Magni skallaði borðið er hann var sakaður um morð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. desember 2016 07:00 Magni með unnustu sinni, Söru Hatt. Mynd/Sara Hatt „Þegar grunuðum var greint frá því að hann væri sakaður um morð skallaði hann borðið endurtekið og féll í gólfið,“ segir í skýrslu lögreglunnar í Jacksonville í Flórída um handtöku Magna Böðvars Þorvaldssonar, öðru nafni Johnny Wayne Johnson. Magni, sem er með tvöfalt ríkisfang, er ákærður fyrir að hafa myrt Sherry Prather árið 2012. Málið verður þingfest í dag. Þá getur Magni lýst sakleysi eða sekt. „Ég held að þetta verði ósanngjörn réttarhöld,“ segir Sara Hatt, unnusta Magna, í samtali við Fréttablaðið. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu lögreglunnar er að Magni hafi verið með skammbyssu sem áður hafði verið hleypt af og að það sem einkenndi Magna væri „gervilegur íslenskur hreimur“. Atburðarás málsins er þá rakin í skýrslunni. Lögreglan víkur meðal annars að handtökunni sjálfri. Magni var handtekinn á heimili sínu og fluttur á lögreglustöð þar sem yfirheyrsla fór fram. Játaði hann þar á ný að hafa yfirgefið barinn Boots and Bottles með Prather og sagðist hafa skilið við hana á Trout River Boulevard. Segir í skýrslunni að hann hafi breytt smáatriðum úr fyrri útgáfu sögu sinnar til að útskýra sönnunargögn sem lögregla sýndi honum. Magni þvertók fyrir að hafa myrt Prather og krafðist þess að fá lögfræðing á staðinn. Þegar lögregla sagði Magna frá því að hann væri sakaður um morðið byrjaði hann svo að skalla borðið eins og sagt var frá hér að framan.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Sjá meira
„Þegar grunuðum var greint frá því að hann væri sakaður um morð skallaði hann borðið endurtekið og féll í gólfið,“ segir í skýrslu lögreglunnar í Jacksonville í Flórída um handtöku Magna Böðvars Þorvaldssonar, öðru nafni Johnny Wayne Johnson. Magni, sem er með tvöfalt ríkisfang, er ákærður fyrir að hafa myrt Sherry Prather árið 2012. Málið verður þingfest í dag. Þá getur Magni lýst sakleysi eða sekt. „Ég held að þetta verði ósanngjörn réttarhöld,“ segir Sara Hatt, unnusta Magna, í samtali við Fréttablaðið. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu lögreglunnar er að Magni hafi verið með skammbyssu sem áður hafði verið hleypt af og að það sem einkenndi Magna væri „gervilegur íslenskur hreimur“. Atburðarás málsins er þá rakin í skýrslunni. Lögreglan víkur meðal annars að handtökunni sjálfri. Magni var handtekinn á heimili sínu og fluttur á lögreglustöð þar sem yfirheyrsla fór fram. Játaði hann þar á ný að hafa yfirgefið barinn Boots and Bottles með Prather og sagðist hafa skilið við hana á Trout River Boulevard. Segir í skýrslunni að hann hafi breytt smáatriðum úr fyrri útgáfu sögu sinnar til að útskýra sönnunargögn sem lögregla sýndi honum. Magni þvertók fyrir að hafa myrt Prather og krafðist þess að fá lögfræðing á staðinn. Þegar lögregla sagði Magna frá því að hann væri sakaður um morðið byrjaði hann svo að skalla borðið eins og sagt var frá hér að framan.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Sjá meira