Jón fær varla frið eftir samstuðið við Batman Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. október 2016 07:00 Jón Halldórsson landpóstur lenti í orrahríð eftir myndbirtingu úr Djúpuvík. Mynd/Jón Halldórsson „Þessi skrif eru komin út um allan heim og ég hef varla fengið frið síðan,“ segir Jón Halldórsson, landpóstur og ljósmyndari, sem birti myndir úr Djúpuvík á meðan kvikmyndagerðarfólk við Hollywood-myndina Justice League var þar á svæðinu. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu fékk Jón harða gagnrýni, meðal annars frá aðalvarðstjóra lögreglunnar i Hólmavík, fyrir að hafa tekið myndirnar í Djúpuvík og birt á bloggsíðu sinni. Jón var sagður vera að skemma fyrir heimamönnum sem vildu gjarnan geta fengið fleiri slík verkefni á Strandir. Hann segir þessa gagnrýni ekki eins útbreidda og sumir vilji vera láta. „Þetta kvikmyndafólk sagði út um allan heim að allir í Árneshreppi hefðu haft samband við mig og beðið mig að taka út þessar myndir. Það er ekki rétt. Það hafði enginn sem á heima þarna fyrir norðan samband við mig – ekki einn,“ fullyrðir Jón. Eini maðurinn sem hafi beðið um slíkt hafi verið maður sem fór fyrir öryggisgæslu á kvikmyndasvæðinu. „Löggan hefur ekki haft samband við mig en ég sá hvað varðstjórinn sagði [í Fréttablaðinu] um að þetta væri óheppilegt. En á sama tíma og ég var þarna voru tugir manna að taka myndir út um bílgluggana. Ég er einhver meiri ógn en allir hinir. Það skil ég ekki. Í mínum huga er þetta bara stormur í vatnsglasi,“ segir Jón landpóstur.Ég var í fullum réttiMikil umræða varð í athugasemdakerfi Vísis við umfjöllun Fréttablaðsins undir yfirskriftinni Bréfberi ógn við Batmanmynd. Jón bar þar hönd fyrir höfuð sér. „Ég sem heimamaður hér á Ströndum og 100 prósent Íslendingur og áhugamaður um að taka skammlausar myndir hátt í 40 ár tel mig vita hvað má og hvað ekki má. Ef á að banna myndatökur svo sem þessum í Reykjarfirði þá er það ekki hægt nema með lögregluvaldi og reglugerð sem hefur verið birt í Lögbirtingarblaðinu. Það var ekki gert og það er bara ekki hægt að rakka mig ofan í drullusvaðið vegna þeirra mistaka. Ég var í fullum rétti sem fullvalda íslenskur þegn þarna að taka myndir af fallegri sveit sem ég og örugglega allir í heiminum elska alveg í tætlur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ben Affleck og Momoa í góðum gír á Íslandi Svo virðist sem að haldið hafi verið partý í gær. 15. október 2016 07:04 Bréfberi ógn við Batmanmynd Aðalvarðstjóri í lögreglunni segir póstburðarmann spilla fyrir Strandamönnum með birtingu mynda af tökustað Hollywoodmyndar í Djúpuvík. Pósturinn segir sér hafa verið skipað að fjarlægja myndir af netinu. 14. október 2016 07:00 Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
„Þessi skrif eru komin út um allan heim og ég hef varla fengið frið síðan,“ segir Jón Halldórsson, landpóstur og ljósmyndari, sem birti myndir úr Djúpuvík á meðan kvikmyndagerðarfólk við Hollywood-myndina Justice League var þar á svæðinu. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu fékk Jón harða gagnrýni, meðal annars frá aðalvarðstjóra lögreglunnar i Hólmavík, fyrir að hafa tekið myndirnar í Djúpuvík og birt á bloggsíðu sinni. Jón var sagður vera að skemma fyrir heimamönnum sem vildu gjarnan geta fengið fleiri slík verkefni á Strandir. Hann segir þessa gagnrýni ekki eins útbreidda og sumir vilji vera láta. „Þetta kvikmyndafólk sagði út um allan heim að allir í Árneshreppi hefðu haft samband við mig og beðið mig að taka út þessar myndir. Það er ekki rétt. Það hafði enginn sem á heima þarna fyrir norðan samband við mig – ekki einn,“ fullyrðir Jón. Eini maðurinn sem hafi beðið um slíkt hafi verið maður sem fór fyrir öryggisgæslu á kvikmyndasvæðinu. „Löggan hefur ekki haft samband við mig en ég sá hvað varðstjórinn sagði [í Fréttablaðinu] um að þetta væri óheppilegt. En á sama tíma og ég var þarna voru tugir manna að taka myndir út um bílgluggana. Ég er einhver meiri ógn en allir hinir. Það skil ég ekki. Í mínum huga er þetta bara stormur í vatnsglasi,“ segir Jón landpóstur.Ég var í fullum réttiMikil umræða varð í athugasemdakerfi Vísis við umfjöllun Fréttablaðsins undir yfirskriftinni Bréfberi ógn við Batmanmynd. Jón bar þar hönd fyrir höfuð sér. „Ég sem heimamaður hér á Ströndum og 100 prósent Íslendingur og áhugamaður um að taka skammlausar myndir hátt í 40 ár tel mig vita hvað má og hvað ekki má. Ef á að banna myndatökur svo sem þessum í Reykjarfirði þá er það ekki hægt nema með lögregluvaldi og reglugerð sem hefur verið birt í Lögbirtingarblaðinu. Það var ekki gert og það er bara ekki hægt að rakka mig ofan í drullusvaðið vegna þeirra mistaka. Ég var í fullum rétti sem fullvalda íslenskur þegn þarna að taka myndir af fallegri sveit sem ég og örugglega allir í heiminum elska alveg í tætlur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Ben Affleck og Momoa í góðum gír á Íslandi Svo virðist sem að haldið hafi verið partý í gær. 15. október 2016 07:04 Bréfberi ógn við Batmanmynd Aðalvarðstjóri í lögreglunni segir póstburðarmann spilla fyrir Strandamönnum með birtingu mynda af tökustað Hollywoodmyndar í Djúpuvík. Pósturinn segir sér hafa verið skipað að fjarlægja myndir af netinu. 14. október 2016 07:00 Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Ben Affleck og Momoa í góðum gír á Íslandi Svo virðist sem að haldið hafi verið partý í gær. 15. október 2016 07:04
Bréfberi ógn við Batmanmynd Aðalvarðstjóri í lögreglunni segir póstburðarmann spilla fyrir Strandamönnum með birtingu mynda af tökustað Hollywoodmyndar í Djúpuvík. Pósturinn segir sér hafa verið skipað að fjarlægja myndir af netinu. 14. október 2016 07:00
Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51