Bjarni mættur á Bessastaði: Á von á því að fá stjórnarmyndunarumboðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2016 10:04 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kom til Bessastaða rétt fyrir klukkan 10 í morgun en forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson boðaði í gær alla formenn þeirra flokka sem náðu kjöri á Alþingi á fund til sín í dag. Mætir Bjarni fyrstur og síðan Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og svo koma formenn flokkanna koll af kolli í stærðarröð ef svo má segja, en Guðni boðaði flokkanna til sín eftir því hversu mikið fylgi þeir hlutu í kosningunum. Í samtali við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í morgun sagðist Bjarni eiga von á því að fá stjórnarmyndunarumboðið þar sem hann sæi ekki aðra raunhæfa kosti í stöðunni. Aðspurður kvaðst hann hafa rætt óformlega við nokkra leiðtoga stjórnmálaflokkanna en engar formlegar viðræður eru hafnar. „Ég geri svona frekar ráð fyrir því verð ég að segja í ljósi niðurstöðu kosninganna ég sé engan annan kost í sjálfu sér þó ég leyfi mér að horfa á mál frá mínum bæjarhól það finnst mér lýðræðislegasta niðurstaðan,“ sagði Bjarni um það hvort hann búist við því að fá umboðið.Bjarni ræðir við fjölmiðlamenn fyrir utan Bessastaði í morgun.vísir/friðrik þórÞá sagði Bjarni að stjórnarmyndunarviðræður ættu ekki að dragast á langinn umfram það sem nauðsynlegt væri. „Ísland er ekki í kreppu, Ísland er í engri krísu. Það gengur vel, fólk hefur atvinnu, hér er hagvöxtur og það er nokkuð bjart framundan, fjárlög með afgangi og stefnir í góðan afgang á næsta ári. Hvað þetta snertir ætti að vera tiltölulega auðvelt að mynda ríkisstjórn en vissulega þá þarf fleiri en tvo til og ég er sannfærður um að það þurfi ekkert að taka mjög langan tíma.“ Fréttablaðið greindi meðal annars frá því í dag að Bjarni hefði rætt við Óttarr Proppé formann Bjartrar framtíðar í gær um mögulega ríkisstjórn þeirra og Viðreisnar. Í Bítinu í morgun var Óttarr svo spurður út í símtalið og sagði hann að þeir Bjarni hefðu heyrst „bara til að spekúlera hvernig landið lægi,“ eins og hann orðaði það. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 29 prósent atkvæða í kosningunum og 21 þingmann kjörinn. Minnsti flokkurinn á þingi er Samfylkingin en hún hlaut 5,7 prósent atkvæða og þrjá þingmenn kjörna. Oddný Harðardóttir formaður flokksins mætir því seinust til Bessastaða í dag, eða klukkan 16. Viðbúið er að forsetinn veiti ekki neinum umboðið fyrr en að hann hefur hitt formenn allra flokkanna í dag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óttarr um símtalið við Bjarna: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi“ Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. 31. október 2016 09:47 Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kom til Bessastaða rétt fyrir klukkan 10 í morgun en forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson boðaði í gær alla formenn þeirra flokka sem náðu kjöri á Alþingi á fund til sín í dag. Mætir Bjarni fyrstur og síðan Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og svo koma formenn flokkanna koll af kolli í stærðarröð ef svo má segja, en Guðni boðaði flokkanna til sín eftir því hversu mikið fylgi þeir hlutu í kosningunum. Í samtali við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í morgun sagðist Bjarni eiga von á því að fá stjórnarmyndunarumboðið þar sem hann sæi ekki aðra raunhæfa kosti í stöðunni. Aðspurður kvaðst hann hafa rætt óformlega við nokkra leiðtoga stjórnmálaflokkanna en engar formlegar viðræður eru hafnar. „Ég geri svona frekar ráð fyrir því verð ég að segja í ljósi niðurstöðu kosninganna ég sé engan annan kost í sjálfu sér þó ég leyfi mér að horfa á mál frá mínum bæjarhól það finnst mér lýðræðislegasta niðurstaðan,“ sagði Bjarni um það hvort hann búist við því að fá umboðið.Bjarni ræðir við fjölmiðlamenn fyrir utan Bessastaði í morgun.vísir/friðrik þórÞá sagði Bjarni að stjórnarmyndunarviðræður ættu ekki að dragast á langinn umfram það sem nauðsynlegt væri. „Ísland er ekki í kreppu, Ísland er í engri krísu. Það gengur vel, fólk hefur atvinnu, hér er hagvöxtur og það er nokkuð bjart framundan, fjárlög með afgangi og stefnir í góðan afgang á næsta ári. Hvað þetta snertir ætti að vera tiltölulega auðvelt að mynda ríkisstjórn en vissulega þá þarf fleiri en tvo til og ég er sannfærður um að það þurfi ekkert að taka mjög langan tíma.“ Fréttablaðið greindi meðal annars frá því í dag að Bjarni hefði rætt við Óttarr Proppé formann Bjartrar framtíðar í gær um mögulega ríkisstjórn þeirra og Viðreisnar. Í Bítinu í morgun var Óttarr svo spurður út í símtalið og sagði hann að þeir Bjarni hefðu heyrst „bara til að spekúlera hvernig landið lægi,“ eins og hann orðaði það. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 29 prósent atkvæða í kosningunum og 21 þingmann kjörinn. Minnsti flokkurinn á þingi er Samfylkingin en hún hlaut 5,7 prósent atkvæða og þrjá þingmenn kjörna. Oddný Harðardóttir formaður flokksins mætir því seinust til Bessastaða í dag, eða klukkan 16. Viðbúið er að forsetinn veiti ekki neinum umboðið fyrr en að hann hefur hitt formenn allra flokkanna í dag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óttarr um símtalið við Bjarna: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi“ Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. 31. október 2016 09:47 Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Óttarr um símtalið við Bjarna: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi“ Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. 31. október 2016 09:47
Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00