Bandaríkjastjórn stóð illa að brottför hersins frá Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2016 19:45 Fyrrverandi aðalsamningamaður bandaríska utanríkisráðuneytisins um brottför varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, segir að illa hafi verið staðið að brottförinni. Bandarískir ráðherrar hafi ekki rætt málið við íslenska ráðamenn og sýnt íslenskum stjórnvöldum mikla ónærgætni. Haustið 2005 hófust viðræður milli íslenskra og bandarískra embættismanna um aukna kostnaðarþátttöku Íslendinga í borgaralega hlutanum af rekstri herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. En þegar leið á viðræðurnar kom annað og meira í ljós. Því þá komu þau skilaboð að Donald Rumsfeld þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vildi láta loka herstöðinni. Robert G. Loftis fór þá fyrir sendinefnd bandaríska utanríkisráðuneytisins en í dag er hann prófessor í diplómatískum fræðum og yfirmaður þeirrar deildar í háskólanum í Boston (Boston University). Hann flutti fyrirlestur um brottför varnarliðsins fyrir tíu árum á fundi Varðbergs í dag. Viðræðurnar sem hófust haustið 2005 náðu inn á vormánuði 2006 þegar Geir H. Haarde var untanríkisráðherra. Það kom ráðmönnum hér á landi í opna skjöldu þegar skyndilega var tilkynnt af hálfu Bandaríkjamanna að loka ætti herstöðinni. „Það kom líka sumum okkar sem tókum þátt í viðræðunum á óvart. Þetta var ekki upphaflegi tilgangurinn með þessum viðræðum,“ segir Loftis. Skipunin um lokun herstöðvarinnar hafi komið beint frá Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra.“Eftir á að hyggja, var það góð ákvörðun að loka herstöðinni? „Að mínu mati...ég skal orða það svona: Aðferðin var slæm. Ef við ætluðum að loka herstöðinni, og við lokuðum mörgum, þá hefðu viðræðurnar átt að snúast um það hvernig Bandaríkin ætluðu að uppfylla varnarþarfir Íslands í breyttum heimi.Þær viðræður áttu sér aldrei stað,“ segir Loftis. Með ákvörðun og hegðun Rumsfeld hafi Bandaríkjastjórn sýnt Íslendingum mikla ónærgætni. „Rumsfeld ráðherra var vissulega ónæmur fyrir því hvernig menn skynjuðu það hvernig hann gerði þetta. Ég held ekki að skuldbindingar Bandaríkjanna hafi horfið en maður verður líka að hugsa um hvað bandalagsþjóðin telur mikilvægt. Og það átti sér ekki stað á þessum tíma,“ segir Loftis. Það sé því ekki að undra að íslenskir ráðmenn hafi brugðist illa við enda hafi bandaríksir ráðmenn aldrei sett sig í samband við íslenska ráðmenn vegna málsins.Hann sýndi ekki einu sinni þá kurteisi að taka upp símann? „Ég hefði haldið að hann myndi gera það en, nei, hann gerði það ekki. Það er ekki mitt að biðjast afsökunar fyrir Donald Rumsfeld. Hann getur talað fyrir sjálfan sig,“ segir Loftis. Rumsfeld hafi einfaldlega sent minnisblað til fjármáladeildar varnarmálaráðuneytisins og fyrirskipað lokun herstöðvarinnar innan mjög skamms tíma. „Og svo gekk maður á milli manns í Hvíta húsinu, varnar- og utanríkisráðuneytisins til að fá þessu seinkað um nokkra mánuði til að gefa tíma fyrir aðlögun. Þetta var mjög dæmigert fyrir hans stíl,“ segir Robert G. Loftis. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðun Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Fyrrverandi aðalsamningamaður bandaríska utanríkisráðuneytisins um brottför varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, segir að illa hafi verið staðið að brottförinni. Bandarískir ráðherrar hafi ekki rætt málið við íslenska ráðamenn og sýnt íslenskum stjórnvöldum mikla ónærgætni. Haustið 2005 hófust viðræður milli íslenskra og bandarískra embættismanna um aukna kostnaðarþátttöku Íslendinga í borgaralega hlutanum af rekstri herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. En þegar leið á viðræðurnar kom annað og meira í ljós. Því þá komu þau skilaboð að Donald Rumsfeld þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vildi láta loka herstöðinni. Robert G. Loftis fór þá fyrir sendinefnd bandaríska utanríkisráðuneytisins en í dag er hann prófessor í diplómatískum fræðum og yfirmaður þeirrar deildar í háskólanum í Boston (Boston University). Hann flutti fyrirlestur um brottför varnarliðsins fyrir tíu árum á fundi Varðbergs í dag. Viðræðurnar sem hófust haustið 2005 náðu inn á vormánuði 2006 þegar Geir H. Haarde var untanríkisráðherra. Það kom ráðmönnum hér á landi í opna skjöldu þegar skyndilega var tilkynnt af hálfu Bandaríkjamanna að loka ætti herstöðinni. „Það kom líka sumum okkar sem tókum þátt í viðræðunum á óvart. Þetta var ekki upphaflegi tilgangurinn með þessum viðræðum,“ segir Loftis. Skipunin um lokun herstöðvarinnar hafi komið beint frá Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra.“Eftir á að hyggja, var það góð ákvörðun að loka herstöðinni? „Að mínu mati...ég skal orða það svona: Aðferðin var slæm. Ef við ætluðum að loka herstöðinni, og við lokuðum mörgum, þá hefðu viðræðurnar átt að snúast um það hvernig Bandaríkin ætluðu að uppfylla varnarþarfir Íslands í breyttum heimi.Þær viðræður áttu sér aldrei stað,“ segir Loftis. Með ákvörðun og hegðun Rumsfeld hafi Bandaríkjastjórn sýnt Íslendingum mikla ónærgætni. „Rumsfeld ráðherra var vissulega ónæmur fyrir því hvernig menn skynjuðu það hvernig hann gerði þetta. Ég held ekki að skuldbindingar Bandaríkjanna hafi horfið en maður verður líka að hugsa um hvað bandalagsþjóðin telur mikilvægt. Og það átti sér ekki stað á þessum tíma,“ segir Loftis. Það sé því ekki að undra að íslenskir ráðmenn hafi brugðist illa við enda hafi bandaríksir ráðmenn aldrei sett sig í samband við íslenska ráðmenn vegna málsins.Hann sýndi ekki einu sinni þá kurteisi að taka upp símann? „Ég hefði haldið að hann myndi gera það en, nei, hann gerði það ekki. Það er ekki mitt að biðjast afsökunar fyrir Donald Rumsfeld. Hann getur talað fyrir sjálfan sig,“ segir Loftis. Rumsfeld hafi einfaldlega sent minnisblað til fjármáladeildar varnarmálaráðuneytisins og fyrirskipað lokun herstöðvarinnar innan mjög skamms tíma. „Og svo gekk maður á milli manns í Hvíta húsinu, varnar- og utanríkisráðuneytisins til að fá þessu seinkað um nokkra mánuði til að gefa tíma fyrir aðlögun. Þetta var mjög dæmigert fyrir hans stíl,“ segir Robert G. Loftis.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðun Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent