Kaupmenn við Skólavörðustíg ósáttir með sumarlokun Höskuldur Kári Schram skrifar 11. maí 2016 18:45 Mikil óánægja er meðal kaupmanna við Skólavörðustíg í Reykjavík með lokun gatna í miðborginni. Þeir gagnrýna borgaryfirvöld fyrir samráðsleysi segjast þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina. Lokunin tók gildi um síðustu mánaðamót og stendur til 1. október næstkomandi eða í fimm mánuði. Pósthústræti er orðin göngugata sem og Austurstræti. Þá hefur Laugavegi frá Vatnsstíg að Bankastræti verið lokað og neðri hluta Skólavörðustígs. Kaupmenn við Skólavörðustíg eru afar ósáttir með þessa lokun og telja að með henni sé verið að draga úr aðgengi almennings að götunni sem síðan hafi mjög slæm áhrif á verslunarrekstur. „Mér finnst þessi lokun grafalvarleg. Mér finnst hún alltof löng. Það er búið að lengja lokunina um marga mánuði og í rauninni lítið um samráð við fólk hérna sem er að reka bæði verslanir og þjónustu,“ segir Heiða Lára Aðalsteinsdóttir eigandi Boutique Bella. Rúmlega 20 kaupmenn við Skólavörðustíg hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þessari lokun er mótmælt. Ófeigur Björnsson gullsmiður segist þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina. „Já þeir lokuðu núna 1. maí og salan hefur dregist verulega saman,“ segir Ófeigur. Samtök verslunar og þjónustu ætla að funda með borgaryfirvöldum á morgun vegna málsins. Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir að kannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum sýni að borgarbúar og verslunareigendur í miðborginni séu almennt ánægðir með þessar lokanir. „Mér finnst mikilvægt að borgarbúar almennt viti það að þetta hefur gengið mjög vel. Mikill meirihluti rekstraraðila hefur verið ánægður með þetta fyrirkomulag,“ segir Hjálmar. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira
Mikil óánægja er meðal kaupmanna við Skólavörðustíg í Reykjavík með lokun gatna í miðborginni. Þeir gagnrýna borgaryfirvöld fyrir samráðsleysi segjast þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina. Lokunin tók gildi um síðustu mánaðamót og stendur til 1. október næstkomandi eða í fimm mánuði. Pósthústræti er orðin göngugata sem og Austurstræti. Þá hefur Laugavegi frá Vatnsstíg að Bankastræti verið lokað og neðri hluta Skólavörðustígs. Kaupmenn við Skólavörðustíg eru afar ósáttir með þessa lokun og telja að með henni sé verið að draga úr aðgengi almennings að götunni sem síðan hafi mjög slæm áhrif á verslunarrekstur. „Mér finnst þessi lokun grafalvarleg. Mér finnst hún alltof löng. Það er búið að lengja lokunina um marga mánuði og í rauninni lítið um samráð við fólk hérna sem er að reka bæði verslanir og þjónustu,“ segir Heiða Lára Aðalsteinsdóttir eigandi Boutique Bella. Rúmlega 20 kaupmenn við Skólavörðustíg hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þessari lokun er mótmælt. Ófeigur Björnsson gullsmiður segist þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina. „Já þeir lokuðu núna 1. maí og salan hefur dregist verulega saman,“ segir Ófeigur. Samtök verslunar og þjónustu ætla að funda með borgaryfirvöldum á morgun vegna málsins. Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir að kannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum sýni að borgarbúar og verslunareigendur í miðborginni séu almennt ánægðir með þessar lokanir. „Mér finnst mikilvægt að borgarbúar almennt viti það að þetta hefur gengið mjög vel. Mikill meirihluti rekstraraðila hefur verið ánægður með þetta fyrirkomulag,“ segir Hjálmar.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira