Kjötlausar kjötbökur bökuðu MAST skaðabótaskyldu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júní 2016 14:26 Nautabökurnar umdeildu. vísir/stefán Matvælastofnun er skaðabótaskyld vegna tjóns sem Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., urðu fyrir vegna tilkynningar sem birtist á vef stofnunarinnar í febrúar 2013. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Forsga málsins er sú að í kjölfar fregna frá Evrópu, þess efnis að hrossakjöti hefði verið blandað í matvörur í stað nautakjöts, var gerði könnun á því hvort slíkt hefði gerst hér á landi. Í því skyni voru meðal annars kjötbökur frá Gæðakokkum kannaðar. Í ljós kom að í tveimur bökum hefði ekkert kjöt verið að finna þrátt fyrir að innihaldslýsing gæfi til kynna þrjátíu prósent kjötinnihald. Tilkynning um kjötskortinn var birt á heimasíðu Matvælastofnunar og meðal annars sagt að farið hefði verið fram á innköllun á tilgreindum vörum Gæðakokka vegna þessa. Fyrirtækið var síðar ákært fyrir brot á lögum um matvæli og reglugerð um merkingar á matvælum en sýknað í héraðsdómi þar sem ekki þótti sannað að ásetningur hefði legið að baki brotinu eða að umrædd kjötbaka hefði verið óhappatilvik. Sökum þessa höfðaði fyrirtækið mál til viðurkenningar skaðabótaskyldu. Að sögn Kræsinga kemur fram voru rekstrartekjur ársins 2012 tæplega 133 milljónum á ári en í kjölfar tilkynningarinnar hafi verslanir sagt upp samningum við fyrirtækið. Nauðsynlegt hefði verið að segja upp starfsfólki, farga birgðum og breyta nafni fyrirtækisins. Skaðabótakrafan byggði á því að tilkynning Matvælastofnunar hefði verið ólögmæt þar sem reglum um málsmeðferð hafi ekki veirð fylgt.Héraðsdómur féllst á þessar röksemdir meðal annars með vísan til þess að stofnunin hefði ekki haft valdsvið í málinu. Með aðgerðum sínum hefði hún farið inn á verksvið Heilbrigðisnefndar Vesturlands. Þá var einnig talið að Gæðakokkum hafi ekki verið gefinn kostur á að kynna sér og tjá sig um niðurstöðurnar áður en tilkynningin var send út. Að lokum var fundið að því að tilkynningin hafi ekki verið efnislega rétt en í henni var fullyrt að innköllun á vörunum hefði farið fram. Svo var eigi. Í yfirlýsingu frá Matvælastofnun kemur fram að stjórnendur stofnunarinnar muni á næstu dögum fara yfir málið ásamt lögfræðingum sínum áður en ákvörðun verður tekin um hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Tengdar fréttir Ekkert nautakjöt í nautaböku: Óhapp ekki útilokað fyrir dómi Fyrirtækið Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., var á föstudaginn sýknað í Héraðsdómi Vesturlands af ákæru fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. 23. febrúar 2015 15:10 Kærðir fyrir brot á matvælalögum Fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi hefur verið kært til sýslumannsins vegna brota á tveimur greinum matvælalaga. 12. mars 2013 13:12 Ákærðir fyrir að blekkja neytendur Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur ákært Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. 28. nóvember 2014 14:32 Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47 Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46 Gæðakokkar skipta um nafn Fyrirtækið heitir nú Kræsingar ehf. og vakti mikla athygli í fyrra fyrir kjötlausa kjötrétti. 3. janúar 2014 14:33 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Matvælastofnun er skaðabótaskyld vegna tjóns sem Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., urðu fyrir vegna tilkynningar sem birtist á vef stofnunarinnar í febrúar 2013. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Forsga málsins er sú að í kjölfar fregna frá Evrópu, þess efnis að hrossakjöti hefði verið blandað í matvörur í stað nautakjöts, var gerði könnun á því hvort slíkt hefði gerst hér á landi. Í því skyni voru meðal annars kjötbökur frá Gæðakokkum kannaðar. Í ljós kom að í tveimur bökum hefði ekkert kjöt verið að finna þrátt fyrir að innihaldslýsing gæfi til kynna þrjátíu prósent kjötinnihald. Tilkynning um kjötskortinn var birt á heimasíðu Matvælastofnunar og meðal annars sagt að farið hefði verið fram á innköllun á tilgreindum vörum Gæðakokka vegna þessa. Fyrirtækið var síðar ákært fyrir brot á lögum um matvæli og reglugerð um merkingar á matvælum en sýknað í héraðsdómi þar sem ekki þótti sannað að ásetningur hefði legið að baki brotinu eða að umrædd kjötbaka hefði verið óhappatilvik. Sökum þessa höfðaði fyrirtækið mál til viðurkenningar skaðabótaskyldu. Að sögn Kræsinga kemur fram voru rekstrartekjur ársins 2012 tæplega 133 milljónum á ári en í kjölfar tilkynningarinnar hafi verslanir sagt upp samningum við fyrirtækið. Nauðsynlegt hefði verið að segja upp starfsfólki, farga birgðum og breyta nafni fyrirtækisins. Skaðabótakrafan byggði á því að tilkynning Matvælastofnunar hefði verið ólögmæt þar sem reglum um málsmeðferð hafi ekki veirð fylgt.Héraðsdómur féllst á þessar röksemdir meðal annars með vísan til þess að stofnunin hefði ekki haft valdsvið í málinu. Með aðgerðum sínum hefði hún farið inn á verksvið Heilbrigðisnefndar Vesturlands. Þá var einnig talið að Gæðakokkum hafi ekki verið gefinn kostur á að kynna sér og tjá sig um niðurstöðurnar áður en tilkynningin var send út. Að lokum var fundið að því að tilkynningin hafi ekki verið efnislega rétt en í henni var fullyrt að innköllun á vörunum hefði farið fram. Svo var eigi. Í yfirlýsingu frá Matvælastofnun kemur fram að stjórnendur stofnunarinnar muni á næstu dögum fara yfir málið ásamt lögfræðingum sínum áður en ákvörðun verður tekin um hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar.
Tengdar fréttir Ekkert nautakjöt í nautaböku: Óhapp ekki útilokað fyrir dómi Fyrirtækið Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., var á föstudaginn sýknað í Héraðsdómi Vesturlands af ákæru fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. 23. febrúar 2015 15:10 Kærðir fyrir brot á matvælalögum Fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi hefur verið kært til sýslumannsins vegna brota á tveimur greinum matvælalaga. 12. mars 2013 13:12 Ákærðir fyrir að blekkja neytendur Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur ákært Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. 28. nóvember 2014 14:32 Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47 Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46 Gæðakokkar skipta um nafn Fyrirtækið heitir nú Kræsingar ehf. og vakti mikla athygli í fyrra fyrir kjötlausa kjötrétti. 3. janúar 2014 14:33 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ekkert nautakjöt í nautaböku: Óhapp ekki útilokað fyrir dómi Fyrirtækið Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., var á föstudaginn sýknað í Héraðsdómi Vesturlands af ákæru fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. 23. febrúar 2015 15:10
Kærðir fyrir brot á matvælalögum Fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi hefur verið kært til sýslumannsins vegna brota á tveimur greinum matvælalaga. 12. mars 2013 13:12
Ákærðir fyrir að blekkja neytendur Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur ákært Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. 28. nóvember 2014 14:32
Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47
Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46
Gæðakokkar skipta um nafn Fyrirtækið heitir nú Kræsingar ehf. og vakti mikla athygli í fyrra fyrir kjötlausa kjötrétti. 3. janúar 2014 14:33