Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. apríl 2016 15:23 Úr sýningarrými Listasafns ASÍ. Vísir/Valli Listasafn ASÍ mun hætta starfsemi sinni í núverandi húsnæði að Freyjugötu 41 í haust. Til stendur að selja húsið en formaður rekstrarstjórnar safnsins segir rekstur húsnæðisins hafa verið of þungan bagga til þess að bera. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir er formaður rekstarstjórnar Listasafns ASÍ og í samtali við Vísi segir að hún að tilgangur safnsins sé að hafa safnaeignirnar sýnilegar. Til þess að geta tryggt áframhald þess með góðum hætti hafi verið ákveðið að leita tilboða í húsið en mikill kostnaður hafi farið í rekstur hússins. Safnið er staðsett í hinum glæsilega Ásmundarsal sem reistur var á sínum tíma af Ásmundi Sveinsyni myndhöggvara. Miðstjórn ASÍ hefur falið forseta ASÍ að setja húsið í söluferli en Guðrún leggur áherslu á að Listasafn ASÍ sé ekki að leggja upp laupana. Leitað verði að nýju húsnæði sem henti betur undir safnkostinn. Mun Listasafn ASÍ þó hætta starfsemi í Ásmundarsal 3. október næstkomandi. Aðspurð hvort að einhverjir aðilar hafi sýnt safninu áhuga segist Guðrún ekkert geta gefið upp um það en hún treystir því að safnið verði selt til aðila sem muni halda úti menningartengdri starfsemi í húsinu. Ásmundur Sveinsson myndhöggvari lét reisa húsið en það var teiknað af Sigurði Guðmundssyni árið 1933 og byggt skömmu síðar. Bjó Ásmundur í húsinu og hafði vinnustofu þar til hann flutti í Sigtún. Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Listasafn ASÍ mun hætta starfsemi sinni í núverandi húsnæði að Freyjugötu 41 í haust. Til stendur að selja húsið en formaður rekstrarstjórnar safnsins segir rekstur húsnæðisins hafa verið of þungan bagga til þess að bera. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir er formaður rekstarstjórnar Listasafns ASÍ og í samtali við Vísi segir að hún að tilgangur safnsins sé að hafa safnaeignirnar sýnilegar. Til þess að geta tryggt áframhald þess með góðum hætti hafi verið ákveðið að leita tilboða í húsið en mikill kostnaður hafi farið í rekstur hússins. Safnið er staðsett í hinum glæsilega Ásmundarsal sem reistur var á sínum tíma af Ásmundi Sveinsyni myndhöggvara. Miðstjórn ASÍ hefur falið forseta ASÍ að setja húsið í söluferli en Guðrún leggur áherslu á að Listasafn ASÍ sé ekki að leggja upp laupana. Leitað verði að nýju húsnæði sem henti betur undir safnkostinn. Mun Listasafn ASÍ þó hætta starfsemi í Ásmundarsal 3. október næstkomandi. Aðspurð hvort að einhverjir aðilar hafi sýnt safninu áhuga segist Guðrún ekkert geta gefið upp um það en hún treystir því að safnið verði selt til aðila sem muni halda úti menningartengdri starfsemi í húsinu. Ásmundur Sveinsson myndhöggvari lét reisa húsið en það var teiknað af Sigurði Guðmundssyni árið 1933 og byggt skömmu síðar. Bjó Ásmundur í húsinu og hafði vinnustofu þar til hann flutti í Sigtún.
Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira