„Staðan er svolítið snúin" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. nóvember 2016 18:45 Unnið er að því að reyna að afstýra verkfallinu, sem hefjast á að óbreyttu annað kvöld. Vísir/vilhelm Um þúsund sjómenn eru enn án kjarasamnings og verða áfram í verkfalli þrátt fyrir að Sjómannasamband Íslands hafi undirritað nýjan kjarasamning við útgerðarmenn í nótt. Tvö aðildarfélaga Sjómannasambandsins drógu sig frá viðræðunum seint í gærkvöldi. Kjarasamningur sjómanna og útgerðarmanna sem undirritaður var í nótt er til tveggja ára og nær til um 2500 sjómanna. Staðan er hins vegar svolítið snúin. Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur ákvað á elleftu stundu að draga samningsumboð Sjómannasambands Íslands til baka og ásamt þeim gengur Sjómannafélag Íslands af fundi. Því eru enn þúsund sjómenn án kjarasamnings. „Svona er þetta bara. Samninganefndin okkar var samhljóma nema þeir um að við gætum sætt okkur við þennan samning,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands skömmu eftir undirritun kjarasamningsins í nótt. Nýr kjarasamningur sjómanna sem eiga aðild að Sjómannasambandi Íslands verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum og verður verkfalli þeirra aflýst á þriðjudagskvöld klukkan átta. Kosning um nýjan kjarasamning mun svo fara fram og mun standa þar til um miðjan desember „Við erum búnir að ná mjög góðum áföngum og stórum áföngum varðandi samning um fiskverð, nýsmíðiákvæði. Umtalsverða hækkun á hlífðarfatapeningum og fleira. Það er alltaf gott að loka samningum. Þetta er elsta útistandandi mál hjá embættinu. Þannig að það er mjög ánægjulegt fyrir mig og okkur hér í SFS að hafa náð að loka þessu máli,“ sagði Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í nótt. Í tveimur þessum félögum sem ekki hafa náð samningum við útgerðarmenn eru um þúsund sjómenn sem standa utan við nýgerða kjarasamninga og eru því enn í verkfalli. „Við munum halda áfram viðræðum strax á morgun við Sjómannafélag Íslands. Hvað gerist með Sjómannafélag Grindavíkur sem að dró samningsumboð sitt til baka og er auðvitað hluti af Sjómannasambandinu sem gerðu samning hér í kvöld. Það á eftir að koma í ljós. En við bindum hins vegar vonir við og við teljum að nokkur hluti skipaflotans geti haldið á veiðar á næstu dögum,“ sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi einnig í nótt. Formaður Sjómannafélags Íslands segir að sú ákvörðun að taka ekki þátt í undirritun kjarasamningsins í nótt flæki örlítið stöðuna í þeirra viðræðum. „Það var nú þannig að það var kominn fullskapaður kjarasamningur til undirritunar og við yfirlestur á honum þá sjáum við að það væri búið að skerða veikindarétt sjómanna verulega. Við skrifum ekki undir kjarasamning með skerðingu á veikindarétti til okkar manna,“ sagði Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands í dag. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Útgangan gæti stöðvað hluta flotans Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur stóð upp frá samningaborðinu í nótt og gæti það orðið til þess að einhver skip þurfi áfram að liggja við landfestar. 14. nóvember 2016 12:06 Líklegt að sjómenn og útgerðarmenn semji á morgun Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. 12. nóvember 2016 18:45 Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37 „Því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott“ Formaður Sjómannasambands Íslands, segir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum. 14. nóvember 2016 11:39 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Um þúsund sjómenn eru enn án kjarasamnings og verða áfram í verkfalli þrátt fyrir að Sjómannasamband Íslands hafi undirritað nýjan kjarasamning við útgerðarmenn í nótt. Tvö aðildarfélaga Sjómannasambandsins drógu sig frá viðræðunum seint í gærkvöldi. Kjarasamningur sjómanna og útgerðarmanna sem undirritaður var í nótt er til tveggja ára og nær til um 2500 sjómanna. Staðan er hins vegar svolítið snúin. Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur ákvað á elleftu stundu að draga samningsumboð Sjómannasambands Íslands til baka og ásamt þeim gengur Sjómannafélag Íslands af fundi. Því eru enn þúsund sjómenn án kjarasamnings. „Svona er þetta bara. Samninganefndin okkar var samhljóma nema þeir um að við gætum sætt okkur við þennan samning,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands skömmu eftir undirritun kjarasamningsins í nótt. Nýr kjarasamningur sjómanna sem eiga aðild að Sjómannasambandi Íslands verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum og verður verkfalli þeirra aflýst á þriðjudagskvöld klukkan átta. Kosning um nýjan kjarasamning mun svo fara fram og mun standa þar til um miðjan desember „Við erum búnir að ná mjög góðum áföngum og stórum áföngum varðandi samning um fiskverð, nýsmíðiákvæði. Umtalsverða hækkun á hlífðarfatapeningum og fleira. Það er alltaf gott að loka samningum. Þetta er elsta útistandandi mál hjá embættinu. Þannig að það er mjög ánægjulegt fyrir mig og okkur hér í SFS að hafa náð að loka þessu máli,“ sagði Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í nótt. Í tveimur þessum félögum sem ekki hafa náð samningum við útgerðarmenn eru um þúsund sjómenn sem standa utan við nýgerða kjarasamninga og eru því enn í verkfalli. „Við munum halda áfram viðræðum strax á morgun við Sjómannafélag Íslands. Hvað gerist með Sjómannafélag Grindavíkur sem að dró samningsumboð sitt til baka og er auðvitað hluti af Sjómannasambandinu sem gerðu samning hér í kvöld. Það á eftir að koma í ljós. En við bindum hins vegar vonir við og við teljum að nokkur hluti skipaflotans geti haldið á veiðar á næstu dögum,“ sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi einnig í nótt. Formaður Sjómannafélags Íslands segir að sú ákvörðun að taka ekki þátt í undirritun kjarasamningsins í nótt flæki örlítið stöðuna í þeirra viðræðum. „Það var nú þannig að það var kominn fullskapaður kjarasamningur til undirritunar og við yfirlestur á honum þá sjáum við að það væri búið að skerða veikindarétt sjómanna verulega. Við skrifum ekki undir kjarasamning með skerðingu á veikindarétti til okkar manna,“ sagði Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands í dag.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Útgangan gæti stöðvað hluta flotans Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur stóð upp frá samningaborðinu í nótt og gæti það orðið til þess að einhver skip þurfi áfram að liggja við landfestar. 14. nóvember 2016 12:06 Líklegt að sjómenn og útgerðarmenn semji á morgun Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. 12. nóvember 2016 18:45 Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37 „Því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott“ Formaður Sjómannasambands Íslands, segir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum. 14. nóvember 2016 11:39 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Útgangan gæti stöðvað hluta flotans Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur stóð upp frá samningaborðinu í nótt og gæti það orðið til þess að einhver skip þurfi áfram að liggja við landfestar. 14. nóvember 2016 12:06
Líklegt að sjómenn og útgerðarmenn semji á morgun Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. 12. nóvember 2016 18:45
Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37
„Því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott“ Formaður Sjómannasambands Íslands, segir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum. 14. nóvember 2016 11:39