Gísli B. með sýningu í Smiðjunni Stefán Árni Pálsson skrifar 14. nóvember 2016 17:00 Gísli er hér til hægri. Margt var um manninn þegar Gísli B. Björnsson, myndlistarmaður og teiknari, opnaði sýningu á verkum sínum í Smiðjunni Listhúsi að Ármúla 36 í síðustu viku. „Líf mitt hefur tengst myndlist og sköpun frá æsku til þessa dags. Ég hef alla tíð verið innan um myndlistamenn,“ segir Gísli. „Áhrifavaldarnir í myndlistinni eru margir; vinir, kennarar, samnemendur, samstarfsmenn og ýmsir aðrir myndlistarmenn. Myndirnar á sýningunni eru unnar með ekta olíukrít sem er sama efni og í olíulitum. Sköpun verkanna er mikil handavinna. Það er nokkurt verk að smyrja litnum á flötinn, leita að rétta tóninum og áferðinni. Koma að því aftur með gagnrýnum augum og fara yfir hvað má betur fara. Reyna að bæta og að lokum setja merki sitt á verkið. Birtan frá þungum skýjabökkum til bjartra geislatóna leikur stórt hlutverk í myndunum. Form, litir og tónar tilverunnar hafa alltaf heillað mig.“ Gísli sýnir á þriðja tug verka en viðfangsefni Gísla er landið og landslagið sjálft. Gísli hefur tengst myndlist alla sína ævi. Hann hóf myndlistarnám í Myndlista- og handíðarskóla Íslands um tvítugt og er enn með vinnustofu í gamla skólanum sínum að Skipholti 1. Hann fór síðar í myndlistarnám til Stuttgart í Þýskalandi. Gísli starfaði við grafíska hönnun og kennslu í greininni í 50 ár og var m.a. framkvæmdastjóri Auglýsingastofunnar hf í 20 ár. Hann hefur síðustu ár einbeitt sér að sköpun myndverka. Sýningin í Smiðjunni stendur yfir til 23. nóvember. Hér að ofan má sjá myndir frá opnuninni. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Margt var um manninn þegar Gísli B. Björnsson, myndlistarmaður og teiknari, opnaði sýningu á verkum sínum í Smiðjunni Listhúsi að Ármúla 36 í síðustu viku. „Líf mitt hefur tengst myndlist og sköpun frá æsku til þessa dags. Ég hef alla tíð verið innan um myndlistamenn,“ segir Gísli. „Áhrifavaldarnir í myndlistinni eru margir; vinir, kennarar, samnemendur, samstarfsmenn og ýmsir aðrir myndlistarmenn. Myndirnar á sýningunni eru unnar með ekta olíukrít sem er sama efni og í olíulitum. Sköpun verkanna er mikil handavinna. Það er nokkurt verk að smyrja litnum á flötinn, leita að rétta tóninum og áferðinni. Koma að því aftur með gagnrýnum augum og fara yfir hvað má betur fara. Reyna að bæta og að lokum setja merki sitt á verkið. Birtan frá þungum skýjabökkum til bjartra geislatóna leikur stórt hlutverk í myndunum. Form, litir og tónar tilverunnar hafa alltaf heillað mig.“ Gísli sýnir á þriðja tug verka en viðfangsefni Gísla er landið og landslagið sjálft. Gísli hefur tengst myndlist alla sína ævi. Hann hóf myndlistarnám í Myndlista- og handíðarskóla Íslands um tvítugt og er enn með vinnustofu í gamla skólanum sínum að Skipholti 1. Hann fór síðar í myndlistarnám til Stuttgart í Þýskalandi. Gísli starfaði við grafíska hönnun og kennslu í greininni í 50 ár og var m.a. framkvæmdastjóri Auglýsingastofunnar hf í 20 ár. Hann hefur síðustu ár einbeitt sér að sköpun myndverka. Sýningin í Smiðjunni stendur yfir til 23. nóvember. Hér að ofan má sjá myndir frá opnuninni.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira