Bandaríkjastjórn stóð illa að brottför hersins frá Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2016 19:45 Fyrrverandi aðalsamningamaður bandaríska utanríkisráðuneytisins um brottför varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, segir að illa hafi verið staðið að brottförinni. Bandarískir ráðherrar hafi ekki rætt málið við íslenska ráðamenn og sýnt íslenskum stjórnvöldum mikla ónærgætni. Haustið 2005 hófust viðræður milli íslenskra og bandarískra embættismanna um aukna kostnaðarþátttöku Íslendinga í borgaralega hlutanum af rekstri herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. En þegar leið á viðræðurnar kom annað og meira í ljós. Því þá komu þau skilaboð að Donald Rumsfeld þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vildi láta loka herstöðinni. Robert G. Loftis fór þá fyrir sendinefnd bandaríska utanríkisráðuneytisins en í dag er hann prófessor í diplómatískum fræðum og yfirmaður þeirrar deildar í háskólanum í Boston (Boston University). Hann flutti fyrirlestur um brottför varnarliðsins fyrir tíu árum á fundi Varðbergs í dag. Viðræðurnar sem hófust haustið 2005 náðu inn á vormánuði 2006 þegar Geir H. Haarde var untanríkisráðherra. Það kom ráðmönnum hér á landi í opna skjöldu þegar skyndilega var tilkynnt af hálfu Bandaríkjamanna að loka ætti herstöðinni. „Það kom líka sumum okkar sem tókum þátt í viðræðunum á óvart. Þetta var ekki upphaflegi tilgangurinn með þessum viðræðum,“ segir Loftis. Skipunin um lokun herstöðvarinnar hafi komið beint frá Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra.“Eftir á að hyggja, var það góð ákvörðun að loka herstöðinni? „Að mínu mati...ég skal orða það svona: Aðferðin var slæm. Ef við ætluðum að loka herstöðinni, og við lokuðum mörgum, þá hefðu viðræðurnar átt að snúast um það hvernig Bandaríkin ætluðu að uppfylla varnarþarfir Íslands í breyttum heimi.Þær viðræður áttu sér aldrei stað,“ segir Loftis. Með ákvörðun og hegðun Rumsfeld hafi Bandaríkjastjórn sýnt Íslendingum mikla ónærgætni. „Rumsfeld ráðherra var vissulega ónæmur fyrir því hvernig menn skynjuðu það hvernig hann gerði þetta. Ég held ekki að skuldbindingar Bandaríkjanna hafi horfið en maður verður líka að hugsa um hvað bandalagsþjóðin telur mikilvægt. Og það átti sér ekki stað á þessum tíma,“ segir Loftis. Það sé því ekki að undra að íslenskir ráðmenn hafi brugðist illa við enda hafi bandaríksir ráðmenn aldrei sett sig í samband við íslenska ráðmenn vegna málsins.Hann sýndi ekki einu sinni þá kurteisi að taka upp símann? „Ég hefði haldið að hann myndi gera það en, nei, hann gerði það ekki. Það er ekki mitt að biðjast afsökunar fyrir Donald Rumsfeld. Hann getur talað fyrir sjálfan sig,“ segir Loftis. Rumsfeld hafi einfaldlega sent minnisblað til fjármáladeildar varnarmálaráðuneytisins og fyrirskipað lokun herstöðvarinnar innan mjög skamms tíma. „Og svo gekk maður á milli manns í Hvíta húsinu, varnar- og utanríkisráðuneytisins til að fá þessu seinkað um nokkra mánuði til að gefa tíma fyrir aðlögun. Þetta var mjög dæmigert fyrir hans stíl,“ segir Robert G. Loftis. Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Fyrrverandi aðalsamningamaður bandaríska utanríkisráðuneytisins um brottför varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, segir að illa hafi verið staðið að brottförinni. Bandarískir ráðherrar hafi ekki rætt málið við íslenska ráðamenn og sýnt íslenskum stjórnvöldum mikla ónærgætni. Haustið 2005 hófust viðræður milli íslenskra og bandarískra embættismanna um aukna kostnaðarþátttöku Íslendinga í borgaralega hlutanum af rekstri herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. En þegar leið á viðræðurnar kom annað og meira í ljós. Því þá komu þau skilaboð að Donald Rumsfeld þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vildi láta loka herstöðinni. Robert G. Loftis fór þá fyrir sendinefnd bandaríska utanríkisráðuneytisins en í dag er hann prófessor í diplómatískum fræðum og yfirmaður þeirrar deildar í háskólanum í Boston (Boston University). Hann flutti fyrirlestur um brottför varnarliðsins fyrir tíu árum á fundi Varðbergs í dag. Viðræðurnar sem hófust haustið 2005 náðu inn á vormánuði 2006 þegar Geir H. Haarde var untanríkisráðherra. Það kom ráðmönnum hér á landi í opna skjöldu þegar skyndilega var tilkynnt af hálfu Bandaríkjamanna að loka ætti herstöðinni. „Það kom líka sumum okkar sem tókum þátt í viðræðunum á óvart. Þetta var ekki upphaflegi tilgangurinn með þessum viðræðum,“ segir Loftis. Skipunin um lokun herstöðvarinnar hafi komið beint frá Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra.“Eftir á að hyggja, var það góð ákvörðun að loka herstöðinni? „Að mínu mati...ég skal orða það svona: Aðferðin var slæm. Ef við ætluðum að loka herstöðinni, og við lokuðum mörgum, þá hefðu viðræðurnar átt að snúast um það hvernig Bandaríkin ætluðu að uppfylla varnarþarfir Íslands í breyttum heimi.Þær viðræður áttu sér aldrei stað,“ segir Loftis. Með ákvörðun og hegðun Rumsfeld hafi Bandaríkjastjórn sýnt Íslendingum mikla ónærgætni. „Rumsfeld ráðherra var vissulega ónæmur fyrir því hvernig menn skynjuðu það hvernig hann gerði þetta. Ég held ekki að skuldbindingar Bandaríkjanna hafi horfið en maður verður líka að hugsa um hvað bandalagsþjóðin telur mikilvægt. Og það átti sér ekki stað á þessum tíma,“ segir Loftis. Það sé því ekki að undra að íslenskir ráðmenn hafi brugðist illa við enda hafi bandaríksir ráðmenn aldrei sett sig í samband við íslenska ráðmenn vegna málsins.Hann sýndi ekki einu sinni þá kurteisi að taka upp símann? „Ég hefði haldið að hann myndi gera það en, nei, hann gerði það ekki. Það er ekki mitt að biðjast afsökunar fyrir Donald Rumsfeld. Hann getur talað fyrir sjálfan sig,“ segir Loftis. Rumsfeld hafi einfaldlega sent minnisblað til fjármáladeildar varnarmálaráðuneytisins og fyrirskipað lokun herstöðvarinnar innan mjög skamms tíma. „Og svo gekk maður á milli manns í Hvíta húsinu, varnar- og utanríkisráðuneytisins til að fá þessu seinkað um nokkra mánuði til að gefa tíma fyrir aðlögun. Þetta var mjög dæmigert fyrir hans stíl,“ segir Robert G. Loftis.
Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent