Bandaríkjastjórn stóð illa að brottför hersins frá Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2016 19:45 Fyrrverandi aðalsamningamaður bandaríska utanríkisráðuneytisins um brottför varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, segir að illa hafi verið staðið að brottförinni. Bandarískir ráðherrar hafi ekki rætt málið við íslenska ráðamenn og sýnt íslenskum stjórnvöldum mikla ónærgætni. Haustið 2005 hófust viðræður milli íslenskra og bandarískra embættismanna um aukna kostnaðarþátttöku Íslendinga í borgaralega hlutanum af rekstri herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. En þegar leið á viðræðurnar kom annað og meira í ljós. Því þá komu þau skilaboð að Donald Rumsfeld þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vildi láta loka herstöðinni. Robert G. Loftis fór þá fyrir sendinefnd bandaríska utanríkisráðuneytisins en í dag er hann prófessor í diplómatískum fræðum og yfirmaður þeirrar deildar í háskólanum í Boston (Boston University). Hann flutti fyrirlestur um brottför varnarliðsins fyrir tíu árum á fundi Varðbergs í dag. Viðræðurnar sem hófust haustið 2005 náðu inn á vormánuði 2006 þegar Geir H. Haarde var untanríkisráðherra. Það kom ráðmönnum hér á landi í opna skjöldu þegar skyndilega var tilkynnt af hálfu Bandaríkjamanna að loka ætti herstöðinni. „Það kom líka sumum okkar sem tókum þátt í viðræðunum á óvart. Þetta var ekki upphaflegi tilgangurinn með þessum viðræðum,“ segir Loftis. Skipunin um lokun herstöðvarinnar hafi komið beint frá Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra.“Eftir á að hyggja, var það góð ákvörðun að loka herstöðinni? „Að mínu mati...ég skal orða það svona: Aðferðin var slæm. Ef við ætluðum að loka herstöðinni, og við lokuðum mörgum, þá hefðu viðræðurnar átt að snúast um það hvernig Bandaríkin ætluðu að uppfylla varnarþarfir Íslands í breyttum heimi.Þær viðræður áttu sér aldrei stað,“ segir Loftis. Með ákvörðun og hegðun Rumsfeld hafi Bandaríkjastjórn sýnt Íslendingum mikla ónærgætni. „Rumsfeld ráðherra var vissulega ónæmur fyrir því hvernig menn skynjuðu það hvernig hann gerði þetta. Ég held ekki að skuldbindingar Bandaríkjanna hafi horfið en maður verður líka að hugsa um hvað bandalagsþjóðin telur mikilvægt. Og það átti sér ekki stað á þessum tíma,“ segir Loftis. Það sé því ekki að undra að íslenskir ráðmenn hafi brugðist illa við enda hafi bandaríksir ráðmenn aldrei sett sig í samband við íslenska ráðmenn vegna málsins.Hann sýndi ekki einu sinni þá kurteisi að taka upp símann? „Ég hefði haldið að hann myndi gera það en, nei, hann gerði það ekki. Það er ekki mitt að biðjast afsökunar fyrir Donald Rumsfeld. Hann getur talað fyrir sjálfan sig,“ segir Loftis. Rumsfeld hafi einfaldlega sent minnisblað til fjármáladeildar varnarmálaráðuneytisins og fyrirskipað lokun herstöðvarinnar innan mjög skamms tíma. „Og svo gekk maður á milli manns í Hvíta húsinu, varnar- og utanríkisráðuneytisins til að fá þessu seinkað um nokkra mánuði til að gefa tíma fyrir aðlögun. Þetta var mjög dæmigert fyrir hans stíl,“ segir Robert G. Loftis. Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Fyrrverandi aðalsamningamaður bandaríska utanríkisráðuneytisins um brottför varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, segir að illa hafi verið staðið að brottförinni. Bandarískir ráðherrar hafi ekki rætt málið við íslenska ráðamenn og sýnt íslenskum stjórnvöldum mikla ónærgætni. Haustið 2005 hófust viðræður milli íslenskra og bandarískra embættismanna um aukna kostnaðarþátttöku Íslendinga í borgaralega hlutanum af rekstri herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. En þegar leið á viðræðurnar kom annað og meira í ljós. Því þá komu þau skilaboð að Donald Rumsfeld þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vildi láta loka herstöðinni. Robert G. Loftis fór þá fyrir sendinefnd bandaríska utanríkisráðuneytisins en í dag er hann prófessor í diplómatískum fræðum og yfirmaður þeirrar deildar í háskólanum í Boston (Boston University). Hann flutti fyrirlestur um brottför varnarliðsins fyrir tíu árum á fundi Varðbergs í dag. Viðræðurnar sem hófust haustið 2005 náðu inn á vormánuði 2006 þegar Geir H. Haarde var untanríkisráðherra. Það kom ráðmönnum hér á landi í opna skjöldu þegar skyndilega var tilkynnt af hálfu Bandaríkjamanna að loka ætti herstöðinni. „Það kom líka sumum okkar sem tókum þátt í viðræðunum á óvart. Þetta var ekki upphaflegi tilgangurinn með þessum viðræðum,“ segir Loftis. Skipunin um lokun herstöðvarinnar hafi komið beint frá Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra.“Eftir á að hyggja, var það góð ákvörðun að loka herstöðinni? „Að mínu mati...ég skal orða það svona: Aðferðin var slæm. Ef við ætluðum að loka herstöðinni, og við lokuðum mörgum, þá hefðu viðræðurnar átt að snúast um það hvernig Bandaríkin ætluðu að uppfylla varnarþarfir Íslands í breyttum heimi.Þær viðræður áttu sér aldrei stað,“ segir Loftis. Með ákvörðun og hegðun Rumsfeld hafi Bandaríkjastjórn sýnt Íslendingum mikla ónærgætni. „Rumsfeld ráðherra var vissulega ónæmur fyrir því hvernig menn skynjuðu það hvernig hann gerði þetta. Ég held ekki að skuldbindingar Bandaríkjanna hafi horfið en maður verður líka að hugsa um hvað bandalagsþjóðin telur mikilvægt. Og það átti sér ekki stað á þessum tíma,“ segir Loftis. Það sé því ekki að undra að íslenskir ráðmenn hafi brugðist illa við enda hafi bandaríksir ráðmenn aldrei sett sig í samband við íslenska ráðmenn vegna málsins.Hann sýndi ekki einu sinni þá kurteisi að taka upp símann? „Ég hefði haldið að hann myndi gera það en, nei, hann gerði það ekki. Það er ekki mitt að biðjast afsökunar fyrir Donald Rumsfeld. Hann getur talað fyrir sjálfan sig,“ segir Loftis. Rumsfeld hafi einfaldlega sent minnisblað til fjármáladeildar varnarmálaráðuneytisins og fyrirskipað lokun herstöðvarinnar innan mjög skamms tíma. „Og svo gekk maður á milli manns í Hvíta húsinu, varnar- og utanríkisráðuneytisins til að fá þessu seinkað um nokkra mánuði til að gefa tíma fyrir aðlögun. Þetta var mjög dæmigert fyrir hans stíl,“ segir Robert G. Loftis.
Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira