Slökkviliðið hættir ekki á að senda menn inn Bjarki Ármannsson skrifar 7. mars 2016 22:24 Enn logar eldur í húsnæðinu að Grettisgötu 87, þar sem slökkviliðsmenn hafa verið að störfum frá því á níunda tímanum í kvöld. Ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu en mbl.is segist hafa heimildir fyrir því að lögregla leiti tveggja manna í tengslum við rannsókn á brunanum. „Húsið er í raun orðið vel alelda, allavega hérna austanmegin,“ segir Jón Viðar Matthíasson hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að ákvörðun hafi verið tekin um að senda ekki mannskap inn í húsið heldur freista þess að slökkva eldinn utan frá. „Þetta er mikið verk en það þarf líka að biðja fólk hérna í kring um að loka gluggum og kynda,“ segir Jón Viðar. „Við teljum að það séu engar líkur á að við missum þetta frá okkur í önnur hús. Það er í rauninni bara afmarkað verkefni en það gerir það dálítið flókið að við getum ekki farið inn.“Sjá einnig: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“Frá vettvangi í kvöld.Vísir/Egill AðalsteinssonAuka mannskapur hefur verið kallaður fyrir utan alla þá sem voru á vaktinni. Búið er að loka flestum götum í kringum Hlemm vegna aðgerða slökkviliðsins og Strætó hefur að beiðni lögreglu og slökkviliðs sent strætisvagn til að taka á móti fólki sem yfirgefið hefur íbúðir sínar í grennd við brunann. Fyrirtækið Bílrúðan ehf. er til húsa við Grettisgötu 87. Að sögn sjónarvotta eru allar rúður í húsinu sprungnar og mikinn reyk leggur í átt að miðbænum.Uppfært 23.30: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er búist við að slökkvistarf haldi áfram fram á nótt. „Það er allt á fullu ennþá,“ segir slökkviliðsmaður á vakt í stöðinni við Skógahlíð. Enn eru margir að störfum við Grettisgötu en þeir sem eiga að mæta á vakt á morgun hafa verið sendir heim. Sprengingar hafa heyrst úr eldinum en ekkert hefur þó komið upp á við slökkvistörf í kvöld og enginn slasast. Enn hefur enginn verið sendur inn en áfram er verið að sprauta inn um glugga og þak hússins hefur verið opnað. Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Enn logar eldur í húsnæðinu að Grettisgötu 87, þar sem slökkviliðsmenn hafa verið að störfum frá því á níunda tímanum í kvöld. Ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu en mbl.is segist hafa heimildir fyrir því að lögregla leiti tveggja manna í tengslum við rannsókn á brunanum. „Húsið er í raun orðið vel alelda, allavega hérna austanmegin,“ segir Jón Viðar Matthíasson hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að ákvörðun hafi verið tekin um að senda ekki mannskap inn í húsið heldur freista þess að slökkva eldinn utan frá. „Þetta er mikið verk en það þarf líka að biðja fólk hérna í kring um að loka gluggum og kynda,“ segir Jón Viðar. „Við teljum að það séu engar líkur á að við missum þetta frá okkur í önnur hús. Það er í rauninni bara afmarkað verkefni en það gerir það dálítið flókið að við getum ekki farið inn.“Sjá einnig: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“Frá vettvangi í kvöld.Vísir/Egill AðalsteinssonAuka mannskapur hefur verið kallaður fyrir utan alla þá sem voru á vaktinni. Búið er að loka flestum götum í kringum Hlemm vegna aðgerða slökkviliðsins og Strætó hefur að beiðni lögreglu og slökkviliðs sent strætisvagn til að taka á móti fólki sem yfirgefið hefur íbúðir sínar í grennd við brunann. Fyrirtækið Bílrúðan ehf. er til húsa við Grettisgötu 87. Að sögn sjónarvotta eru allar rúður í húsinu sprungnar og mikinn reyk leggur í átt að miðbænum.Uppfært 23.30: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er búist við að slökkvistarf haldi áfram fram á nótt. „Það er allt á fullu ennþá,“ segir slökkviliðsmaður á vakt í stöðinni við Skógahlíð. Enn eru margir að störfum við Grettisgötu en þeir sem eiga að mæta á vakt á morgun hafa verið sendir heim. Sprengingar hafa heyrst úr eldinum en ekkert hefur þó komið upp á við slökkvistörf í kvöld og enginn slasast. Enn hefur enginn verið sendur inn en áfram er verið að sprauta inn um glugga og þak hússins hefur verið opnað.
Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira