Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. apríl 2016 17:59 Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson þegar þeir kynntu nýja ríkisstjórn fyrr í mánuðinum. vísir/Ernir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, segir að fullt afnám verðtryggingar á næstu mánuðum sé ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna. Hins vegar sé verið að skoða leiðir til þess að draga úr helstu ókostum svokallaðra Íslandslána, sem eru þessi klassísku 40 ára verðtryggðu jafngreiðslulán, og hvernig hægt sé að styðja almenning til þess að taka styttri lán og jafnvel óverðtryggð. Fyrir liggur að hinn flokkurinn í ríkisstjórn, Framsókn, hefur talað mjög fyrir afnámi verðtryggingar. Þá hafa báðir flokkar talað fyrir afnámi hafta og að efla þurfi heilbrigðiskerfið en hversu mikill samhljómur er á milli stjórnarflokkanna um það hvaða mál beri að setja á oddinn og klára fyrir kosningar í haust? „Yfirgnæfandi hluti málanna liggur fyrir þinginu og hefur farið í gegnum þingflokka beggja flokka þannig að það er ágæt samstaða um meginþorra mála svo það er ekki vandamál. Þingmálaskrá hefur legið fyrir og við erum komin fram í apríl þannig að við erum að tala um mál sem hafa komið fram í vetur,“ segir Bjarni.Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar á ríkisráðsfundi á Bessastöðum þegar hún tók við völdum.Vísir/Anton BrinkVilja halda áfram með séreignarsparnaðarleiðina Hann segir sömu megináherslur vera í samstarfinu nú og áður en þetta sé meira spurning um að taka stöðuna á málum, hversu vel hafi gengið að vinna þau og hvað er raunhæft að áorka miklu á þeim tíma sem er eftir fram á haust. Hvað viðkemur verðtryggingunni sérstaklega segir Bjarni: „Við höfum áður rætt um að við viljum gera er að framlengja það kerfi sem hefur verið í gangi varðandi séreignarsparnaðinn og þá höfum við líka rætt það stjórnarflokkarnir með hvaða hætti við getum nýtt það kerfi jafnvel til þess að gera fólki enn auðveldara en nú er að leggja til hliðar fyrir höfuðstól í íbúð og til þess að standa undir greiðslubyrði óverðtryggðra lána.“ Þessi mál séu í skoðun og sé ágætis samstaða um það að vinna þau áfram. Miklir hagsmunir séu til að mynda fólgnir í því fyrir lántakendur að draga úr ókostum 40 ára verðtryggðu lánanna. „Við höfum svona einkum verið að horfa á það hvað við getum gert til að styðja fólk til þess að taka eitthvað styttri lán, kannski óverðtryggð og hvort að þau kerfi sem við höfum verið að nota geta komið að gagni í því sambandi. En eins og þú heyrir þá er ég ekki í raun og veru að tala um fullt afnám verðtryggingar á næstu mánuðum. Við erum ekki að ræða það,“ segir Bjarni.Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var ekki sátt við nýja búvörusamninga þegar þeir komu fram í febrúar síðastliðnum.Vísir/gvaÞurfi að ræða búvörusamningana á breiðum grunni Annað mál sem Framsóknarflokkurinn hefur nefnt að þurfi að klára eru nýir búvörusamningar en alls óvíst er hversu mikinn stuðning er að finna við þá á meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Þannig sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður flokksins, á Facebook-síðu sinni að búvörusamningar yrðu aldrei samþykktir á hennar vakt eins og þeir liggja fyrir. Bjarni segist telja rétt að skoða búvörusamningana í víðara samhengi og ræða þá um leið nýjan tollasamning við Evrópusambandið en ljóst sé að það þurfi að klára hann. Þá þurfi einnig að skoða fyrirkomulag útboðs á kvótum sem um ræðir í þeim samningi. „Ég held að þessi umræða þurfi að fara fram á breiðum grunni, bæði um búvörusamningana sem slíka, samningana við Evrópusambandið og fyrirkomulag á útboðum. Þegar menn ræða málin á það breiðum grunni þá held ég að það komi nú fleiri sjónarmið að í umræðunni.“En er þetta eitthvað sem hægt væri að ljúka við fyrir kosningar? „Mér finnst þessir hlutir hanga saman og mér fyndist það til dæmis afar slæmt ef við myndum ekki ljúka tollasamningnum við Evrópusambandið. Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að leiða fram niðurstöðu í viðræðum við ESB í tollamálum og hérna erum við ræða um verulega tilslökun í innflutningi sérosta svo dæmi sé tekið en líka miklar breytingar í hvíta kjötinu og ég legg mikla áherslu á að við ljúkum því máli,“ segir Bjarni. Tengdar fréttir Segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um forgangsmál Forystumenn stjórnarandstöðunnar telja eðlilegt að fjárlagafrumvarp næsta árs verði ekki lagt fram fyrr en eftir kosningarnar í haust. Forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um þau mál sem þurfi að klára. 12. apríl 2016 18:45 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, segir að fullt afnám verðtryggingar á næstu mánuðum sé ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna. Hins vegar sé verið að skoða leiðir til þess að draga úr helstu ókostum svokallaðra Íslandslána, sem eru þessi klassísku 40 ára verðtryggðu jafngreiðslulán, og hvernig hægt sé að styðja almenning til þess að taka styttri lán og jafnvel óverðtryggð. Fyrir liggur að hinn flokkurinn í ríkisstjórn, Framsókn, hefur talað mjög fyrir afnámi verðtryggingar. Þá hafa báðir flokkar talað fyrir afnámi hafta og að efla þurfi heilbrigðiskerfið en hversu mikill samhljómur er á milli stjórnarflokkanna um það hvaða mál beri að setja á oddinn og klára fyrir kosningar í haust? „Yfirgnæfandi hluti málanna liggur fyrir þinginu og hefur farið í gegnum þingflokka beggja flokka þannig að það er ágæt samstaða um meginþorra mála svo það er ekki vandamál. Þingmálaskrá hefur legið fyrir og við erum komin fram í apríl þannig að við erum að tala um mál sem hafa komið fram í vetur,“ segir Bjarni.Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar á ríkisráðsfundi á Bessastöðum þegar hún tók við völdum.Vísir/Anton BrinkVilja halda áfram með séreignarsparnaðarleiðina Hann segir sömu megináherslur vera í samstarfinu nú og áður en þetta sé meira spurning um að taka stöðuna á málum, hversu vel hafi gengið að vinna þau og hvað er raunhæft að áorka miklu á þeim tíma sem er eftir fram á haust. Hvað viðkemur verðtryggingunni sérstaklega segir Bjarni: „Við höfum áður rætt um að við viljum gera er að framlengja það kerfi sem hefur verið í gangi varðandi séreignarsparnaðinn og þá höfum við líka rætt það stjórnarflokkarnir með hvaða hætti við getum nýtt það kerfi jafnvel til þess að gera fólki enn auðveldara en nú er að leggja til hliðar fyrir höfuðstól í íbúð og til þess að standa undir greiðslubyrði óverðtryggðra lána.“ Þessi mál séu í skoðun og sé ágætis samstaða um það að vinna þau áfram. Miklir hagsmunir séu til að mynda fólgnir í því fyrir lántakendur að draga úr ókostum 40 ára verðtryggðu lánanna. „Við höfum svona einkum verið að horfa á það hvað við getum gert til að styðja fólk til þess að taka eitthvað styttri lán, kannski óverðtryggð og hvort að þau kerfi sem við höfum verið að nota geta komið að gagni í því sambandi. En eins og þú heyrir þá er ég ekki í raun og veru að tala um fullt afnám verðtryggingar á næstu mánuðum. Við erum ekki að ræða það,“ segir Bjarni.Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var ekki sátt við nýja búvörusamninga þegar þeir komu fram í febrúar síðastliðnum.Vísir/gvaÞurfi að ræða búvörusamningana á breiðum grunni Annað mál sem Framsóknarflokkurinn hefur nefnt að þurfi að klára eru nýir búvörusamningar en alls óvíst er hversu mikinn stuðning er að finna við þá á meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Þannig sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður flokksins, á Facebook-síðu sinni að búvörusamningar yrðu aldrei samþykktir á hennar vakt eins og þeir liggja fyrir. Bjarni segist telja rétt að skoða búvörusamningana í víðara samhengi og ræða þá um leið nýjan tollasamning við Evrópusambandið en ljóst sé að það þurfi að klára hann. Þá þurfi einnig að skoða fyrirkomulag útboðs á kvótum sem um ræðir í þeim samningi. „Ég held að þessi umræða þurfi að fara fram á breiðum grunni, bæði um búvörusamningana sem slíka, samningana við Evrópusambandið og fyrirkomulag á útboðum. Þegar menn ræða málin á það breiðum grunni þá held ég að það komi nú fleiri sjónarmið að í umræðunni.“En er þetta eitthvað sem hægt væri að ljúka við fyrir kosningar? „Mér finnst þessir hlutir hanga saman og mér fyndist það til dæmis afar slæmt ef við myndum ekki ljúka tollasamningnum við Evrópusambandið. Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að leiða fram niðurstöðu í viðræðum við ESB í tollamálum og hérna erum við ræða um verulega tilslökun í innflutningi sérosta svo dæmi sé tekið en líka miklar breytingar í hvíta kjötinu og ég legg mikla áherslu á að við ljúkum því máli,“ segir Bjarni.
Tengdar fréttir Segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um forgangsmál Forystumenn stjórnarandstöðunnar telja eðlilegt að fjárlagafrumvarp næsta árs verði ekki lagt fram fyrr en eftir kosningarnar í haust. Forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um þau mál sem þurfi að klára. 12. apríl 2016 18:45 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira
Segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um forgangsmál Forystumenn stjórnarandstöðunnar telja eðlilegt að fjárlagafrumvarp næsta árs verði ekki lagt fram fyrr en eftir kosningarnar í haust. Forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um þau mál sem þurfi að klára. 12. apríl 2016 18:45