Gleymdist að auglýsa meirihluta friðlýsinga Sveinn Arnarsson skrifar 11. maí 2016 07:00 Hafnargarðurinn á Austurbakka 2 er dæmi um friðlýsingu Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson friðlýsti fjórtán hús eða minjar í tíð sinni sem forsætisráðherra. Af þeim gleymdist að auglýsa tíu þeirra í Stjórnartíðindum eða mikinn meirihluta téðra friðana. Eftir fyrirspurn Fréttablaðsins hefur því nú verið kippt í liðinn og verða þær auglýstar í Stjórnartíðindum. Frá 3. mars árið 2014 til 22. október ári seinna, eða á um 19 mánaða tímabili, tilkynnti forsætisráðherra bréflega til eigenda fasteigna, sveitarfélaga og annarra sem friðlýsingar vörðuðu, um fjórtán friðanir. Síðasta friðlýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar var á hafnargarðinum við Austurbakka 2 í Reykjavík. Var þar um að ræða hafnargarðinn en ekki bólverk sem hlaðið var fyrir aldamótin 1900. „Það er heilmikill ferill sem fer í gang eftir að ráðherra hefur undirritað friðlýsingarskjal. Öllum hlutaðeigandi er tilkynnt bréflega um friðlýsinguna, hún er sett í þinglýsingu og loks auglýst í Stjórnartíðindum. Sumt af þessu er á verksviði Minjastofnunar að annast, annað á okkar [forsætisráðuneyti] verksviði,“ segir Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu menningararfs í forsætisráðuneytinu. „Ég held að hátt í tíu hafi ekki verið búið að auglýsa, en allar auglýsingar liggja inni hjá Stjórnartíðindum núna.“ Fram kemur í svari forsætisráðuneytisins að hér sé um að ræða friðlýsingar aðrar en sjálfkrafa friðlýsingar, líkt og til að mynda þegar eitt hundrað ár eru frá því að hús var byggt. Hér er aðeins um að ræða sérstakar friðanir og því fylgir rökstuðningur. Má þar nefna Nasa-salinn svokallaða í Thorvaldsenstræti og innréttingar í anddyri, forsal og bíósal Bæjarbíós við Strandgötu í Hafnarfirði. Friðlýsingarnar eru samkvæmt tillögu Minjastofnunar. Friðun hafnargarðsins á Austurbakka vakti mikla athygli. Minjastofnun beitti skyndifriðun á garðinum en nokkru áður, eða í ágúst í fyrra, hafði forsætisráðherra skrifað á síðuna sína að fornleifar sem fundust á lóðinni yrðu friðaðar sem og hafnargarðurinn. Minjastofnun beitti skyndifriðuninni 11. september það ár og var sú friðun staðfest 22. október 2015.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson friðlýsti fjórtán hús eða minjar í tíð sinni sem forsætisráðherra. Af þeim gleymdist að auglýsa tíu þeirra í Stjórnartíðindum eða mikinn meirihluta téðra friðana. Eftir fyrirspurn Fréttablaðsins hefur því nú verið kippt í liðinn og verða þær auglýstar í Stjórnartíðindum. Frá 3. mars árið 2014 til 22. október ári seinna, eða á um 19 mánaða tímabili, tilkynnti forsætisráðherra bréflega til eigenda fasteigna, sveitarfélaga og annarra sem friðlýsingar vörðuðu, um fjórtán friðanir. Síðasta friðlýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar var á hafnargarðinum við Austurbakka 2 í Reykjavík. Var þar um að ræða hafnargarðinn en ekki bólverk sem hlaðið var fyrir aldamótin 1900. „Það er heilmikill ferill sem fer í gang eftir að ráðherra hefur undirritað friðlýsingarskjal. Öllum hlutaðeigandi er tilkynnt bréflega um friðlýsinguna, hún er sett í þinglýsingu og loks auglýst í Stjórnartíðindum. Sumt af þessu er á verksviði Minjastofnunar að annast, annað á okkar [forsætisráðuneyti] verksviði,“ segir Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu menningararfs í forsætisráðuneytinu. „Ég held að hátt í tíu hafi ekki verið búið að auglýsa, en allar auglýsingar liggja inni hjá Stjórnartíðindum núna.“ Fram kemur í svari forsætisráðuneytisins að hér sé um að ræða friðlýsingar aðrar en sjálfkrafa friðlýsingar, líkt og til að mynda þegar eitt hundrað ár eru frá því að hús var byggt. Hér er aðeins um að ræða sérstakar friðanir og því fylgir rökstuðningur. Má þar nefna Nasa-salinn svokallaða í Thorvaldsenstræti og innréttingar í anddyri, forsal og bíósal Bæjarbíós við Strandgötu í Hafnarfirði. Friðlýsingarnar eru samkvæmt tillögu Minjastofnunar. Friðun hafnargarðsins á Austurbakka vakti mikla athygli. Minjastofnun beitti skyndifriðun á garðinum en nokkru áður, eða í ágúst í fyrra, hafði forsætisráðherra skrifað á síðuna sína að fornleifar sem fundust á lóðinni yrðu friðaðar sem og hafnargarðurinn. Minjastofnun beitti skyndifriðuninni 11. september það ár og var sú friðun staðfest 22. október 2015.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira