingi á fund til sín í dag. Mætir Bjarni fyrstur og síðan Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og svo koma formenn flokkanna koll af kolli í stærðarröð ef svo má segja, en Guðni boðaði flokkanna til sín eftir því hversu mikið fylgi þeir hlutu í kosningunum. Í samtali við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í morgun sagðist Bjarni eiga von á því að fá stjórnarmyndunarumboðið þar sem hann sæi ekki aðra raunhæfa kosti í stöðunni. Aðspurður kvaðst hann hafa rætt óformlega við nokkra leiðtoga stjórnmálaflokkanna en engar formlegar viðræður eru hafnar. „Ég geri svona frekar ráð fyrir því verð ég að segja í ljósi niðurstöðu kosninganna ég sé engan annan kost í sjálfu sér þó ég leyfi mér að horfa á mál frá mínum bæjarhól það finnst mér lýðræðislegasta niðurstaðan,“ sagði Bjarni um það hvort hann búist við því að fá umboðið.Bjarni ræðir við fjölmiðlamenn fyrir utan Bessastaði í morgun.vísir/friðrik þórÞá sagði Bjarni að stjórnarmyndunarviðræður ættu ekki að dragast á langinn umfram það sem nauðsynlegt væri. „Ísland er ekki í kreppu, Ísland er í engri krísu. Það gengur vel, fólk hefur atvinnu, hér er hagvöxtur og það er nokkuð bjart framundan, fjárlög með afgangi og stefnir í góðan afgang á næsta ári. Hvað þetta snertir ætti að vera tiltölulega auðvelt að mynda ríkisstjórn en vissulega þá þarf fleiri en tvo til og ég er sannfærður um að það þurfi ekkert að taka mjög langan tíma.“ Fréttablaðið greindi meðal annars frá því í dag að Bjarni hefði rætt við Óttarr Proppé formann Bjartrar framtíðar í gær um mögulega ríkisstjórn þeirra og Viðreisnar. Í Bítinu í morgun var Óttarr svo spurður út í símtalið og sagði hann að þeir Bjarni hefðu heyrst „bara til að spekúlera hvernig landið lægi,“ eins og hann orðaði það. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 29 prósent atkvæða í kosningunum og 21 þingmann kjörinn. Minnsti flokkurinn á þingi er Samfylkingin en hún hlaut 5,7 prósent atkvæða og þrjá þingmenn kjörna. Oddný Harðardóttir formaður flokksins mætir því seinust til Bessastaða í dag, eða klukkan 16. Viðbúið er að forsetinn veiti ekki neinum umboðið fyrr en að hann hefur hitt formenn allra flokkanna í dag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óttarr um símtalið við Bjarna: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi“ Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. 31. október 2016 09:47 Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kom til Bessastaða rétt fyrir klukkan 10 í morgun en forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson boðaði í gær alla formenn þeirra flokka sem náðu kjöri á Alþingi á fund til sín í dag. Mætir Bjarni fyrstur og síðan Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og svo koma formenn flokkanna koll af kolli í stærðarröð ef svo má segja, en Guðni boðaði flokkanna til sín eftir því hversu mikið fylgi þeir hlutu í kosningunum. Í samtali við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í morgun sagðist Bjarni eiga von á því að fá stjórnarmyndunarumboðið þar sem hann sæi ekki aðra raunhæfa kosti í stöðunni. Aðspurður kvaðst hann hafa rætt óformlega við nokkra leiðtoga stjórnmálaflokkanna en engar formlegar viðræður eru hafnar. „Ég geri svona frekar ráð fyrir því verð ég að segja í ljósi niðurstöðu kosninganna ég sé engan annan kost í sjálfu sér þó ég leyfi mér að horfa á mál frá mínum bæjarhól það finnst mér lýðræðislegasta niðurstaðan,“ sagði Bjarni um það hvort hann búist við því að fá umboðið.Bjarni ræðir við fjölmiðlamenn fyrir utan Bessastaði í morgun.vísir/friðrik þórÞá sagði Bjarni að stjórnarmyndunarviðræður ættu ekki að dragast á langinn umfram það sem nauðsynlegt væri. „Ísland er ekki í kreppu, Ísland er í engri krísu. Það gengur vel, fólk hefur atvinnu, hér er hagvöxtur og það er nokkuð bjart framundan, fjárlög með afgangi og stefnir í góðan afgang á næsta ári. Hvað þetta snertir ætti að vera tiltölulega auðvelt að mynda ríkisstjórn en vissulega þá þarf fleiri en tvo til og ég er sannfærður um að það þurfi ekkert að taka mjög langan tíma.“ Fréttablaðið greindi meðal annars frá því í dag að Bjarni hefði rætt við Óttarr Proppé formann Bjartrar framtíðar í gær um mögulega ríkisstjórn þeirra og Viðreisnar. Í Bítinu í morgun var Óttarr svo spurður út í símtalið og sagði hann að þeir Bjarni hefðu heyrst „bara til að spekúlera hvernig landið lægi,“ eins og hann orðaði það. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 29 prósent atkvæða í kosningunum og 21 þingmann kjörinn. Minnsti flokkurinn á þingi er Samfylkingin en hún hlaut 5,7 prósent atkvæða og þrjá þingmenn kjörna. Oddný Harðardóttir formaður flokksins mætir því seinust til Bessastaða í dag, eða klukkan 16. Viðbúið er að forsetinn veiti ekki neinum umboðið fyrr en að hann hefur hitt formenn allra flokkanna í dag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óttarr um símtalið við Bjarna: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi“ Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. 31. október 2016 09:47 Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Óttarr um símtalið við Bjarna: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi“ Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. 31. október 2016 09:47
Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00