Fangar vilja rannsókn í innanríkisráðuneytinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. október 2016 08:00 Innanríkisráðuneytið baðst afsökunar á formælingum sérfræðings síns í fangelsismálum og færði hann til í ráðuneytinu. vísir/valli Tölvupóstur sem Skúli Þór Gunnsteinsson, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, sendi óvart á formann Afstöðu, félags fanga, hefur leitt til þess að hann hefur verið fluttur til í starfi og kemur ekki lengur að málefnum fanga. Málið sem Skúli fjallar um í tölvupóstinum varðar þá breytingu sem gerð var 1. apríl 2014 að fangar mega ekki fara inn í klefa hver hjá öðrum. Afstaða, félag fanga, leitaði til Umboðsmanns Alþingis, sem óskaði skýringa hjá innanríkisráðuneytinu. Skúli gerði drög að svari fyrir hönd ráðuneytisins og sendi í tölvupósti til Bryndísar Helgadóttur, skrifstofustjóra lagaskrifstofu ráðuneytisins. Samtímis sendi Skúli, óvart að því er virðist, afrit til Guðmundar Inga Þórodssonar, formanns Afstöðu. „Ég er orðinn býsna þreyttur á þessu máli,“ skrifar Skúli í orðsendingu sem fylgir svardrögunum. „Mest langar mig til að fá starfsmenn umboðsmanns hingað, hrista þá til og láta á hanga :p og benda þeim á að þeir sem eru að kvarta, það er Afstaða, eru þeir sem hafa verið að berja á öðrum föngum og eru eðlilega ósáttir við reglurnar.“ Þá segir Skúli í inngangi sínum að fangar hafi hringt í fangelsismálastofnun og þakkað fyrir reglurnar. „Þeir myndu aldrei fagna þeim opinberlega. Kannski þarf bara að segja það í bréfi til umba [umboðsmanns Alþingis], veit ekki.“ Eftir að innanríkisráðuneytinu og Skúla varð ljóst að formaður Afstöðu fékk tölvupóstinn í ógáti fengu Afstaða og Umboðsmaður Alþingis afsökunarbeiðni frá ráðuneytinu og Skúla sjálfum sem kvaðst vera mannlegur og hafa gert mistök.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.„Ég harma mjög að pósturinn hafi borist þér vegna mistaka og bið þig afsökunar á því sem og ófaglegum ummælum sem var að finna í póstinum. Þau ummæli má fyrst og fremst rekja til mikils álags við vinnslu mála þennan dag og endurspegla alls ekki viðhorf mitt til Afstöðu eða félagsmanna þess félags, umboðsmanns Alþingis eða fanga yfirhöfuð,“ segir Skúli meðal annars í afsökunarbeiðni til Guðmundar. Aðspurður segir formaður Afstöðu, að afsökunabeiðni Skúla hafi ekki verið svarað. „Ráðuneytið hefur talað um að þetta verði rannsakað og við teljum að sú rannsókn þurfi að fara fram á embættisfærslum hans,“ segir Guðmundur Ingi og ítrekar að tölvupóstur Skúla innihaldi mjög alvarlega fordóma og fullyrðingar sem séu algerar rangar. „Við vitum ekkert hversu mikið svona viðhorf eyðileggja út frá sér. Og eins hvaðan slík viðhorf eiga uppruna sinn, ekki bara gagnvart Afstöðu heldur til Umboðsmanns Alþingis. Því ef þetta nær lengra inn í kerfið erum við í svolitum vanda,“ segir Guðmundir Ingi sem kveður innanríkisáðuneytið hafa verið „sjálfvirkur stimpil" fyrir ákvarðanir Fangelsismálastofnunar. „Og það er bara mjög slæmt.“ Umboðsmaður Alþingis sagðist í svari til fréttastofu í gær líta ummæli Skúla alvarlegum augum og hafa komið þeim sjónarmiðum á framfæri við ráðuneytið. Hann telji ekki rétt að bregðast frekar við á þessu stigi „meðal annars í ljósi þess að að það kunni að koma í hlut umboðsmanns að fjalla um kvartanir vegna málsins.“ Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi hefur Skúli verið fluttur til í starfi hjá innanríkisráðuneytinu og kemur ekki lengur að fangelsismálum þar. Fyrir tæpum tveimur árum sagði visir.is frá því að í ráðuneytinu gerðar „munnlegar aðfinnslur“ við Skúla vegna útsendingar tölvpósts á netfangi ráðuneytisins þar sem hann rakti fyrir lögfræðingi Barnaverndarstofu meinta skapgerðarbresti konu sem stóð í sambandsslitum við vin Skúla. sjá einnig: /g/2014141229691Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Tölvupóstur sem Skúli Þór Gunnsteinsson, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, sendi óvart á formann Afstöðu, félags fanga, hefur leitt til þess að hann hefur verið fluttur til í starfi og kemur ekki lengur að málefnum fanga. Málið sem Skúli fjallar um í tölvupóstinum varðar þá breytingu sem gerð var 1. apríl 2014 að fangar mega ekki fara inn í klefa hver hjá öðrum. Afstaða, félag fanga, leitaði til Umboðsmanns Alþingis, sem óskaði skýringa hjá innanríkisráðuneytinu. Skúli gerði drög að svari fyrir hönd ráðuneytisins og sendi í tölvupósti til Bryndísar Helgadóttur, skrifstofustjóra lagaskrifstofu ráðuneytisins. Samtímis sendi Skúli, óvart að því er virðist, afrit til Guðmundar Inga Þórodssonar, formanns Afstöðu. „Ég er orðinn býsna þreyttur á þessu máli,“ skrifar Skúli í orðsendingu sem fylgir svardrögunum. „Mest langar mig til að fá starfsmenn umboðsmanns hingað, hrista þá til og láta á hanga :p og benda þeim á að þeir sem eru að kvarta, það er Afstaða, eru þeir sem hafa verið að berja á öðrum föngum og eru eðlilega ósáttir við reglurnar.“ Þá segir Skúli í inngangi sínum að fangar hafi hringt í fangelsismálastofnun og þakkað fyrir reglurnar. „Þeir myndu aldrei fagna þeim opinberlega. Kannski þarf bara að segja það í bréfi til umba [umboðsmanns Alþingis], veit ekki.“ Eftir að innanríkisráðuneytinu og Skúla varð ljóst að formaður Afstöðu fékk tölvupóstinn í ógáti fengu Afstaða og Umboðsmaður Alþingis afsökunarbeiðni frá ráðuneytinu og Skúla sjálfum sem kvaðst vera mannlegur og hafa gert mistök.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.„Ég harma mjög að pósturinn hafi borist þér vegna mistaka og bið þig afsökunar á því sem og ófaglegum ummælum sem var að finna í póstinum. Þau ummæli má fyrst og fremst rekja til mikils álags við vinnslu mála þennan dag og endurspegla alls ekki viðhorf mitt til Afstöðu eða félagsmanna þess félags, umboðsmanns Alþingis eða fanga yfirhöfuð,“ segir Skúli meðal annars í afsökunarbeiðni til Guðmundar. Aðspurður segir formaður Afstöðu, að afsökunabeiðni Skúla hafi ekki verið svarað. „Ráðuneytið hefur talað um að þetta verði rannsakað og við teljum að sú rannsókn þurfi að fara fram á embættisfærslum hans,“ segir Guðmundur Ingi og ítrekar að tölvupóstur Skúla innihaldi mjög alvarlega fordóma og fullyrðingar sem séu algerar rangar. „Við vitum ekkert hversu mikið svona viðhorf eyðileggja út frá sér. Og eins hvaðan slík viðhorf eiga uppruna sinn, ekki bara gagnvart Afstöðu heldur til Umboðsmanns Alþingis. Því ef þetta nær lengra inn í kerfið erum við í svolitum vanda,“ segir Guðmundir Ingi sem kveður innanríkisáðuneytið hafa verið „sjálfvirkur stimpil" fyrir ákvarðanir Fangelsismálastofnunar. „Og það er bara mjög slæmt.“ Umboðsmaður Alþingis sagðist í svari til fréttastofu í gær líta ummæli Skúla alvarlegum augum og hafa komið þeim sjónarmiðum á framfæri við ráðuneytið. Hann telji ekki rétt að bregðast frekar við á þessu stigi „meðal annars í ljósi þess að að það kunni að koma í hlut umboðsmanns að fjalla um kvartanir vegna málsins.“ Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi hefur Skúli verið fluttur til í starfi hjá innanríkisráðuneytinu og kemur ekki lengur að fangelsismálum þar. Fyrir tæpum tveimur árum sagði visir.is frá því að í ráðuneytinu gerðar „munnlegar aðfinnslur“ við Skúla vegna útsendingar tölvpósts á netfangi ráðuneytisins þar sem hann rakti fyrir lögfræðingi Barnaverndarstofu meinta skapgerðarbresti konu sem stóð í sambandsslitum við vin Skúla. sjá einnig: /g/2014141229691Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira