Önnur sería af Stranger Things staðfest Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2016 22:22 Við fáum meira af Stranger things. Aðdáendur Netflix-þáttaraðarinnar Stranger Things geta andað rólega því efnisveitan hefur opinberað að framleiðsla á þáttaröð tvö er hafin og að hún veðri frumsýnd á næsta ári. Seinni þáttaröðin mun innihalda níu þætti, en fyrri þáttaröðin innihélt átta. Tilkynningin var í myndbandsformi þar sem heyra mátti upphafsstef þáttanna og sjá 9 frasa birtast á skjánum sem eru heiti hvers þáttar í þessari væntanlegu framhaldsþáttaröð.The adventure continues. Stranger Things 2 is coming 2017. pic.twitter.com/3H4WR3DGEj— Stranger Things (@Stranger_Things) August 31, 2016 Í viðtali við Entertainment Weekly sögðu mennirnir á bak við þættina, Duffer-bræðurnir, að fjórar nýjar persónur verða kynntar til leiks í seinni þáttaröðinni og þá verði leitað innblásturs í framhaldsmyndir sem leikstjórinn James Cameron hefur sent frá sér, en þar má nefna Aliens og Terminator 2: Judgement Day. Þá þykir nokkuð víst að persónurnar muni heimsækja á ný þann hrollvekjandi heim sem var kynntur til leiks í fyrri seríunni. Þetta skref að hefja framleiðslu á nýrri seríu af Stranger Things er afar rökrétt af Netflix þar sem sú fyrsta hlaut metáhorf hjá efnisveitunni. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stranger Things er löðrandi í skírskotunum í þekktar kvikmyndir og hér er búið að setja þær allar saman Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar. 2. ágúst 2016 14:45 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Aðdáendur Netflix-þáttaraðarinnar Stranger Things geta andað rólega því efnisveitan hefur opinberað að framleiðsla á þáttaröð tvö er hafin og að hún veðri frumsýnd á næsta ári. Seinni þáttaröðin mun innihalda níu þætti, en fyrri þáttaröðin innihélt átta. Tilkynningin var í myndbandsformi þar sem heyra mátti upphafsstef þáttanna og sjá 9 frasa birtast á skjánum sem eru heiti hvers þáttar í þessari væntanlegu framhaldsþáttaröð.The adventure continues. Stranger Things 2 is coming 2017. pic.twitter.com/3H4WR3DGEj— Stranger Things (@Stranger_Things) August 31, 2016 Í viðtali við Entertainment Weekly sögðu mennirnir á bak við þættina, Duffer-bræðurnir, að fjórar nýjar persónur verða kynntar til leiks í seinni þáttaröðinni og þá verði leitað innblásturs í framhaldsmyndir sem leikstjórinn James Cameron hefur sent frá sér, en þar má nefna Aliens og Terminator 2: Judgement Day. Þá þykir nokkuð víst að persónurnar muni heimsækja á ný þann hrollvekjandi heim sem var kynntur til leiks í fyrri seríunni. Þetta skref að hefja framleiðslu á nýrri seríu af Stranger Things er afar rökrétt af Netflix þar sem sú fyrsta hlaut metáhorf hjá efnisveitunni.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stranger Things er löðrandi í skírskotunum í þekktar kvikmyndir og hér er búið að setja þær allar saman Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar. 2. ágúst 2016 14:45 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Stranger Things er löðrandi í skírskotunum í þekktar kvikmyndir og hér er búið að setja þær allar saman Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar. 2. ágúst 2016 14:45