Rjúpnaskytta saknað: Erfiðar aðstæður til leitar á Snæfellsnesi Ásgeir Erlendsson skrifar 6. nóvember 2016 09:43 Skytturnar héldu til veiða frá Slitvindastöðum í Staðarsveit. Vísir/Loftmyndir Leit að tveimur rjúpnaskyttum á Snæfellsnesi sem staðið hefur yfir í hálfan sólarhring hefur enn engan árangur borið. Aðstæður til leitar í nótt voru erfiðar en liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Reykjanesi og allt norður í Skagafjörð tekur nú þátt í leitinni. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi og Vesturlandi voru kallaðar út um klukkan hálfellefu í gærkvöldi til leitar að tveimur rjúpnaskyttum sem í gærmorgun héldu til veiða frá Slitvindastöðum í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þar höfðu mennirnir tveir dvalið í sumarbústað í eigu fjölskyldu annars þeirra en meira er ekki vitað um ferðir þeirra. Liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu tekur þátt í leitinni auk þess sem áætlunarhópur Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur verið kallaður saman í björgunarmiðstöðinni við Skógarhlíð til að aðstoða við skipulagningu leitaraðgerða. Einar Þór Strand í aðgerðarstjórn Landsbjargar á Snæfellsnesi segir aðstæður hafa verið erfiðar til leitar í nótt þar sem dimm þoka hefur legið yfir leitarsvæðinu, sem er erfitt yfirferðar. „Við tókum í nótt hraðleit á svæðinu eins og hægt var en það var náttúrulega ekkert skyggni, bæði myrkur og þoka,“ segir Einar. „Nú er kominn auka mannskapur á svæðið og þeir eru að fara að ganga upp í þessum töluðu orðum.“ Þegar taka hátt í áttatíu manns þátt í leitinni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við leitina í nótt, meðal annars til að reyna að staðsetja síma mannanna, og verður mögulega kölluð aftur út í dag. Einar segist þó telja að hún kæmi að litlu gagni sem stendur vegna þess hve lélegt skyggni er. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg mun björgunarsveitarfólki á leitarsvæðinu fjölga verulega eftir því sem líður á morguninn. Einar segir þó ekki hvern sem er geta tekið þátt í leitinni. Leitarsvæðið er mjög bratt, nokkuð um skriður á svæðinu og nánast ekkert skyggni, sem fyrr segir. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira
Leit að tveimur rjúpnaskyttum á Snæfellsnesi sem staðið hefur yfir í hálfan sólarhring hefur enn engan árangur borið. Aðstæður til leitar í nótt voru erfiðar en liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Reykjanesi og allt norður í Skagafjörð tekur nú þátt í leitinni. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi og Vesturlandi voru kallaðar út um klukkan hálfellefu í gærkvöldi til leitar að tveimur rjúpnaskyttum sem í gærmorgun héldu til veiða frá Slitvindastöðum í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þar höfðu mennirnir tveir dvalið í sumarbústað í eigu fjölskyldu annars þeirra en meira er ekki vitað um ferðir þeirra. Liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu tekur þátt í leitinni auk þess sem áætlunarhópur Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur verið kallaður saman í björgunarmiðstöðinni við Skógarhlíð til að aðstoða við skipulagningu leitaraðgerða. Einar Þór Strand í aðgerðarstjórn Landsbjargar á Snæfellsnesi segir aðstæður hafa verið erfiðar til leitar í nótt þar sem dimm þoka hefur legið yfir leitarsvæðinu, sem er erfitt yfirferðar. „Við tókum í nótt hraðleit á svæðinu eins og hægt var en það var náttúrulega ekkert skyggni, bæði myrkur og þoka,“ segir Einar. „Nú er kominn auka mannskapur á svæðið og þeir eru að fara að ganga upp í þessum töluðu orðum.“ Þegar taka hátt í áttatíu manns þátt í leitinni. Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við leitina í nótt, meðal annars til að reyna að staðsetja síma mannanna, og verður mögulega kölluð aftur út í dag. Einar segist þó telja að hún kæmi að litlu gagni sem stendur vegna þess hve lélegt skyggni er. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg mun björgunarsveitarfólki á leitarsvæðinu fjölga verulega eftir því sem líður á morguninn. Einar segir þó ekki hvern sem er geta tekið þátt í leitinni. Leitarsvæðið er mjög bratt, nokkuð um skriður á svæðinu og nánast ekkert skyggni, sem fyrr segir.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira