„Það er mikil reiði í kennurum“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 11:27 Kennarar munu fjölmenna við Ráðhús Reykjavíkur í dag. Þeir íhuga aðgerðir. vísir/vilhelm Grunnskólakennarar munu koma saman við Ráðhús Reykjavíkur klukkan 16.30 í dag og afhenda Degi B. Eggertssyni borgarstjóra lista með tæplega 3000 undirskriftum þar sem þess er krafist að kjör kennara verði bætt án tafar. Ágúst Tómasson, trúnaðarmaður kennara í Vogaskóla, segist finna fyrir mikilli reiði á meðal kennara. „Það eru 57 prósent kennara á landinu núna búnir að skrifa undir þennan lista þannig að ég geri ráð fyrir að það verði fjölmennt í ráðhúsinu í dag. Það er mikil reiði í kennurum en þeir krefjast þess að menntun og fagmennska verði metin til launa,“ segir Ágúst í samtali við Vísi.Aðspurður segir Ágúst kennara íhuga alvarlega að láta sverfa til stáls. „Kennarar vilja grípa til aðgerða, en það er spurning hvers eðlis aðgerðirnar verða, enda bitnar verkfall svo mikið á börnunum. Þannig að við vitum ekki hverjar aðgerðirnar verða, en hugsanlega einhvers konar útfærslur af verkfalli.“ Ágúst segir að búast megi við uppsögnum ef ekkert verði að gert. Það sé alvarlegt því mikill skortur sé á endurnýjun í stéttinni. Nýir kennarar fáist ekki til starfa eða leiti annað sem þýði það að ekki verði hægt að sinna skólastarfi með fullnægjandi hætti. Kröfubréf kennaranna má sjá hér fyrir neðan:Við, grunnskólakennarar á Íslandi, krefjumst þess að sveitarfélögin á landinu bregðist án tafar við því alvarlega ástandi sem skapast hefur í skólakerfinu vegna hættulegra og rangra áherslna í kjarastefnu sveitarfélaga gagnvart grunnskólakennurum. Laun kennara eru of lág og valda því með öðru að grunnskólakerfið er ekki lengur sjálfbært. Þeir kennarar sem nú starfa í grunnskólunum njóta mun verri kjara en samanburðarhópar og raunar töluvert lægri kjara en almennt tíðkast á landinu. Nú eru samningar okkar lausir og hafa verið lengi. Mánuðum saman hafa sveitarfélögin haft tíma og tækifæri til að bregðast við bráðum vanda. Ekkert bólar á viðbrögðum og samninganefnd sveitarfélaga virðist enn ekki hafa umboð til neins nema að endurtaka leikinn frá því í sumar og bjóða áfram óboðleg kjör. Margir fulltrúar sveitarfélaga hafa gengist við því á síðustu árum að laun kennara séu allt of lág. Hin lágu laun hafa verið réttlætt með því að sveitarfélögin hafi ekki efni á betri kjörum. Með því er í raun verið að segja að sveitarfélögin séu ófær um að reka þá grunnþjónustu sem þau hafa tekið að sér fyrir íbúa þeirra. Slíkt gengur auðvitað ekki til lengdar. Við aðstæður sem þessar mun grunnþjónustan bíða skaða eða eyðileggjast með öllu. Árum saman hafa kennarar þurft að bæta fyrir getuleysi sveitarfélaga við að reka grunnskólann með ásættanlegum hætti. Nú er hinsvegar orðið ljóst að kennarar geta ekki lengur komið í veg fyrir að skólakerfið lendi í stórhættu. Nýir kennarar fást ekki til starfa, eldri kennarar heltast úr lestinni eða hverfa til annarra starfa – og þeir sem eftir standa munu ekki anna öllum þeim brýnu verkefnum sem fylgja grunnskólastarfi í landinu. Kennarar hafa því aðeins tvo kosti. Að yfirgefa skólana og afhjúpa þannig endanlega þá skammsýni og hyskni sem einkennir störf sveitarfélaga á þessu sviði – eða stíga fram, draga sveitarfélögin til ábyrgðar fyrir stöðunni sem upp er kominn og krefjast viðbragða. Með undirskrift okkar á þennan lista gerum við það síðarnefnda. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Sjá meira
Grunnskólakennarar munu koma saman við Ráðhús Reykjavíkur klukkan 16.30 í dag og afhenda Degi B. Eggertssyni borgarstjóra lista með tæplega 3000 undirskriftum þar sem þess er krafist að kjör kennara verði bætt án tafar. Ágúst Tómasson, trúnaðarmaður kennara í Vogaskóla, segist finna fyrir mikilli reiði á meðal kennara. „Það eru 57 prósent kennara á landinu núna búnir að skrifa undir þennan lista þannig að ég geri ráð fyrir að það verði fjölmennt í ráðhúsinu í dag. Það er mikil reiði í kennurum en þeir krefjast þess að menntun og fagmennska verði metin til launa,“ segir Ágúst í samtali við Vísi.Aðspurður segir Ágúst kennara íhuga alvarlega að láta sverfa til stáls. „Kennarar vilja grípa til aðgerða, en það er spurning hvers eðlis aðgerðirnar verða, enda bitnar verkfall svo mikið á börnunum. Þannig að við vitum ekki hverjar aðgerðirnar verða, en hugsanlega einhvers konar útfærslur af verkfalli.“ Ágúst segir að búast megi við uppsögnum ef ekkert verði að gert. Það sé alvarlegt því mikill skortur sé á endurnýjun í stéttinni. Nýir kennarar fáist ekki til starfa eða leiti annað sem þýði það að ekki verði hægt að sinna skólastarfi með fullnægjandi hætti. Kröfubréf kennaranna má sjá hér fyrir neðan:Við, grunnskólakennarar á Íslandi, krefjumst þess að sveitarfélögin á landinu bregðist án tafar við því alvarlega ástandi sem skapast hefur í skólakerfinu vegna hættulegra og rangra áherslna í kjarastefnu sveitarfélaga gagnvart grunnskólakennurum. Laun kennara eru of lág og valda því með öðru að grunnskólakerfið er ekki lengur sjálfbært. Þeir kennarar sem nú starfa í grunnskólunum njóta mun verri kjara en samanburðarhópar og raunar töluvert lægri kjara en almennt tíðkast á landinu. Nú eru samningar okkar lausir og hafa verið lengi. Mánuðum saman hafa sveitarfélögin haft tíma og tækifæri til að bregðast við bráðum vanda. Ekkert bólar á viðbrögðum og samninganefnd sveitarfélaga virðist enn ekki hafa umboð til neins nema að endurtaka leikinn frá því í sumar og bjóða áfram óboðleg kjör. Margir fulltrúar sveitarfélaga hafa gengist við því á síðustu árum að laun kennara séu allt of lág. Hin lágu laun hafa verið réttlætt með því að sveitarfélögin hafi ekki efni á betri kjörum. Með því er í raun verið að segja að sveitarfélögin séu ófær um að reka þá grunnþjónustu sem þau hafa tekið að sér fyrir íbúa þeirra. Slíkt gengur auðvitað ekki til lengdar. Við aðstæður sem þessar mun grunnþjónustan bíða skaða eða eyðileggjast með öllu. Árum saman hafa kennarar þurft að bæta fyrir getuleysi sveitarfélaga við að reka grunnskólann með ásættanlegum hætti. Nú er hinsvegar orðið ljóst að kennarar geta ekki lengur komið í veg fyrir að skólakerfið lendi í stórhættu. Nýir kennarar fást ekki til starfa, eldri kennarar heltast úr lestinni eða hverfa til annarra starfa – og þeir sem eftir standa munu ekki anna öllum þeim brýnu verkefnum sem fylgja grunnskólastarfi í landinu. Kennarar hafa því aðeins tvo kosti. Að yfirgefa skólana og afhjúpa þannig endanlega þá skammsýni og hyskni sem einkennir störf sveitarfélaga á þessu sviði – eða stíga fram, draga sveitarfélögin til ábyrgðar fyrir stöðunni sem upp er kominn og krefjast viðbragða. Með undirskrift okkar á þennan lista gerum við það síðarnefnda.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Sjá meira