Yfirburðasigur formannsins í Norðausturkjördæmi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. september 2016 19:00 Formaður Framsóknarflokksins segist finna fyrir miklum stuðningi innan flokks sem utan og er bjartsýnn á gengi sitt í formannskjöri og flokksins fyrir næstu kosningar. Hann var kosinn til forystu í kjördæmi sínu í dag með yfirburðar fylgi. En Höskuldur Þórhallsson sem einnig sóttist eftir sætinu hefur ekki trú á framhaldinu og yfirgaf kjördæmisþing eftir að hafa tapað fyrir formanninum. Mikil spenna var fyrir kjördæmaþingi Framsóknarmanna á Norðausturlandi í dag. Um 370 Framsóknarmenn eru skráðir í félögin í kjördæminu. 238 þeirra mættu á kjördæmaþingið til þess að greiða atkvæði um oddvita sætið. Svæðið er heimavígi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins en þrír aðrir þingmenn buðu sig fram gegn honum á þinginu. Úrslitin um oddvitasætið í Norðausturkjördæmi Framsóknarmanna voru tilkynnt hér á Skjólbrekku í Mývatnssveit laust fyrir klukkan eitt í dag. Þar kom í ljós að Sigmundur Davíð fékk yfirburðarkosningu en Höskuldur Þórhallsson óskaði ekki eftir öðru sæti á listanum. Niðurstaðan í kosningu um fyrsta sætið var á þessa leið: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 170 atkvæði eða 72,34% Þórunn Egilsdóttir hafnaði í öðru sæti með 39 atkvæði eða 16,60% Höskuldur Þórhallsson lenti í þriðja sæti með 24 atkvæði eða 10,21% og Líneik Anna Sævarsdóttir fékk einungis 2 atkvæði eða 0,85%. Auðir og ógildir seðlar voru þrír. Eftir að úrslit lágu fyrir tilkynnti Höskuldur að hann myndi ekki gefa kost á sér í annað sæti á listanum og í framhaldinu yfirgaf hann fundinn „Niðurstaðan liggur fyrir en hún var vissulega vonbrigði,“ sagði Höskuldur Þórhallsson.Afhverju ákvaðstu að taka ekki annað sæti á listanum?„Vegna þess að ég hef ekki trú á framhaldinu. Það er nú bara einföld ástæða fyrir því,“ sagði Höskuldur. Höfuðvígi Höskuldar í kjördæminu er Akureyrarsvæðið en dræm mæting þaðan var á þingið. „Fólk hafði einhvern veginn ekki trú á því sem væri í gangi í flokknum,“ sagði Höskuldur. Niðurstaða kosninganna voru afgerandi fyrir Sigmund Davíð og mun betri en hann átti von á. „Þetta var töluvert meiri stuðningur heldur en fyrir fjórum árum og þá voru bara tveir í framboði um fyrsta sætið. Þannig að ég er bara fyrst og fremst gríðarlega þakklátur og hlakka núna til framhaldsins, hlakka til kosningabaráttunnar ég held að þetta muni hjálpa okkur í þeirri baráttu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Styrkir þetta stöðu þína í formannsframboðinu? „Ég á ekki von á öðru en að þetta heldur hjálpi til með það. Það hefði verið verra ef þetta hefði farið á hinn veginn hér,“ sagði Sigmundur. Og niðurstaðan á kjördæmaþinginu eftir að kosið hafði verið í öll sæti er á þessa leið: 1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 2. Þórunn Egilsdóttir 3. Líneik Anna Sævarsdóttir 4. Sigfús Karlsson 5. Margrét Jónsdóttir „Já ég er bjartsýnn bæði á flokksþingið hjá okkur þó maður taki ekki neinu sem gefnu í pólitíkinni,“ segir Sigmundur.Hefur verið rætt við þig eða þrýst á þig að draga formannsframboðið til baka?„Það eru auðvitað aldrei allir sammála um neinn í stjórnmálum og það hafa aldrei allir verið sammála um mig, hvorki í mínum flokki né í samfélaginu almennt þannig að það eru alltaf einhverjir sem vilja hafa einhvern annan í þessari stöðu og það er ekkert nýtt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segist finna fyrir miklum stuðningi innan flokks sem utan og er bjartsýnn á gengi sitt í formannskjöri og flokksins fyrir næstu kosningar. Hann var kosinn til forystu í kjördæmi sínu í dag með yfirburðar fylgi. En Höskuldur Þórhallsson sem einnig sóttist eftir sætinu hefur ekki trú á framhaldinu og yfirgaf kjördæmisþing eftir að hafa tapað fyrir formanninum. Mikil spenna var fyrir kjördæmaþingi Framsóknarmanna á Norðausturlandi í dag. Um 370 Framsóknarmenn eru skráðir í félögin í kjördæminu. 238 þeirra mættu á kjördæmaþingið til þess að greiða atkvæði um oddvita sætið. Svæðið er heimavígi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins en þrír aðrir þingmenn buðu sig fram gegn honum á þinginu. Úrslitin um oddvitasætið í Norðausturkjördæmi Framsóknarmanna voru tilkynnt hér á Skjólbrekku í Mývatnssveit laust fyrir klukkan eitt í dag. Þar kom í ljós að Sigmundur Davíð fékk yfirburðarkosningu en Höskuldur Þórhallsson óskaði ekki eftir öðru sæti á listanum. Niðurstaðan í kosningu um fyrsta sætið var á þessa leið: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 170 atkvæði eða 72,34% Þórunn Egilsdóttir hafnaði í öðru sæti með 39 atkvæði eða 16,60% Höskuldur Þórhallsson lenti í þriðja sæti með 24 atkvæði eða 10,21% og Líneik Anna Sævarsdóttir fékk einungis 2 atkvæði eða 0,85%. Auðir og ógildir seðlar voru þrír. Eftir að úrslit lágu fyrir tilkynnti Höskuldur að hann myndi ekki gefa kost á sér í annað sæti á listanum og í framhaldinu yfirgaf hann fundinn „Niðurstaðan liggur fyrir en hún var vissulega vonbrigði,“ sagði Höskuldur Þórhallsson.Afhverju ákvaðstu að taka ekki annað sæti á listanum?„Vegna þess að ég hef ekki trú á framhaldinu. Það er nú bara einföld ástæða fyrir því,“ sagði Höskuldur. Höfuðvígi Höskuldar í kjördæminu er Akureyrarsvæðið en dræm mæting þaðan var á þingið. „Fólk hafði einhvern veginn ekki trú á því sem væri í gangi í flokknum,“ sagði Höskuldur. Niðurstaða kosninganna voru afgerandi fyrir Sigmund Davíð og mun betri en hann átti von á. „Þetta var töluvert meiri stuðningur heldur en fyrir fjórum árum og þá voru bara tveir í framboði um fyrsta sætið. Þannig að ég er bara fyrst og fremst gríðarlega þakklátur og hlakka núna til framhaldsins, hlakka til kosningabaráttunnar ég held að þetta muni hjálpa okkur í þeirri baráttu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Styrkir þetta stöðu þína í formannsframboðinu? „Ég á ekki von á öðru en að þetta heldur hjálpi til með það. Það hefði verið verra ef þetta hefði farið á hinn veginn hér,“ sagði Sigmundur. Og niðurstaðan á kjördæmaþinginu eftir að kosið hafði verið í öll sæti er á þessa leið: 1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 2. Þórunn Egilsdóttir 3. Líneik Anna Sævarsdóttir 4. Sigfús Karlsson 5. Margrét Jónsdóttir „Já ég er bjartsýnn bæði á flokksþingið hjá okkur þó maður taki ekki neinu sem gefnu í pólitíkinni,“ segir Sigmundur.Hefur verið rætt við þig eða þrýst á þig að draga formannsframboðið til baka?„Það eru auðvitað aldrei allir sammála um neinn í stjórnmálum og það hafa aldrei allir verið sammála um mig, hvorki í mínum flokki né í samfélaginu almennt þannig að það eru alltaf einhverjir sem vilja hafa einhvern annan í þessari stöðu og það er ekkert nýtt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent